Grunnlífeyrir í grannlöndunum margfalt hærri Björgvin Guðmundsson skrifar 7. maí 2015 07:00 Þegar lögin um almannatryggingar voru sett árið 1946, var svokölluð nýsköpunarstjórn við völd í landinu. Þrír flokkar mynduðu þá stjórn: Alþýðuflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Sósíalistaflokkur. Ríkisstjórnin lýsti því yfir, að almannnatryggingar á Íslandi ættu að vera í fremstu röð slíkra trygginga í Norður-Evrópu. Og allir á Íslandi ættu að njóta þessara trygginga óháð stétt og efnahag. Almannatryggingarnar fóru vel af stað. Í byrjun voru þær eins og slíkar tryggingar gerðust bestar í grannlöndum okkar. En í dag rekum við lestina. Almannatryggingarnar hjá öllum hinum norrænu ríkjunum greiða sínum eldri borgurum mun hærri lífeyri en við gerum.Stjórnmálamenn bera sökina Hvað hefur gerst? Hvernig má það vera, að Ísland standi hinum norrænu ríkjunum langt að baki í þessu efni? Að sjálfsögðu bera stjórnmálamenn hér stærstu sökina. Þeir hafa ekki staðið sig í því að gæta þess, að lífeyrir almannatrygginga hækkaði nægilega mikið til þess að tryggja öldruðum og öryrkjum sómasamlegan lífeyri. Og ekki nóg með það heldur hafa þeir einnig tekið upp skerðingu á lífeyri almannatrygginga til aldraðra vegna greiðslna til þeirra úr lífeyrissjóðum. Það verður að stöðva þá skerðingu strax. Þessi skerðing er blettur á almannatryggingunum. Hún hefur valdið svo mikilli óánægju, að kerfið er í hættu. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var gert ráð fyrir því, að þeir yrðu viðbót við almannatryggingarnar. Það var aldrei reiknað með því, að lífeyrissjóðirnir mundu valda skerðingu á lífeyri aldraðra frá almannatryggingum.Lífeyrir miklu hærri í grannlöndunum Á Íslandi er grunnlífeyrir eldri borgara 36 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt. Í Svíþjóð er grunnlífeyrir (garantipension) 124 þúsund krónur á mánuði, í Noregi 125 þúsund krónur á mánuði, í Danmörku 118 þúsund, í Finnlandi er þessi lífeyrir (basic state pension) 95 þúsund og í Bretlandi er grunnlífeyrir (state pension) 129 þúsund kr. Í Noregi er viðbótarlífeyrir (særtillegg) 125 þúsund krónur á mánuði eins og grunnlífeyririnn. Í Danmörku er viðbótarlífeyrir (tillæg) til eldri borgara alls 123 þúsund krónur á mánuði. Viðbótarlífeyrir er greiddur þeim, sem hafa litlar eða engar aðrar tekjur frá almannatryggingum. Hér að framan er í öllum tilvikum átt við einstaklinga. Grunnlífeyrir aldraðra í grannlöndum okkar er í mörgum tilvikum 3,5 sinnum hærri en grunnlífeyrir hér. Það er greinilega eitthvað að kerfinu hérna. Ef litið er á heildarupphæð lífeyris einhleypra aldraðra frá almannatryggingum í Noregi kemur í ljós, að hún er allt að 385 þúsund kr. á mánuði fyrir skatt miðað við 225 þúsund kr. hér. Lífeyrir aldraðra er því miklu hærri í Noregi en hér.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Þegar lögin um almannatryggingar voru sett árið 1946, var svokölluð nýsköpunarstjórn við völd í landinu. Þrír flokkar mynduðu þá stjórn: Alþýðuflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Sósíalistaflokkur. Ríkisstjórnin lýsti því yfir, að almannnatryggingar á Íslandi ættu að vera í fremstu röð slíkra trygginga í Norður-Evrópu. Og allir á Íslandi ættu að njóta þessara trygginga óháð stétt og efnahag. Almannatryggingarnar fóru vel af stað. Í byrjun voru þær eins og slíkar tryggingar gerðust bestar í grannlöndum okkar. En í dag rekum við lestina. Almannatryggingarnar hjá öllum hinum norrænu ríkjunum greiða sínum eldri borgurum mun hærri lífeyri en við gerum.Stjórnmálamenn bera sökina Hvað hefur gerst? Hvernig má það vera, að Ísland standi hinum norrænu ríkjunum langt að baki í þessu efni? Að sjálfsögðu bera stjórnmálamenn hér stærstu sökina. Þeir hafa ekki staðið sig í því að gæta þess, að lífeyrir almannatrygginga hækkaði nægilega mikið til þess að tryggja öldruðum og öryrkjum sómasamlegan lífeyri. Og ekki nóg með það heldur hafa þeir einnig tekið upp skerðingu á lífeyri almannatrygginga til aldraðra vegna greiðslna til þeirra úr lífeyrissjóðum. Það verður að stöðva þá skerðingu strax. Þessi skerðing er blettur á almannatryggingunum. Hún hefur valdið svo mikilli óánægju, að kerfið er í hættu. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var gert ráð fyrir því, að þeir yrðu viðbót við almannatryggingarnar. Það var aldrei reiknað með því, að lífeyrissjóðirnir mundu valda skerðingu á lífeyri aldraðra frá almannatryggingum.Lífeyrir miklu hærri í grannlöndunum Á Íslandi er grunnlífeyrir eldri borgara 36 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt. Í Svíþjóð er grunnlífeyrir (garantipension) 124 þúsund krónur á mánuði, í Noregi 125 þúsund krónur á mánuði, í Danmörku 118 þúsund, í Finnlandi er þessi lífeyrir (basic state pension) 95 þúsund og í Bretlandi er grunnlífeyrir (state pension) 129 þúsund kr. Í Noregi er viðbótarlífeyrir (særtillegg) 125 þúsund krónur á mánuði eins og grunnlífeyririnn. Í Danmörku er viðbótarlífeyrir (tillæg) til eldri borgara alls 123 þúsund krónur á mánuði. Viðbótarlífeyrir er greiddur þeim, sem hafa litlar eða engar aðrar tekjur frá almannatryggingum. Hér að framan er í öllum tilvikum átt við einstaklinga. Grunnlífeyrir aldraðra í grannlöndum okkar er í mörgum tilvikum 3,5 sinnum hærri en grunnlífeyrir hér. Það er greinilega eitthvað að kerfinu hérna. Ef litið er á heildarupphæð lífeyris einhleypra aldraðra frá almannatryggingum í Noregi kemur í ljós, að hún er allt að 385 þúsund kr. á mánuði fyrir skatt miðað við 225 þúsund kr. hér. Lífeyrir aldraðra er því miklu hærri í Noregi en hér.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun