Forseti þingsins telur ekki ástæðu til að meta hæfi Páls sveinn arnarsson skrifar 4. maí 2015 08:45 Frumvarp sjávarútvegsráðherra um stjórnun veiða á makríl er nú í meðförum atvinnuveganefndar. Miklir hagsmunir eru undir enda hafa makrílveiðar skilað hundruðum milljarða í gjaldeyristekjur. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, sér ekki ástæðu til að meta hæfi Páls Jóhanns Pálssonar. Nýtt frumvarp sjávarútvegsráðherra um kvótasetningu veiða á makríl sem gengur inn í lögsögu Íslands gerir ráð fyrir að fyrirtæki í eigu eiginkonu Páls Jóhanns, sem áður var í eigu þingmannsins, fái makrílkvóta að verðmæti tuga milljóna króna í sinn hlut. „Mér finnst ekki tímabært að skoða hæfi þingmannsins. Hann hefur sjálfur gefið það út að hann muni ekki greiða atkvæði um frumvarpið. Þingmenn vinna oft og tíðum að frumvörpum sem hafa áhrif á persónulega hagi þeirra, svo sem um skatta og uppbyggingu á sínum heimasvæðum. Enda gilda ekki sömu hæfisreglur um þingmenn og aðra embættismenn í stjórnsýslunni,“ segir Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis. Fyrirtækið Marver ehf., sem er að fullu í eigu eiginkonu Páls Jóhanns, fær úthlutað um 80 tonna kvóta ef frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar nær fram að ganga. Handfærabátur í eigu útgerðarinnar, Daðey GK, veiddi á síðasta ári um 170 tonn af makríl og hefur því veiðireynslu af makríl.Oddný HarðardóttirFrumvarpið er nú í meðförum atvinnuveganefndar og situr Páll Jóhann í nefndinni. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir það að þingmaðurinn skuli ekki sjálfur stíga til hliðar í þessari umræðu. „Mér fyndist hann eiga að íhuga að segja sig frá umræðum í nefndinni. Það væri skynsamlegt af honum að gera það þótt ströng lagatúlkun segi að hann sé ekki vanhæfur. Þetta er spurning um hans eigin trúverðugleika sem og trúverðugleika Framsóknarflokksins.“ Oddný gagnrýnir einnig hvernig frumvarpið veiti útgerðum aðgang að auðlindinni á silfurfati og vill að þjóðin fái meira fyrir þessa auðlind. „Með frumvarpinu er stigið stórt skref í átt til einkavæðingar auðlindar þjóðarinnar. Þarna er verið að gefa útgerðum kvóta til mjög langs tíma og afar erfitt verður fyrir sitjandi stjórnvöld að segja upp þessum samningum. Fyrir mína parta er óásættanlegt að setja svona frumvarp á dagskrá með auðlindir þjóðarinnar á meðan við höfum ekki fest í sessi auðlindaákvæði í stjórnarskrá.“ Alþingi Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, sér ekki ástæðu til að meta hæfi Páls Jóhanns Pálssonar. Nýtt frumvarp sjávarútvegsráðherra um kvótasetningu veiða á makríl sem gengur inn í lögsögu Íslands gerir ráð fyrir að fyrirtæki í eigu eiginkonu Páls Jóhanns, sem áður var í eigu þingmannsins, fái makrílkvóta að verðmæti tuga milljóna króna í sinn hlut. „Mér finnst ekki tímabært að skoða hæfi þingmannsins. Hann hefur sjálfur gefið það út að hann muni ekki greiða atkvæði um frumvarpið. Þingmenn vinna oft og tíðum að frumvörpum sem hafa áhrif á persónulega hagi þeirra, svo sem um skatta og uppbyggingu á sínum heimasvæðum. Enda gilda ekki sömu hæfisreglur um þingmenn og aðra embættismenn í stjórnsýslunni,“ segir Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis. Fyrirtækið Marver ehf., sem er að fullu í eigu eiginkonu Páls Jóhanns, fær úthlutað um 80 tonna kvóta ef frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar nær fram að ganga. Handfærabátur í eigu útgerðarinnar, Daðey GK, veiddi á síðasta ári um 170 tonn af makríl og hefur því veiðireynslu af makríl.Oddný HarðardóttirFrumvarpið er nú í meðförum atvinnuveganefndar og situr Páll Jóhann í nefndinni. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir það að þingmaðurinn skuli ekki sjálfur stíga til hliðar í þessari umræðu. „Mér fyndist hann eiga að íhuga að segja sig frá umræðum í nefndinni. Það væri skynsamlegt af honum að gera það þótt ströng lagatúlkun segi að hann sé ekki vanhæfur. Þetta er spurning um hans eigin trúverðugleika sem og trúverðugleika Framsóknarflokksins.“ Oddný gagnrýnir einnig hvernig frumvarpið veiti útgerðum aðgang að auðlindinni á silfurfati og vill að þjóðin fái meira fyrir þessa auðlind. „Með frumvarpinu er stigið stórt skref í átt til einkavæðingar auðlindar þjóðarinnar. Þarna er verið að gefa útgerðum kvóta til mjög langs tíma og afar erfitt verður fyrir sitjandi stjórnvöld að segja upp þessum samningum. Fyrir mína parta er óásættanlegt að setja svona frumvarp á dagskrá með auðlindir þjóðarinnar á meðan við höfum ekki fest í sessi auðlindaákvæði í stjórnarskrá.“
Alþingi Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Sjá meira