Ráðvana ríkisstjórn Skjóðan skrifar 29. apríl 2015 11:00 Hlutverk ríkisstjórnar er að þoka málum til farsældar fyrir þjóðina. Það er skylda ráðherra að vera til gagns almennt og ekki síst í sínum málaflokki. Ráðherrar skulu forðast að skaða orðspor sitt og ríkisstjórnarinnar í heild. Takist þetta þokkalega gagnast það bæði heimilum og fyrirtækjum í landinu. Ráðherrum núverandi ríkisstjórnar hefur gengið illa að feta þá slóð sem lýst er hér að ofan. Raunar mætti ætla að alls ekki sé ætlun ráðherranna að vera almennt til gagns, þegar atferli þeirra í embætti á fyrri helmingi kjörtímabilsins er skoðað. Engu líkara er en Jónas frá Hriflu sé nú genginn aftur og orðinn húsbóndi í stjórnarráðinu. Heldur er Hriflu-Jónas ferðaglaðari eftir dauðann en í lifanda lífi en þá hann heiðrar Ísland með nærveru sinni vill hann byggja yfir þingmenn eftir aldargömlu æfingaverkefni nemanda í arkitektúr milli þess sem hann sendir sms um styrki úr ríkissjóði til manna sem ekki sóttu um og sakar fjölmiðla um loftárásir á sig. Fyrrverandi innanríkisráðherra hrökklaðist úr embætti vegna alvarlegrar spillingar og ósannsögli. Hún er nú aftur sest á þing þrátt fyrir að hún neiti enn að gefa þingnefnd skýringar á athæfi sínu í ráðherrastóli og í ljós hafi komið að hún varði milljónum af skattfé í einkaráðgjöf lögfræðinga og spunameistara fyrir sig vegna vandamála sem vörðuðu persónu hennar en ekki ráðuneytið. Utanríkisráðherrann er kapítuli út af fyrir sig. Einn og óstuddur ætlaði hann að stilla til friðar í Úkraínu en án árangurs. Í Brüssel kemur hann sterkur inn sem bréfavinur ársins. Umhverfisráðherrann nýi vill beita mildum þýðingum til að draga tennurnar úr regluverki ESB sem Ísland er skuldbundið til að lögfesta. Forsvarsmenn þýðingarfræðinnar í Háskóla Íslands hljóta að hlæja sig máttlausa. Sjávarútvegsráðherrann rífur upp heilu stofnanirnar og flytur þær landshluta á milli og rennur svo á rassinn með allt saman. Þá snýr hann sér að því að gefa makríl fyrir milljarða til nokkurra útgerða. Iðnaðarráðherrann rembdist eins og rjúpan við staurinn við að koma á náttúrupassa sem enginn vildi, ekki einu sinni hennar eigin flokksmenn. Þegar það rann út í sandinn smellti hún myndarlegri ívilnun á bleikjueldi hjá fyrirtæki sem tengist formanni hennar eigin flokks. Menntamálaráðherrann er nýjasta klúður ríkisstjórnarinnar. Hann gerir aðför að menntun framhaldsskólanema milli þess sem hann aðstoðar leigusalann sinn við að markaðssetja sig í útlöndum. Svona ríkisstjórn þokar ekki málum til farsældar – hvorki fyrir fyrirtækin né heimilin.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Hlutverk ríkisstjórnar er að þoka málum til farsældar fyrir þjóðina. Það er skylda ráðherra að vera til gagns almennt og ekki síst í sínum málaflokki. Ráðherrar skulu forðast að skaða orðspor sitt og ríkisstjórnarinnar í heild. Takist þetta þokkalega gagnast það bæði heimilum og fyrirtækjum í landinu. Ráðherrum núverandi ríkisstjórnar hefur gengið illa að feta þá slóð sem lýst er hér að ofan. Raunar mætti ætla að alls ekki sé ætlun ráðherranna að vera almennt til gagns, þegar atferli þeirra í embætti á fyrri helmingi kjörtímabilsins er skoðað. Engu líkara er en Jónas frá Hriflu sé nú genginn aftur og orðinn húsbóndi í stjórnarráðinu. Heldur er Hriflu-Jónas ferðaglaðari eftir dauðann en í lifanda lífi en þá hann heiðrar Ísland með nærveru sinni vill hann byggja yfir þingmenn eftir aldargömlu æfingaverkefni nemanda í arkitektúr milli þess sem hann sendir sms um styrki úr ríkissjóði til manna sem ekki sóttu um og sakar fjölmiðla um loftárásir á sig. Fyrrverandi innanríkisráðherra hrökklaðist úr embætti vegna alvarlegrar spillingar og ósannsögli. Hún er nú aftur sest á þing þrátt fyrir að hún neiti enn að gefa þingnefnd skýringar á athæfi sínu í ráðherrastóli og í ljós hafi komið að hún varði milljónum af skattfé í einkaráðgjöf lögfræðinga og spunameistara fyrir sig vegna vandamála sem vörðuðu persónu hennar en ekki ráðuneytið. Utanríkisráðherrann er kapítuli út af fyrir sig. Einn og óstuddur ætlaði hann að stilla til friðar í Úkraínu en án árangurs. Í Brüssel kemur hann sterkur inn sem bréfavinur ársins. Umhverfisráðherrann nýi vill beita mildum þýðingum til að draga tennurnar úr regluverki ESB sem Ísland er skuldbundið til að lögfesta. Forsvarsmenn þýðingarfræðinnar í Háskóla Íslands hljóta að hlæja sig máttlausa. Sjávarútvegsráðherrann rífur upp heilu stofnanirnar og flytur þær landshluta á milli og rennur svo á rassinn með allt saman. Þá snýr hann sér að því að gefa makríl fyrir milljarða til nokkurra útgerða. Iðnaðarráðherrann rembdist eins og rjúpan við staurinn við að koma á náttúrupassa sem enginn vildi, ekki einu sinni hennar eigin flokksmenn. Þegar það rann út í sandinn smellti hún myndarlegri ívilnun á bleikjueldi hjá fyrirtæki sem tengist formanni hennar eigin flokks. Menntamálaráðherrann er nýjasta klúður ríkisstjórnarinnar. Hann gerir aðför að menntun framhaldsskólanema milli þess sem hann aðstoðar leigusalann sinn við að markaðssetja sig í útlöndum. Svona ríkisstjórn þokar ekki málum til farsældar – hvorki fyrir fyrirtækin né heimilin.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira