Til þeirra sem skömmina eiga Jóhanna Marín Jónsdóttir skrifar 14. maí 2015 07:00 Ég ætla að segja ykkur hræðilegt leyndarmál. Ég ákvað í nótt þegar ég lá andvaka að láta til skarar skríða. Létta af mér skömminni. Koma skömminni á réttan stað eins og þegar ég opinberaði það að ég hafði verið beitt kynferðislegu ofbeldi sem barn, af hálfu nágranna míns, þegar umræðan stóð sem hæst um það málefni fyrir nokkrum misserum síðan. Þá öðlaðist ég kjark til að losa mig undan oki áratuga skammar yfir því, sem ég átti enga sök á. Nú finn ég til sömu löngunar gagnvart öðru máli sem hefur hvílt á mér í meira en tvo áratugi og nú ætla ég að nota andrúmsloftið sem er í samfélaginu og létta þessari skömm af mér og koma henni á þann stað sem hún á heima. Þessi djúpstæða skömm sem hefur rænt mig friði og haft áhrif á sjálfsmynd mína og allt mitt líf, er sú að ég hef ekki getað séð mér og börnunum mínum farborða á sómasamlegan hátt, þrátt fyrir að hafa brotist til mennta og trúað því að menntunin myndi skila sér í bættum lífskjörum fyrir mig og fjölskyldu mína. Ég er sem sagt, ein af þessum heimtufreku menntuðu einstaklingum sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þessa lands vill meina að heimti 50-100% launahækkun og komi þannig þjóðfélaginu á hliðina. Sannleikurinn er sá að ef ég vinn 100% vinnu með mína fagmenntun og ofan á hana bætist áratuga starfsreynsla og mikil sérþekking næ ég loksins núna 460.210 kr. í heildarlaun á mánuði. Sem þýðir að ég fæ til ráðstöfunar innan við 280.000 kr. Ég vil taka það fram að ég er með betri laun en margir sem ég þekki og vinna t.d. á Landspítalanum með sambærilega menntun og starfsreynslu. Það helgast af því að það eru misjafnir stofnanasamningar í gangi á hverjum vinnustað fyrir sig. Ég get fullyrt að flestir þeirra sem eru í kjarabaráttu núna, innan raða BHM, eru með á bilinu 350.000-550.000 kr. í heildarlaun fyrir 100% starf. Launatafla okkar núna er frá tæplega 270.000 kr. upp í hæstu laun, sem aðeins einhverjir örfáir toppar geta náð, um 860.000 kr. Það er undantekning að fá þau laun. Ég veit að ég tala fyrir munn margra sem upplifa stöðu sína svipaða minni. Að skammast sín fyrir að eiga ekki fyrir nauðþurftum þrátt fyrir að hafa lagt á sig langt nám og mikla fjárfestingu, þjóðfélaginu öllu til heilla. Ég get fullyrt það að menntun á stóran þátt í því að hér byggjum við friðsælt og umburðarlynt þjóðfélag sem lætur sér enn annt um náungann. Menntun er mjög beitt vopn og misvitrir ráðamenn hræðast það að lýðurinn sé upplýstur og taki afstöðu og láti ekki bjóða sér hvað sem er. Það er skammarlegt að það fólk sem þjóðin kaus yfir sig til að stjórna landinu, skuli leyfa sér að láta það út úr sér að ef við fáum mannsæmandi laun og að menntun sé metin til launa þá ógni það efnahagslegum stöðugleika. Við vitum betur. Það er hagstjórnin sem ekki er í lagi. Nú ríður á að standa þétt saman og láta ekki einhverja pólitíska frasa slá okkur út af laginu. Hér þarf að leiðrétta misrétti sem hefur þróast undanfarin ár og áratugi. Stöndum saman og látum þá eiga skömmina sem hana eiga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Sjá meira
Ég ætla að segja ykkur hræðilegt leyndarmál. Ég ákvað í nótt þegar ég lá andvaka að láta til skarar skríða. Létta af mér skömminni. Koma skömminni á réttan stað eins og þegar ég opinberaði það að ég hafði verið beitt kynferðislegu ofbeldi sem barn, af hálfu nágranna míns, þegar umræðan stóð sem hæst um það málefni fyrir nokkrum misserum síðan. Þá öðlaðist ég kjark til að losa mig undan oki áratuga skammar yfir því, sem ég átti enga sök á. Nú finn ég til sömu löngunar gagnvart öðru máli sem hefur hvílt á mér í meira en tvo áratugi og nú ætla ég að nota andrúmsloftið sem er í samfélaginu og létta þessari skömm af mér og koma henni á þann stað sem hún á heima. Þessi djúpstæða skömm sem hefur rænt mig friði og haft áhrif á sjálfsmynd mína og allt mitt líf, er sú að ég hef ekki getað séð mér og börnunum mínum farborða á sómasamlegan hátt, þrátt fyrir að hafa brotist til mennta og trúað því að menntunin myndi skila sér í bættum lífskjörum fyrir mig og fjölskyldu mína. Ég er sem sagt, ein af þessum heimtufreku menntuðu einstaklingum sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þessa lands vill meina að heimti 50-100% launahækkun og komi þannig þjóðfélaginu á hliðina. Sannleikurinn er sá að ef ég vinn 100% vinnu með mína fagmenntun og ofan á hana bætist áratuga starfsreynsla og mikil sérþekking næ ég loksins núna 460.210 kr. í heildarlaun á mánuði. Sem þýðir að ég fæ til ráðstöfunar innan við 280.000 kr. Ég vil taka það fram að ég er með betri laun en margir sem ég þekki og vinna t.d. á Landspítalanum með sambærilega menntun og starfsreynslu. Það helgast af því að það eru misjafnir stofnanasamningar í gangi á hverjum vinnustað fyrir sig. Ég get fullyrt að flestir þeirra sem eru í kjarabaráttu núna, innan raða BHM, eru með á bilinu 350.000-550.000 kr. í heildarlaun fyrir 100% starf. Launatafla okkar núna er frá tæplega 270.000 kr. upp í hæstu laun, sem aðeins einhverjir örfáir toppar geta náð, um 860.000 kr. Það er undantekning að fá þau laun. Ég veit að ég tala fyrir munn margra sem upplifa stöðu sína svipaða minni. Að skammast sín fyrir að eiga ekki fyrir nauðþurftum þrátt fyrir að hafa lagt á sig langt nám og mikla fjárfestingu, þjóðfélaginu öllu til heilla. Ég get fullyrt það að menntun á stóran þátt í því að hér byggjum við friðsælt og umburðarlynt þjóðfélag sem lætur sér enn annt um náungann. Menntun er mjög beitt vopn og misvitrir ráðamenn hræðast það að lýðurinn sé upplýstur og taki afstöðu og láti ekki bjóða sér hvað sem er. Það er skammarlegt að það fólk sem þjóðin kaus yfir sig til að stjórna landinu, skuli leyfa sér að láta það út úr sér að ef við fáum mannsæmandi laun og að menntun sé metin til launa þá ógni það efnahagslegum stöðugleika. Við vitum betur. Það er hagstjórnin sem ekki er í lagi. Nú ríður á að standa þétt saman og láta ekki einhverja pólitíska frasa slá okkur út af laginu. Hér þarf að leiðrétta misrétti sem hefur þróast undanfarin ár og áratugi. Stöndum saman og látum þá eiga skömmina sem hana eiga.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun