Truflanir á flugi um mánaðamótin: „Eftir því sem óvissan magnast, þeim mun verra“ Garðar Örn Úlfarsson skrifar 19. maí 2015 07:00 Vinnustöðvun í fyrravor setti strik í reikning flugfarþega. Fréttablaðið/GVA „Við höfum ekki orðið vör við það að bókanir hafi dregist saman í kringum þetta tímabil,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, aðspurð um áhrif yfirvofandi allsherjarverkfalls 6. júní næstkomandi.Svanhvít FriðriksdóttirBúast má við því að truflanir verði á flugi strax dagana 31. maí og 1. júní þegar áætlað er að flugafgreiðslufólk verði í verkfalli. Hversu mikil áhrif þessi vinnustöðvun hefur á flugumferð er enn óljóst. Líklegt er að flugfélögin myndu meðal annars bregðast við með því að flýta og seinka flugi sem áætlað er þessa daga til að koma farþegum á áfangastað. Allsherjarverkfallið sem boðað hefur verið laugardaginn 6. júní gæti hins vegar haft meira afgerandi áhrif en fyrrnefnd vinnustöðvun um mánaðamótin. Guðjón ArngrímssonLíkt og Svanhvít hjá WOW air hér að framan segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, að engin breyting sjáist á bókunum. „Hins vegar höfum við orðið vör við að fólk hringir inn með fyrirspurnir. Við höfum ekki gert neinar breytingar á okkar áætlunum og bindum, eins og allir, vonir við það að samningar náist og ekki komi til truflana á flugi,“ segir Guðjón. Aðspurð um rétt farþega falli flug niður vegna verkfalla vísar Svanhvít í reglugerð sem innleidd var á Íslandi árið 2012.Helga Árnadóttir„WOW air mun aðstoða alla farþega eins og kostur er ef af verkfalli verður. Farþegar sem hafa haft samband við þjónustuver WOW air hafa spurt um réttindi sín og höfum við þá bent á heimasíðu Samgöngustofu sem skýrir réttindi farþega mjög vel,“ segir Svanhvít. Þar kemur meðal annars fram að farþegar eiga alltaf rétt á endurgreiðslu á fullu miðaverði við aflýsingu flugs. „Aðalmarkmiðið er að koma farþegum á áfangastað eins fljótt og hægt er,“ segir Guðjón. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segist nú þegar hafa heyrt af hópum sem hafi afbókað. Erlendir ferðaheildsalar fylgist áhyggjufullir með, minnugir óvissunnar í kringum verkföll fyrra. „Eftir því sem óvissan magnast, þeim mun verra, og hlutirnir eru allir í biðstöðu. Nú telur hver einasti dagur,“ segir Helga Árnadóttir. Fréttir af flugi Verkfall 2016 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira
„Við höfum ekki orðið vör við það að bókanir hafi dregist saman í kringum þetta tímabil,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, aðspurð um áhrif yfirvofandi allsherjarverkfalls 6. júní næstkomandi.Svanhvít FriðriksdóttirBúast má við því að truflanir verði á flugi strax dagana 31. maí og 1. júní þegar áætlað er að flugafgreiðslufólk verði í verkfalli. Hversu mikil áhrif þessi vinnustöðvun hefur á flugumferð er enn óljóst. Líklegt er að flugfélögin myndu meðal annars bregðast við með því að flýta og seinka flugi sem áætlað er þessa daga til að koma farþegum á áfangastað. Allsherjarverkfallið sem boðað hefur verið laugardaginn 6. júní gæti hins vegar haft meira afgerandi áhrif en fyrrnefnd vinnustöðvun um mánaðamótin. Guðjón ArngrímssonLíkt og Svanhvít hjá WOW air hér að framan segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, að engin breyting sjáist á bókunum. „Hins vegar höfum við orðið vör við að fólk hringir inn með fyrirspurnir. Við höfum ekki gert neinar breytingar á okkar áætlunum og bindum, eins og allir, vonir við það að samningar náist og ekki komi til truflana á flugi,“ segir Guðjón. Aðspurð um rétt farþega falli flug niður vegna verkfalla vísar Svanhvít í reglugerð sem innleidd var á Íslandi árið 2012.Helga Árnadóttir„WOW air mun aðstoða alla farþega eins og kostur er ef af verkfalli verður. Farþegar sem hafa haft samband við þjónustuver WOW air hafa spurt um réttindi sín og höfum við þá bent á heimasíðu Samgöngustofu sem skýrir réttindi farþega mjög vel,“ segir Svanhvít. Þar kemur meðal annars fram að farþegar eiga alltaf rétt á endurgreiðslu á fullu miðaverði við aflýsingu flugs. „Aðalmarkmiðið er að koma farþegum á áfangastað eins fljótt og hægt er,“ segir Guðjón. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segist nú þegar hafa heyrt af hópum sem hafi afbókað. Erlendir ferðaheildsalar fylgist áhyggjufullir með, minnugir óvissunnar í kringum verkföll fyrra. „Eftir því sem óvissan magnast, þeim mun verra, og hlutirnir eru allir í biðstöðu. Nú telur hver einasti dagur,“ segir Helga Árnadóttir.
Fréttir af flugi Verkfall 2016 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira