Írar kjósa um hjónabönd samkynhneigðra Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. maí 2015 07:00 Stríðandi fylkingar heyja harða kosningabaráttu í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu. Nordicphotos/AFP Írar halda þjóðaratkvæðagreiðslu á föstudag. Annars vegar verður kosið um hvort samkynja pör fái að giftast og hins vegar um að lækka kjörgengisaldur til forseta úr 35 árum í 21 ár. Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands, hefur hvatt Íra eindregið til að samþykkja löggjöfina. Fleiri Írar hafa tjáð sig um málið. Fyrrverandi félagsmálaráðherra Írlands, Pat Carey, hefur talað fyrir frumvarpinu. Hann kom út úr skápnum sem samkynhneigður í febrúar síðastliðnum. „Ný kynslóð sér Írland fyrir sér sem góðhjartað og umburðarlynt ríki,“ sagði Carey í samtali við Washington Post. Írar eru þó ekki allir sammála. Samtökin Mothers and Fathers Matter, eða Mæður og feður skipta máli, hafa barist af mikilli hörku gegn löggjöfinni og verið áberandi á landsvísu. „Við erum að tala um breytingar á stofnun sem hefur verið þekkt sem samband eins karlmanns og einnar konu frá örófi alda,“ sagði Evana Boyle, einn talsmanna samtakanna. Samtökin hafa hamrað á því að börn eigi rétt á móður og föður og ekki skuli neita þeim um þau réttindi. Írland yrði fyrsta landið í heiminum til þess að leyfa hjónabönd samkynhneigðra í þjóðaratkvæðagreiðslu ef tillagan verður samþykkt. Allt bendir til þess en skoðanakannanir á Írlandi gefa til kynna að um sjötíu prósent hyggist samþykkja. Undanfarna áratugi hefur pólitískt landslag á Írlandi breyst mikið og réttindi samkynhneigðra aukist. Ekki þarf að líta lengra aftur en til ársins 1993 til að sjá dæmi um það, en þá voru samþykkt lög um að afglæpavæða samkynhneigð eftir margra ára þrýsting frá nágrannaríkjum. Breyting á stöðu kaþólsku kirkjunnar hefur spilað lykilhlutverk í þessari þróun. Áður hefur kirkjan virkað sem siðferðislegur áttaviti fyrir Íra en í ljósi fjölmargra kynferðisafbrotamála hefur sú staða veikst mikið. Samkvæmt Alþjóðasamtökum hinsegin fólks, ILGA, býr hinsegin fólk á Írlandi við 40% lagalegt jafnrétti og er á svipuðu róli og Albanía, Georgía og Tékkland. Ef Írar kjósa með löggjöfinni á föstudag er ljóst að sú tala mun breytast talsvert. Írland Trúmál Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Sjá meira
Írar halda þjóðaratkvæðagreiðslu á föstudag. Annars vegar verður kosið um hvort samkynja pör fái að giftast og hins vegar um að lækka kjörgengisaldur til forseta úr 35 árum í 21 ár. Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands, hefur hvatt Íra eindregið til að samþykkja löggjöfina. Fleiri Írar hafa tjáð sig um málið. Fyrrverandi félagsmálaráðherra Írlands, Pat Carey, hefur talað fyrir frumvarpinu. Hann kom út úr skápnum sem samkynhneigður í febrúar síðastliðnum. „Ný kynslóð sér Írland fyrir sér sem góðhjartað og umburðarlynt ríki,“ sagði Carey í samtali við Washington Post. Írar eru þó ekki allir sammála. Samtökin Mothers and Fathers Matter, eða Mæður og feður skipta máli, hafa barist af mikilli hörku gegn löggjöfinni og verið áberandi á landsvísu. „Við erum að tala um breytingar á stofnun sem hefur verið þekkt sem samband eins karlmanns og einnar konu frá örófi alda,“ sagði Evana Boyle, einn talsmanna samtakanna. Samtökin hafa hamrað á því að börn eigi rétt á móður og föður og ekki skuli neita þeim um þau réttindi. Írland yrði fyrsta landið í heiminum til þess að leyfa hjónabönd samkynhneigðra í þjóðaratkvæðagreiðslu ef tillagan verður samþykkt. Allt bendir til þess en skoðanakannanir á Írlandi gefa til kynna að um sjötíu prósent hyggist samþykkja. Undanfarna áratugi hefur pólitískt landslag á Írlandi breyst mikið og réttindi samkynhneigðra aukist. Ekki þarf að líta lengra aftur en til ársins 1993 til að sjá dæmi um það, en þá voru samþykkt lög um að afglæpavæða samkynhneigð eftir margra ára þrýsting frá nágrannaríkjum. Breyting á stöðu kaþólsku kirkjunnar hefur spilað lykilhlutverk í þessari þróun. Áður hefur kirkjan virkað sem siðferðislegur áttaviti fyrir Íra en í ljósi fjölmargra kynferðisafbrotamála hefur sú staða veikst mikið. Samkvæmt Alþjóðasamtökum hinsegin fólks, ILGA, býr hinsegin fólk á Írlandi við 40% lagalegt jafnrétti og er á svipuðu róli og Albanía, Georgía og Tékkland. Ef Írar kjósa með löggjöfinni á föstudag er ljóst að sú tala mun breytast talsvert.
Írland Trúmál Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Sjá meira