Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Agnar Már Másson skrifar 9. júlí 2025 22:04 Donald Trump Bandaríkjaforseti. Getty/Tasos Katopodis Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að leggja 50 prósenta tolla á vörur framleiddar í Brasilíu, meðal annars vegna „nornaveiða“ á fyrrverandi forseta Brasilíu. Hann tilkynnir áformin í tollabréfi sem hann deilir á samfélagsmiðlum, en í færslunni sakaði han stjórnvöld í Brasilíu um „árásir“ á bandarísk tæknifyrirtæki og sögðu stjórnvöld þar standa fyrir „nornaveiðum“ gegn fyrrverandi forsetanum Jair Bolsonaro, sem er bandamaður Trumps of bendlaður við öfga hægrið. Bolsonaro á yfir höfði sér ákæru fyrir meinta tilraun til að snúa við úrslitum kosninga árið 2022 — ekki ólíkt Trump, sem var ákærður fyrir tilraun til að hnekkja úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2020, en eins og frægt er var sú ákæra látin niður falla þegar hann steig aftur fæti inn í Hvíta húsið. Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu.AP/Luis Nova Trump hafði þegar átt í orðaskiptum við Luiz Inácio Lula da Silva Brasilíuforseta vegna réttarhalda yfir Bolsonaro fyrr í vikunni. Lula sagði að Brasilía myndi ekki samþykkja „afskipti“ frá neinum og bætti við: „Enginn er hafinn yfir lög.“ Trump hefur sent 22 bréf til landa um allan heim í þessari viku, þar á meðal vinaþjóða eins og Japans, Suður-Kóreu og Srí Lanka, þar sem hann lýsir yfir nýjum tollum á vörur þeirra sem taka gildi 1. ágúst, rétt tollar á Evrópusambandið sem hefðu tekið gildi í dag hefði Trump ekki frestað þeim aftur. Þessar tollayfirlýsingar hafa að mestu þjónað þeim tilgangi að endurvekja áætlanir sem Trump lagði fram í apríl en voru síðan settar á ís eftir að fjármálamarkaðir brugðust illa við og viðræður hófust milli Bandaríkjanna og 90 annarra þjóða um að draga úr tollunum. Skilaboðin til Brasilíu eru þó mun hvassari þar sem Trump hótar verulegri hækkun á tollunum sem hafa hingað til staðið í 10 prósentum, eins og á Íslandi. Donald Trump Brasilía Bandaríkin Skattar og tollar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Fleiri fréttir „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sjá meira
Hann tilkynnir áformin í tollabréfi sem hann deilir á samfélagsmiðlum, en í færslunni sakaði han stjórnvöld í Brasilíu um „árásir“ á bandarísk tæknifyrirtæki og sögðu stjórnvöld þar standa fyrir „nornaveiðum“ gegn fyrrverandi forsetanum Jair Bolsonaro, sem er bandamaður Trumps of bendlaður við öfga hægrið. Bolsonaro á yfir höfði sér ákæru fyrir meinta tilraun til að snúa við úrslitum kosninga árið 2022 — ekki ólíkt Trump, sem var ákærður fyrir tilraun til að hnekkja úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2020, en eins og frægt er var sú ákæra látin niður falla þegar hann steig aftur fæti inn í Hvíta húsið. Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu.AP/Luis Nova Trump hafði þegar átt í orðaskiptum við Luiz Inácio Lula da Silva Brasilíuforseta vegna réttarhalda yfir Bolsonaro fyrr í vikunni. Lula sagði að Brasilía myndi ekki samþykkja „afskipti“ frá neinum og bætti við: „Enginn er hafinn yfir lög.“ Trump hefur sent 22 bréf til landa um allan heim í þessari viku, þar á meðal vinaþjóða eins og Japans, Suður-Kóreu og Srí Lanka, þar sem hann lýsir yfir nýjum tollum á vörur þeirra sem taka gildi 1. ágúst, rétt tollar á Evrópusambandið sem hefðu tekið gildi í dag hefði Trump ekki frestað þeim aftur. Þessar tollayfirlýsingar hafa að mestu þjónað þeim tilgangi að endurvekja áætlanir sem Trump lagði fram í apríl en voru síðan settar á ís eftir að fjármálamarkaðir brugðust illa við og viðræður hófust milli Bandaríkjanna og 90 annarra þjóða um að draga úr tollunum. Skilaboðin til Brasilíu eru þó mun hvassari þar sem Trump hótar verulegri hækkun á tollunum sem hafa hingað til staðið í 10 prósentum, eins og á Íslandi.
Donald Trump Brasilía Bandaríkin Skattar og tollar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Fleiri fréttir „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sjá meira