Píratar geta þetta Stjórnarmaðurinn skrifar 6. maí 2015 07:00 Óhætt er að segja að hið pólitíska landslag á Íslandi sé áhugavert. Píratar mælast með þriðjungsfylgi í könnunum, á meðan rótgrónu flokkarnir, þá sérstaklega Framsókn og Samfylking, eiga í vök að verjast. Sjálfstæðismenn geta svo varla verið ánægðir með fylgi sem daðrar við tuttugu prósentin. Ekki er auðvelt benda á eina ástæðu fyrir fylgisaukningu Pírata. Auðvitað spila margir hlutir inn í – slæm frammistaða stjórnarflokkanna, lík Ögmundar og Steingríms í VG-lestinni, laskaður formaður hjá Samfylkingu, og grímulaus popúlismi Framsóknar. Eitt er þó sem stjórnarmaðurinn hefur tekið eftir í fari Pírata, þá helst Helga Hrafns Gunnarssonar, talsmanns þeirra. Þeir nálgast bæði pólitíska kollega (ekki andstæðinga) og viðfangsefnin af auðmýkt og virðingu. Þetta er sú nálgun sem oftast er líkleg til árangurs á öðrum sviðum mannlífsins, hvort sem er í mannlegum samskiptum eða viðskiptum. Af hverju ættu önnur lögmál að gilda í pólitík? Helgi erlíkur Jóni Gnarr að þessu leyti. Kannski eru þeir eftir allt saman klækjastjórnmálamenn. Þeir skynja tíðarandann og vita að besservisserapólitíkusar sem tala meira og gera minna eru löngu dottnir úr tísku. Sá maður er heldur ekki til sem veit allt um allt. Þá er betra að svara heiðarlega, segjast ekki vita nóg og lofa að skoða málið. Stjórnarmaðurinn er ekki hrifinn af öllu sem Píratar hafa fram að færa. Þá sérstaklega afstöðu þeirra í höfundarréttarmálum, sem myndi grafa undan góðum fyrirtækjum í landinu og skilja listamenn eftir á berangri. Höfundarrétturinn er eignarréttur, og hann ber að vernda með sambærilegum hætti og eignarrétt á t.d. fasteign. Píratar eiga hins vegar skilið að vera á þeim stað sem þeir eru nú. Það er málflutningar þeirra sem hefur fleytt þeim þangað. Nú eru Píratar í þeirri stöðu að verða skotmark atvinnupólitíkusa. Þær raddir munu heyrast að óráðlegt sé að treysta óvönu fólki fyrir stjórn landsins. Slíkt muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir efnahag ríkis og þegna. Þetta eru gamalkunnug rök sem Jóni Gnarr tókst að afsanna. Með sama hætti var talið að samsteypustjórnir í Bretlandi væru ávísun á efnahagslegar hamfarir og pólitískt fárviðri. Það afsannaðist árið 2010 þegar frjálslyndir og íhaldsmenn tóku saman. Markaðirnir bærðust vart við tíðindin og við tók ríkisstjórn sem hefur tekist að gera breska hagkerfið að fyrirmynd annarra í Evrópu undanfarin ár. Píratar geta þetta alveg. Á næstu mánuðum kemur í ljós hvort þeir eiga tækifærið skilið.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Óhætt er að segja að hið pólitíska landslag á Íslandi sé áhugavert. Píratar mælast með þriðjungsfylgi í könnunum, á meðan rótgrónu flokkarnir, þá sérstaklega Framsókn og Samfylking, eiga í vök að verjast. Sjálfstæðismenn geta svo varla verið ánægðir með fylgi sem daðrar við tuttugu prósentin. Ekki er auðvelt benda á eina ástæðu fyrir fylgisaukningu Pírata. Auðvitað spila margir hlutir inn í – slæm frammistaða stjórnarflokkanna, lík Ögmundar og Steingríms í VG-lestinni, laskaður formaður hjá Samfylkingu, og grímulaus popúlismi Framsóknar. Eitt er þó sem stjórnarmaðurinn hefur tekið eftir í fari Pírata, þá helst Helga Hrafns Gunnarssonar, talsmanns þeirra. Þeir nálgast bæði pólitíska kollega (ekki andstæðinga) og viðfangsefnin af auðmýkt og virðingu. Þetta er sú nálgun sem oftast er líkleg til árangurs á öðrum sviðum mannlífsins, hvort sem er í mannlegum samskiptum eða viðskiptum. Af hverju ættu önnur lögmál að gilda í pólitík? Helgi erlíkur Jóni Gnarr að þessu leyti. Kannski eru þeir eftir allt saman klækjastjórnmálamenn. Þeir skynja tíðarandann og vita að besservisserapólitíkusar sem tala meira og gera minna eru löngu dottnir úr tísku. Sá maður er heldur ekki til sem veit allt um allt. Þá er betra að svara heiðarlega, segjast ekki vita nóg og lofa að skoða málið. Stjórnarmaðurinn er ekki hrifinn af öllu sem Píratar hafa fram að færa. Þá sérstaklega afstöðu þeirra í höfundarréttarmálum, sem myndi grafa undan góðum fyrirtækjum í landinu og skilja listamenn eftir á berangri. Höfundarrétturinn er eignarréttur, og hann ber að vernda með sambærilegum hætti og eignarrétt á t.d. fasteign. Píratar eiga hins vegar skilið að vera á þeim stað sem þeir eru nú. Það er málflutningar þeirra sem hefur fleytt þeim þangað. Nú eru Píratar í þeirri stöðu að verða skotmark atvinnupólitíkusa. Þær raddir munu heyrast að óráðlegt sé að treysta óvönu fólki fyrir stjórn landsins. Slíkt muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir efnahag ríkis og þegna. Þetta eru gamalkunnug rök sem Jóni Gnarr tókst að afsanna. Með sama hætti var talið að samsteypustjórnir í Bretlandi væru ávísun á efnahagslegar hamfarir og pólitískt fárviðri. Það afsannaðist árið 2010 þegar frjálslyndir og íhaldsmenn tóku saman. Markaðirnir bærðust vart við tíðindin og við tók ríkisstjórn sem hefur tekist að gera breska hagkerfið að fyrirmynd annarra í Evrópu undanfarin ár. Píratar geta þetta alveg. Á næstu mánuðum kemur í ljós hvort þeir eiga tækifærið skilið.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira