Þjóðkirkja í Ríkisútvarpinu Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 25. apríl 2015 06:00 Við nýja forystu á Ríkisútvarpinu urðu þær breytingar að kvöldbæn á Rás 1 var felld af dagskrá og morgunbænir fluttar fram til kl. 6.25. Ákvörðunin var umdeild og margir mótmæltu og þótt ákvörðunin hafi ekki verið dregin til baka sýndi umræðan hversu margir hlusta á slíka dagskrárliði. Sama má segja um sunnudagsguðsþjónustuna sem hefur gríðarlega hlustun um allt land. Sú var tíðin að sjónvarpað var sunnudagshugvekjum á RÚV en þær voru lagðar niður í október 1993 af þáverandi útvarpsstjóra, Heimi Steinssyni. Síðan þá hefur ekki verið reglulegt helgihald í Ríkissjónvarpinu. Eitt af því sem kom fram í umræðunni var það viðhorf að útsendingar af kirkjulegum vettvangi eigi ekki heima í ríkisfjölmiðli, annars vegar þar sem verið væri að gera upp á milli trúarskoðana og hins vegar vegna þess að trúariðkun eigi ekki að heyrast á opinberum miðlum. Við fyrri rökunum má nefna að ekkert er því til fyrirstöðu að aðrir kristnir söfnuðir komi að guðsþjónustum og bænahaldi RÚV og sömuleiðis væri það fagnaðarefni ef bænalíf annarra trúarbragða fengi að heyrast og sjást á öldum ljósvakans. Opinberir miðlar í nágrannalöndum okkar sinna allir því hlutverki að sjónvarpa guðsþjónustum frá þjóðkirkjum þeirra. Danska ríkisútvarpið starfrækir svokallaða DR kirke, þar sem eru sjónvarpsútsendingar frá guðsþjónustum dönsku kirkjunnar. Styr hefur staðið undanfarið um þá ákvörðun að sýna ekki frá eiginlegum guðsþjónustum safnaða, en sú nýbreytni var tekin upp í vetur að framleiða sérstakar guðsþjónustur þar sem sjónvarpsáhorfendur eru söfnuðurinn. Mörgum þykir þetta tilgerðarlegra fyrirkomulag og sakna þess að sjá fjölsetna kirkjubekki í útsendingum. Á heimasíðu danska sjónvarpsins eru gefnar upplýsingar um hvernig megi ræða prédikun dagsins eða komast í tengsl við sálgæslu á vegum kirkjunnar. Sænska sjónvarpið SVT flakkar á milli sóknarkirkna á sunnudagsmorgnum og hefur í upphafi stutta umfjöllun um hverja kirkju fyrir sig, söfnuð og prest. Lögð er áhersla á að sýna sem flestar kirkjur og greina frá sögu þeirra og munum. Reglulega er síðan leitað til annarra safnaða og sent út frá samkomum þeirra, líkt og Hjálpræðishernum. Norska ríkissjónvarpið NRK sendir út guðsþjónustur frá kirkjum landsins og er með stutta umfjöllun um takt kirkjuársins og kirkjur landsins í upphafi, líkt og í Svíþjóð. Í vetur var haldið sálmabókarmaraþon þar sem 899 sálmar hinnar nýju sálmabókar frá 2013 voru fluttir á 60 klukkustundum. Verkefnið var gríðarlega metnaðarfullt og áhorf á útsendinguna fór fram úr björtustu vonum en 2,2 milljónir fylgdust með útsendingunni. Fluttir voru tveir sálmar eftir Hallgrím Pétursson og sálmalag eftir Sigvalda Kaldalóns. RÚV er eftirbátur Jafnvel Færeyingar með sitt litla opinbera sjónvarp KFV sýna vikulega sjónvarpsútsendingar frá guðsþjónustum í mismunandi kirkjum og Finnar hafa útsendingar á YLE frá guðsþjónustum á sænsku og finnsku. Í Finnlandi eru tvær kirkjur sem hafa stöðu þjóðkirkju, lútherska kirkjan sem 74% Finna tilheyra og rétttrúnaðarkirkjan sem telur 1% finnsku þjóðarinnar, en YLE hefur skyldum að gegna gagnvart þeim báðum. Það er óhætt að fullyrða að RÚV sé eftirbátur sjónvarpsstöðva á Norðurlöndum þegar kemur að útsendingum frá guðsþjónustum þjóðkirkna og það er áhugavert að spyrja hvað liggur þar að baki. Hvorki fjárskortur né fjölmenningarrök skýra þessa vanrækslu. Um er að ræða ódýrt sjónvarpsefni sem í öllum tilfellum er unnið í samstarfi við þjóðkirkjur Norðurlandanna. Fjölmenningarrök knýja ekki á um þöggun á átrúnaði heldur þvert á móti er besta leiðin til að minnka spennu og auka virðingu samfélaga, að menningar- og trúarhefðir séu sem sýnilegastar. Ríkissjónvarpið hefur skyldum að gegna við að sinna miðlun á trúar- og menningararfi þjóðarinnar. Þeirri skyldu væri sinnt af sóma með sjónvarpsútsendingum frá kirkjum landsins, þar sem færi saman helgihald og fræðsla um kirkjur til sjávar og sveita sem margar eru á minjaskrá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Þjóðkirkjan Ríkisútvarpið Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Við nýja forystu á Ríkisútvarpinu urðu þær breytingar að kvöldbæn á Rás 1 var felld af dagskrá og morgunbænir fluttar fram til kl. 6.25. Ákvörðunin var umdeild og margir mótmæltu og þótt ákvörðunin hafi ekki verið dregin til baka sýndi umræðan hversu margir hlusta á slíka dagskrárliði. Sama má segja um sunnudagsguðsþjónustuna sem hefur gríðarlega hlustun um allt land. Sú var tíðin að sjónvarpað var sunnudagshugvekjum á RÚV en þær voru lagðar niður í október 1993 af þáverandi útvarpsstjóra, Heimi Steinssyni. Síðan þá hefur ekki verið reglulegt helgihald í Ríkissjónvarpinu. Eitt af því sem kom fram í umræðunni var það viðhorf að útsendingar af kirkjulegum vettvangi eigi ekki heima í ríkisfjölmiðli, annars vegar þar sem verið væri að gera upp á milli trúarskoðana og hins vegar vegna þess að trúariðkun eigi ekki að heyrast á opinberum miðlum. Við fyrri rökunum má nefna að ekkert er því til fyrirstöðu að aðrir kristnir söfnuðir komi að guðsþjónustum og bænahaldi RÚV og sömuleiðis væri það fagnaðarefni ef bænalíf annarra trúarbragða fengi að heyrast og sjást á öldum ljósvakans. Opinberir miðlar í nágrannalöndum okkar sinna allir því hlutverki að sjónvarpa guðsþjónustum frá þjóðkirkjum þeirra. Danska ríkisútvarpið starfrækir svokallaða DR kirke, þar sem eru sjónvarpsútsendingar frá guðsþjónustum dönsku kirkjunnar. Styr hefur staðið undanfarið um þá ákvörðun að sýna ekki frá eiginlegum guðsþjónustum safnaða, en sú nýbreytni var tekin upp í vetur að framleiða sérstakar guðsþjónustur þar sem sjónvarpsáhorfendur eru söfnuðurinn. Mörgum þykir þetta tilgerðarlegra fyrirkomulag og sakna þess að sjá fjölsetna kirkjubekki í útsendingum. Á heimasíðu danska sjónvarpsins eru gefnar upplýsingar um hvernig megi ræða prédikun dagsins eða komast í tengsl við sálgæslu á vegum kirkjunnar. Sænska sjónvarpið SVT flakkar á milli sóknarkirkna á sunnudagsmorgnum og hefur í upphafi stutta umfjöllun um hverja kirkju fyrir sig, söfnuð og prest. Lögð er áhersla á að sýna sem flestar kirkjur og greina frá sögu þeirra og munum. Reglulega er síðan leitað til annarra safnaða og sent út frá samkomum þeirra, líkt og Hjálpræðishernum. Norska ríkissjónvarpið NRK sendir út guðsþjónustur frá kirkjum landsins og er með stutta umfjöllun um takt kirkjuársins og kirkjur landsins í upphafi, líkt og í Svíþjóð. Í vetur var haldið sálmabókarmaraþon þar sem 899 sálmar hinnar nýju sálmabókar frá 2013 voru fluttir á 60 klukkustundum. Verkefnið var gríðarlega metnaðarfullt og áhorf á útsendinguna fór fram úr björtustu vonum en 2,2 milljónir fylgdust með útsendingunni. Fluttir voru tveir sálmar eftir Hallgrím Pétursson og sálmalag eftir Sigvalda Kaldalóns. RÚV er eftirbátur Jafnvel Færeyingar með sitt litla opinbera sjónvarp KFV sýna vikulega sjónvarpsútsendingar frá guðsþjónustum í mismunandi kirkjum og Finnar hafa útsendingar á YLE frá guðsþjónustum á sænsku og finnsku. Í Finnlandi eru tvær kirkjur sem hafa stöðu þjóðkirkju, lútherska kirkjan sem 74% Finna tilheyra og rétttrúnaðarkirkjan sem telur 1% finnsku þjóðarinnar, en YLE hefur skyldum að gegna gagnvart þeim báðum. Það er óhætt að fullyrða að RÚV sé eftirbátur sjónvarpsstöðva á Norðurlöndum þegar kemur að útsendingum frá guðsþjónustum þjóðkirkna og það er áhugavert að spyrja hvað liggur þar að baki. Hvorki fjárskortur né fjölmenningarrök skýra þessa vanrækslu. Um er að ræða ódýrt sjónvarpsefni sem í öllum tilfellum er unnið í samstarfi við þjóðkirkjur Norðurlandanna. Fjölmenningarrök knýja ekki á um þöggun á átrúnaði heldur þvert á móti er besta leiðin til að minnka spennu og auka virðingu samfélaga, að menningar- og trúarhefðir séu sem sýnilegastar. Ríkissjónvarpið hefur skyldum að gegna við að sinna miðlun á trúar- og menningararfi þjóðarinnar. Þeirri skyldu væri sinnt af sóma með sjónvarpsútsendingum frá kirkjum landsins, þar sem færi saman helgihald og fræðsla um kirkjur til sjávar og sveita sem margar eru á minjaskrá.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun