Viljum vinna miklu fleiri titla Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. apríl 2015 06:30 Annað árið í röð hjá Vesturbæingum Michael Craion, besti leikmaður lokaúrslitanna 2015, fagnar hér Íslandsmeistaratitlinum í Síkinu í gærkvöldi ásamt stuðningsmönnum KR-liðsins sem mættu á Krókinn. Með honum er Helgi Már Magnússon og í stúkunni má sjá kappa eins og Fannar Ólafsson, Skarphéðin Frey Ingason og Guðmund Magnússon. Fréttablaðið/Auðunn Níelsson „Það er skemmtilegast að vinna titilinn á heimavelli, en þetta var alveg frábært enda magnaður leikur,“ sagði Helgi Már Magnússon, leikmaður KR, við Fréttablaðið eftir að KR-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta með 88-81 sigri á Tindastóli í fjórða leik liðanna í Síkinu í gærkvöldi. Það var við hæfi að sjálf Fjallkonan skyldi afhenda dómurunum boltann fyrir leik því sannkölluð hátíðarstemning var í Síkinu í gær. Þar var slegist um hvert sæti og stemningin algjörlega rafmögnuð. Svo virtist sem KR-ingar ætluðu að sökkva í Síkinu eins og svo mörg önnur lið í vetur þegar Tindastóll byrjaði seinni hálfleikinn með 10-0 spretti og komst níu stigum yfir, 49-40. Þar virtist allt á móti KR og allt féll með Stólunum. Allt stefndi í oddaleik á laugardaginn.Pavel fór á kostum í seinni KR-liðið var þó ekki á þeim buxunum. Reynslan og sigurhefðin vó þungt, en Pavel Ermolinskij, sem skoraði átta stig að meðaltali í fyrstu þremur leikjunum, fór á kostum í seinni hálfleik og skoraði í heildina 21 stig auk þess sem hann tók átta fráköst. „Ég treysti öllum félögum mínum til að taka stór skot hvenær sem er og það gerðu Pavel og Helgi Már. Þetta voru risastór skot undir lokin. Vá, hvað þetta er sætt,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, stórskytta KR-liðið, sem skoraði 13 stig í leiknum.Fimmti titill Brynjars Brynjar Þór er nú búinn að vinna fimm Íslandsmeistaratitla með KR og er á besta aldri. Hann er í besta liði landsins og ekki loku fyrir það skotið að KR-liðið verði áfram í titilbaráttunni næstu árin. Enginn hefur unnið fleiri Íslandsmeistaratitla en Teitur Örlygsson, tíu talsins, en Brynjar er á leiðinni. „Það yrði rosalegt. Þegar maður var að byrja í þessu hugsaði maður hversu skemmtilegt það yrði að vinna tíu eins og Teitur en manni datt ekki í hug það gæti gerst. En nú er aldrei að vita,“ sagði Brynjar Þór við Fréttablaðið. Stólarnir geta gengið sáttir frá borði. Nýliðarnir voru frábærir í vetur en uppskeran rýr þegar horft er á titlana. Enginn bikar vannst, en framtíðin er björt hjá Stólunum sem eru Íslandmeistarar í unglingaflokki. Þar spila strákar eins og Pétur Rúnar, Ingvi Rafn og Viðar sem allir hafa verið í stórum hlutverkum í vetur. Enginn saddur í Vesturbænum Reynsla, breidd og gæði KR-liðsins vó þungt í einvíginu og eiga Íslandsmeistararnir hrós skilið fyrir hvernig þeir létu Síkið ekki hafa of mikil áhrif á sig í gærkvöldi. „Þeir sungu að við ættum enga stuðningsmenn en mér sýnist okkar fólk sem mætti hér í kvöld hafa troðið því ofan í þá,“ sagði Brynjar Þór og horfði á sitt fólk sem faðmaði, kyssti og jafnvel tæklaði leikmenn KR í gólfið til að fá myndir af sér með þeim. Erfitt er að sjá KR-liðið tætast í sundur nema einhverjir fái tækifæri í atvinnumennsku. Í Vesturbænum eru menn langt frá því að vera saddir. „Vonandi vinnum við bara miklu fleiri. Aðalmálið er að halda kjarnanum í liðinu. Það gerðum við núna og því gengur svona vel. Svo er bara að bæta við sig. Næsta mál á dagskrá er að vinna bikarinn líka. Það hefur ekki gengið nógu vel,“ sagði Darri Hilmarsson. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Dempsey: Mér líður ekki nógu vel „Ég er þreyttur. Ég hef ekki verið með í tíu daga. Það er erfitt og ég er bara ekki í formi. En ég gerði það sem ég gat.“ 29. apríl 2015 21:42 Helgi Már tæklaður í viðtali: Við bognum ekki Helgi Már Magnússon fékk áhorfanda ofan á sig í miðju viðtali við Vísi eftir sigurinn á Tindastóli. 29. apríl 2015 21:52 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - KR 81-88 | KR meistari annað árið í röð Íslandsmeistarar KR vörðu titil sinn í Dominos-deild karla í kvöld með sigri á Tindastóli í fjórða leik í Síkinu. 29. apríl 2015 21:00 Israel Martin: Ræði framtíðina síðar Þjálfari Tindastóls var stoltur af sínu liði og hrósaði sterkri liðsheild sinna manna sérstaklega. 29. apríl 2015 22:11 Finnur Freyr: Höfum verið með skotmark á bakinu í tvö ár "Léttir? Þetta er bara sigur. Sigur heildarinnar,“ sagði ákveðinn og sigurreifur Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, í kvöld. 29. apríl 2015 21:33 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
„Það er skemmtilegast að vinna titilinn á heimavelli, en þetta var alveg frábært enda magnaður leikur,“ sagði Helgi Már Magnússon, leikmaður KR, við Fréttablaðið eftir að KR-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta með 88-81 sigri á Tindastóli í fjórða leik liðanna í Síkinu í gærkvöldi. Það var við hæfi að sjálf Fjallkonan skyldi afhenda dómurunum boltann fyrir leik því sannkölluð hátíðarstemning var í Síkinu í gær. Þar var slegist um hvert sæti og stemningin algjörlega rafmögnuð. Svo virtist sem KR-ingar ætluðu að sökkva í Síkinu eins og svo mörg önnur lið í vetur þegar Tindastóll byrjaði seinni hálfleikinn með 10-0 spretti og komst níu stigum yfir, 49-40. Þar virtist allt á móti KR og allt féll með Stólunum. Allt stefndi í oddaleik á laugardaginn.Pavel fór á kostum í seinni KR-liðið var þó ekki á þeim buxunum. Reynslan og sigurhefðin vó þungt, en Pavel Ermolinskij, sem skoraði átta stig að meðaltali í fyrstu þremur leikjunum, fór á kostum í seinni hálfleik og skoraði í heildina 21 stig auk þess sem hann tók átta fráköst. „Ég treysti öllum félögum mínum til að taka stór skot hvenær sem er og það gerðu Pavel og Helgi Már. Þetta voru risastór skot undir lokin. Vá, hvað þetta er sætt,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, stórskytta KR-liðið, sem skoraði 13 stig í leiknum.Fimmti titill Brynjars Brynjar Þór er nú búinn að vinna fimm Íslandsmeistaratitla með KR og er á besta aldri. Hann er í besta liði landsins og ekki loku fyrir það skotið að KR-liðið verði áfram í titilbaráttunni næstu árin. Enginn hefur unnið fleiri Íslandsmeistaratitla en Teitur Örlygsson, tíu talsins, en Brynjar er á leiðinni. „Það yrði rosalegt. Þegar maður var að byrja í þessu hugsaði maður hversu skemmtilegt það yrði að vinna tíu eins og Teitur en manni datt ekki í hug það gæti gerst. En nú er aldrei að vita,“ sagði Brynjar Þór við Fréttablaðið. Stólarnir geta gengið sáttir frá borði. Nýliðarnir voru frábærir í vetur en uppskeran rýr þegar horft er á titlana. Enginn bikar vannst, en framtíðin er björt hjá Stólunum sem eru Íslandmeistarar í unglingaflokki. Þar spila strákar eins og Pétur Rúnar, Ingvi Rafn og Viðar sem allir hafa verið í stórum hlutverkum í vetur. Enginn saddur í Vesturbænum Reynsla, breidd og gæði KR-liðsins vó þungt í einvíginu og eiga Íslandsmeistararnir hrós skilið fyrir hvernig þeir létu Síkið ekki hafa of mikil áhrif á sig í gærkvöldi. „Þeir sungu að við ættum enga stuðningsmenn en mér sýnist okkar fólk sem mætti hér í kvöld hafa troðið því ofan í þá,“ sagði Brynjar Þór og horfði á sitt fólk sem faðmaði, kyssti og jafnvel tæklaði leikmenn KR í gólfið til að fá myndir af sér með þeim. Erfitt er að sjá KR-liðið tætast í sundur nema einhverjir fái tækifæri í atvinnumennsku. Í Vesturbænum eru menn langt frá því að vera saddir. „Vonandi vinnum við bara miklu fleiri. Aðalmálið er að halda kjarnanum í liðinu. Það gerðum við núna og því gengur svona vel. Svo er bara að bæta við sig. Næsta mál á dagskrá er að vinna bikarinn líka. Það hefur ekki gengið nógu vel,“ sagði Darri Hilmarsson.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Dempsey: Mér líður ekki nógu vel „Ég er þreyttur. Ég hef ekki verið með í tíu daga. Það er erfitt og ég er bara ekki í formi. En ég gerði það sem ég gat.“ 29. apríl 2015 21:42 Helgi Már tæklaður í viðtali: Við bognum ekki Helgi Már Magnússon fékk áhorfanda ofan á sig í miðju viðtali við Vísi eftir sigurinn á Tindastóli. 29. apríl 2015 21:52 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - KR 81-88 | KR meistari annað árið í röð Íslandsmeistarar KR vörðu titil sinn í Dominos-deild karla í kvöld með sigri á Tindastóli í fjórða leik í Síkinu. 29. apríl 2015 21:00 Israel Martin: Ræði framtíðina síðar Þjálfari Tindastóls var stoltur af sínu liði og hrósaði sterkri liðsheild sinna manna sérstaklega. 29. apríl 2015 22:11 Finnur Freyr: Höfum verið með skotmark á bakinu í tvö ár "Léttir? Þetta er bara sigur. Sigur heildarinnar,“ sagði ákveðinn og sigurreifur Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, í kvöld. 29. apríl 2015 21:33 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
Dempsey: Mér líður ekki nógu vel „Ég er þreyttur. Ég hef ekki verið með í tíu daga. Það er erfitt og ég er bara ekki í formi. En ég gerði það sem ég gat.“ 29. apríl 2015 21:42
Helgi Már tæklaður í viðtali: Við bognum ekki Helgi Már Magnússon fékk áhorfanda ofan á sig í miðju viðtali við Vísi eftir sigurinn á Tindastóli. 29. apríl 2015 21:52
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - KR 81-88 | KR meistari annað árið í röð Íslandsmeistarar KR vörðu titil sinn í Dominos-deild karla í kvöld með sigri á Tindastóli í fjórða leik í Síkinu. 29. apríl 2015 21:00
Israel Martin: Ræði framtíðina síðar Þjálfari Tindastóls var stoltur af sínu liði og hrósaði sterkri liðsheild sinna manna sérstaklega. 29. apríl 2015 22:11
Finnur Freyr: Höfum verið með skotmark á bakinu í tvö ár "Léttir? Þetta er bara sigur. Sigur heildarinnar,“ sagði ákveðinn og sigurreifur Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, í kvöld. 29. apríl 2015 21:33