Um Suðurnesjalínu 2 Margrét Guðnadóttir skrifar 7. maí 2015 07:00 Íbúar og landeigendur á Vatnsleysuströnd hafa árum saman barist gegn því að Landsnet hf. leggi um sveitarfélagið okkar, sem nú heitir Sveitarfélagið Vogar (Sv. Vogar) 17,5 km langt og allt að 30 metra hátt loftlínubákn þ.e. þann part af Suðurnesjalínu 2 sem Landsnet hf. ætlar að leggja milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar. Bæjarstjórn Sv. Voga samþykkti fyrir mörgum árum, í sátt við íbúana og að marg yfirlýstum vilja meirihluta þeirra, að allar nýjar raflínur skyldu lagðar í jörð. Gildandi aðalskipulagi Sv. Voga kveður því á um að nýjar raflínur verði jarðstrengir. Þetta ætlar Landsnet ekki að gera, þó að það geti ekki lengur skotið sér á bak við sinn ýkta verðmun á jarðstrengjum og loftlínum sem forsvarsmenn fyrirtækisins notuðu óspart við undirbúning verksins. Þær ýkjur komst Landsnet hf. upp með, án þess að leggja fyrir eftirlitsaðila reiknaðan samanburð á þessum kostnaðarmun. Verkið er ekki hafið, en Landsnet hf. situr við sinn keip og ætlar eftir sem áður að reisa loftlínubáknið eins og til stóð fyrir 10 árum, og valda þar með eins miklum umhverfisskaða og mögulegt er. Í fyrsta áfanga verksins ætlar Landsnet hf. að reisa yfir 50 möstur á þessum 17,5 km sem liggja um Sv. Voga. Síðan eiga jafnmörg möstur að rísa í 2. áfanga þegar „gamla línan“, sem er reyndar aðeins 24 ára, verður lögð niður og reist annað loftlínubákn jafnstórt hinu fyrra. Þetta tvöfalda loftlínubákn á að reisa rétt ofan við Reykjanesbrautina. Það á að verða fyrsta sýn ferðamanna sem flykkjast hingað fljúgandi til að skoða ósnortna íslenska náttúru og hafa haft gaman af að byrja þá skoðun á sérkennilegu útsýni af Reykjanesbrautinni á leiðinni til Reykjavíkur. Úreltar framkvæmdir Framkvæmdir Landsnets hf. eiga að byrja með því að lagður verður vegur, áætlaður 27-89 metra langur og 6 metra breiður, að hverju masturstæði svo hægt sé að flytja efnið í mastrið þangað sem það á að rísa. Næst þarf að grafa eða sprengja margra metra djúpar holur og hella í þær steypu í undirstöður undir mastrið, svo að það fjúki ekki burt. Í fyrsta áfanga ætlar Landsnet hf. að reisa 8 slík möstur í landi Hvassahrauns, sem er næsti bær við Hafnarfjarðarlandið, og 10 möstur í Vatnsleysulandinu, sem er næsti bær sunnan við Hvassahraun. Þar er reyndar eitt fallegasta byggingaland fyrir mannabústaði sunnan við Hafnarfjarðarmörkin. Í suðurenda sveitarfélagsins, í Vogum, hefur byggð stækkað ört á seinni árum og fólki fjölgað. Þar þóknast Landsneti hf. að ákveða að línustæði fyrir Suðurnesjalínu 2 skuli liggja yfir vatnsverndarsvæði, sem búið er að ákveða að nota undir nýtt vatnsból fyrir þennan fjölmennasta hluta Sveitarfélagsins Voga. Í seinni tíð hefur fólk þar oft lent í vandræðum með mengað vatn úr núverandi vatnsbólum sem nauðsynlega þarf að endurnýja. Á milli þessara tveggja enda Sveitarfélagsins Voga liggur Strandarheiðin, grösug og gróin. Hún er mjög fallegt útivistarsvæði hér í miðju þéttbýlinu við Faxaflóann. Á Vatnsleysuströnd hefur verið mannabyggð síðan á landnámsöld. Í heiðinni er mikið af mannvistarleyfum frá liðnum öldum. Þar eru gamlar fjárborgir, seljatóftir, kolagrafir og göngustígar liðinna kynslóða að ógleymdum gjám og gljúfrum, hverum, gígum og móbergsfjöllum með Keili í broddi fylkingar. Af Keili er glæsilegt útsýni sem skömm er að eyðileggja með tveimur óþarfa loftlínum sem auðvelt væri, og ekkert dýrara að leggja í jörð meðfram Reykjanesbrautinni. Þar sem svo vill til að hálfur Keilir er í landi undirritaðrar neita ég að taka þátt í að úreltar framkvæmdir Landsnets hf. verði eina útsýnið af því ágæta fjalli í framtíðinni. Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Suðurnesjalína 2 Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Íbúar og landeigendur á Vatnsleysuströnd hafa árum saman barist gegn því að Landsnet hf. leggi um sveitarfélagið okkar, sem nú heitir Sveitarfélagið Vogar (Sv. Vogar) 17,5 km langt og allt að 30 metra hátt loftlínubákn þ.e. þann part af Suðurnesjalínu 2 sem Landsnet hf. ætlar að leggja milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar. Bæjarstjórn Sv. Voga samþykkti fyrir mörgum árum, í sátt við íbúana og að marg yfirlýstum vilja meirihluta þeirra, að allar nýjar raflínur skyldu lagðar í jörð. Gildandi aðalskipulagi Sv. Voga kveður því á um að nýjar raflínur verði jarðstrengir. Þetta ætlar Landsnet ekki að gera, þó að það geti ekki lengur skotið sér á bak við sinn ýkta verðmun á jarðstrengjum og loftlínum sem forsvarsmenn fyrirtækisins notuðu óspart við undirbúning verksins. Þær ýkjur komst Landsnet hf. upp með, án þess að leggja fyrir eftirlitsaðila reiknaðan samanburð á þessum kostnaðarmun. Verkið er ekki hafið, en Landsnet hf. situr við sinn keip og ætlar eftir sem áður að reisa loftlínubáknið eins og til stóð fyrir 10 árum, og valda þar með eins miklum umhverfisskaða og mögulegt er. Í fyrsta áfanga verksins ætlar Landsnet hf. að reisa yfir 50 möstur á þessum 17,5 km sem liggja um Sv. Voga. Síðan eiga jafnmörg möstur að rísa í 2. áfanga þegar „gamla línan“, sem er reyndar aðeins 24 ára, verður lögð niður og reist annað loftlínubákn jafnstórt hinu fyrra. Þetta tvöfalda loftlínubákn á að reisa rétt ofan við Reykjanesbrautina. Það á að verða fyrsta sýn ferðamanna sem flykkjast hingað fljúgandi til að skoða ósnortna íslenska náttúru og hafa haft gaman af að byrja þá skoðun á sérkennilegu útsýni af Reykjanesbrautinni á leiðinni til Reykjavíkur. Úreltar framkvæmdir Framkvæmdir Landsnets hf. eiga að byrja með því að lagður verður vegur, áætlaður 27-89 metra langur og 6 metra breiður, að hverju masturstæði svo hægt sé að flytja efnið í mastrið þangað sem það á að rísa. Næst þarf að grafa eða sprengja margra metra djúpar holur og hella í þær steypu í undirstöður undir mastrið, svo að það fjúki ekki burt. Í fyrsta áfanga ætlar Landsnet hf. að reisa 8 slík möstur í landi Hvassahrauns, sem er næsti bær við Hafnarfjarðarlandið, og 10 möstur í Vatnsleysulandinu, sem er næsti bær sunnan við Hvassahraun. Þar er reyndar eitt fallegasta byggingaland fyrir mannabústaði sunnan við Hafnarfjarðarmörkin. Í suðurenda sveitarfélagsins, í Vogum, hefur byggð stækkað ört á seinni árum og fólki fjölgað. Þar þóknast Landsneti hf. að ákveða að línustæði fyrir Suðurnesjalínu 2 skuli liggja yfir vatnsverndarsvæði, sem búið er að ákveða að nota undir nýtt vatnsból fyrir þennan fjölmennasta hluta Sveitarfélagsins Voga. Í seinni tíð hefur fólk þar oft lent í vandræðum með mengað vatn úr núverandi vatnsbólum sem nauðsynlega þarf að endurnýja. Á milli þessara tveggja enda Sveitarfélagsins Voga liggur Strandarheiðin, grösug og gróin. Hún er mjög fallegt útivistarsvæði hér í miðju þéttbýlinu við Faxaflóann. Á Vatnsleysuströnd hefur verið mannabyggð síðan á landnámsöld. Í heiðinni er mikið af mannvistarleyfum frá liðnum öldum. Þar eru gamlar fjárborgir, seljatóftir, kolagrafir og göngustígar liðinna kynslóða að ógleymdum gjám og gljúfrum, hverum, gígum og móbergsfjöllum með Keili í broddi fylkingar. Af Keili er glæsilegt útsýni sem skömm er að eyðileggja með tveimur óþarfa loftlínum sem auðvelt væri, og ekkert dýrara að leggja í jörð meðfram Reykjanesbrautinni. Þar sem svo vill til að hálfur Keilir er í landi undirritaðrar neita ég að taka þátt í að úreltar framkvæmdir Landsnets hf. verði eina útsýnið af því ágæta fjalli í framtíðinni. Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun