„Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Agnar Már Másson skrifar 9. júlí 2025 17:47 „Þetta er orkufyrirtæki sem við þjóðin eigum öll,“ segir Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, „þannig að tapið er alltaf samfélagslegt fyrir okkur öll.“ Magnús Hlynur Hreiðarsson Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps segir augljóst að leyfi fyrir Hvammsvirkjun fáist þegar sótt verður um það aftur. Hæstiréttur hafnaði Hvammsvirkjun í dag en dómurinn byggði á lögum sem nú hefur verið breytt. Hæstiréttur staðfesti í dag ógildingu virkjunarleyfis fyrir Hvammsvirkjun en undirbúningsframkvæmdir vegna virkjunarinnar eru þegar komnar langt á veg. Leyfi Umhverfisstofnunar til breytinga á vatnshlotinu Þjórsá var ógilt þar sem Hæstiréttur taldi að samkvæmt þágildandi lögum nr. 36/2011 væri ekki heimilt að breyta vatnshloti vegna framkvæmda við vatnsaflsvirkjanir. Virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hammsvirkjunar var einnig ógilt, þar sem það byggðist á fyrrgreindri heimild Umhverfisstofnunar. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra, sagði niðurstöðuna slæmar fréttir en góðu fréttirnar væru þær að lögunum hafi verið breytt. Það verði því sótt um nýtt leyfi á grundvelli nýrra laga sem samþykkt voru í síðasta mánuði. Forstjóri Landsvirkjunar sagði dóminn vonbrigði en að virkjunin væri ekki út úr myndinni. „Líklega sjáum við fyrir endann á málinu núna,“ segir Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir skýrt í dómnum að málið falli einfaldlega á formgalla í löggjöf sem sé ekki lengur til staðar. „Þannig að það er ekki að sakast við okkur í sveitarfélaginu eða Landsvirkjun. Það er Alþingi sem setur lögin og þetta fellur á því,“ bætir Halldór við. En nú þegar lagabreytingar eru gengnar í gegn telur hann líklegt að virkjanaleyfi verði nú réttilega samþykkt. „Miðað við lögin eins og þau eru í dag er augljóst að í næstu umferð fara hlutirnir í gegn. En þessi óvissa og þessar tafir, þetta er ekkert skemmtilegt,“ bætir hann við og segir tekjutjón vegna seinkana vera gríðarlegt. „Þetta er orkufyrirtæki sem við þjóðin eigum öll þannig að tapið er alltaf samfélagslegt fyrir okkur öll.“ Deilur um Hvammsvirkjun Umhverfismál Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Dómsmál Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag ógildingu virkjunarleyfis fyrir Hvammsvirkjun en undirbúningsframkvæmdir vegna virkjunarinnar eru þegar komnar langt á veg. Leyfi Umhverfisstofnunar til breytinga á vatnshlotinu Þjórsá var ógilt þar sem Hæstiréttur taldi að samkvæmt þágildandi lögum nr. 36/2011 væri ekki heimilt að breyta vatnshloti vegna framkvæmda við vatnsaflsvirkjanir. Virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hammsvirkjunar var einnig ógilt, þar sem það byggðist á fyrrgreindri heimild Umhverfisstofnunar. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra, sagði niðurstöðuna slæmar fréttir en góðu fréttirnar væru þær að lögunum hafi verið breytt. Það verði því sótt um nýtt leyfi á grundvelli nýrra laga sem samþykkt voru í síðasta mánuði. Forstjóri Landsvirkjunar sagði dóminn vonbrigði en að virkjunin væri ekki út úr myndinni. „Líklega sjáum við fyrir endann á málinu núna,“ segir Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir skýrt í dómnum að málið falli einfaldlega á formgalla í löggjöf sem sé ekki lengur til staðar. „Þannig að það er ekki að sakast við okkur í sveitarfélaginu eða Landsvirkjun. Það er Alþingi sem setur lögin og þetta fellur á því,“ bætir Halldór við. En nú þegar lagabreytingar eru gengnar í gegn telur hann líklegt að virkjanaleyfi verði nú réttilega samþykkt. „Miðað við lögin eins og þau eru í dag er augljóst að í næstu umferð fara hlutirnir í gegn. En þessi óvissa og þessar tafir, þetta er ekkert skemmtilegt,“ bætir hann við og segir tekjutjón vegna seinkana vera gríðarlegt. „Þetta er orkufyrirtæki sem við þjóðin eigum öll þannig að tapið er alltaf samfélagslegt fyrir okkur öll.“
Deilur um Hvammsvirkjun Umhverfismál Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Dómsmál Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Sjá meira