

Lögmaðurinn eða læknirinn þinn?
Einhver sagði að þessi þróun byggði á offramboði lögfræðinga en í Lögmannablaðinu árið 2013 var grein sem bar yfirskriftina „Blikur á lofti í atvinnuhorfum lögfræðinga“ en í þeirri grein kemur fram að á sama tíma og 150 útskrifuðust úr meistaranámi á ári voru 70 skráðir á atvinnuleysisskrá og hefur ástandið farið versnandi ár frá ári undanfarið hvað þetta snertir. Mjög mikið er um gylliboð í slysabransanum, ókeypis ráðgjöf er oft auglýst af hálfu þessara aðila með von um hag ef bætur nást út úr máli viðkomandi einstaklings. Það er gott að verið sé að passa hagsmuni fólks og er ég mjög hlynntur því, en ég vil nota tækifærið og benda á nokkrar staðreyndir í tengslum við mál af þessum toga.
Nú er það svo að þegar einstaklingur slasast hefur hann ákveðin réttindi sem nauðsynlegt er að fylgja vel eftir og tengjast skilmálum trygginga, kjarasamningi viðkomandi og frekari þáttum. Við slys er ferlið yfirleitt þess eðlis að hin læknisfræðilega nálgun er í forgrunni og aðstoð við einstaklinginn að komast aftur til heilsu. Slíkt gengur þó því miður ekki alltaf eftir, þá vitum við líka að bataferli geta verið mismunandi löng. Það fer eftir eðli áverka, meðferðarmöguleikum og ýmsu fleira. Almenna reglan er sú að reynt er að átta sig á stöðugleikapunkti vanda viðkomandi sem oftar en ekki er að ári liðnu eftir slys eða jafnvel lengur.
Ákveðin eðlileg töf
Þetta þýðir að það verður ákveðin eðlileg töf á áliti læknis eða vottorði um heilsufar einstaklings í kjölfar slyss þegar verið er að meta afleiðingar þess. Oft er beiðnin send á heimilislækni eða þann lækni sem hefur borið ábyrgð á meðferðinni sem ritar fyrsta vottorð, í framhaldi þarf svo að gera frekara mat sem fer fram t.d. á vegum tryggingarfélaga þar sem iðulega er um að ræða matsgerðir læknis og lögfræðings til að meta miska viðkomandi, örorkustig og fleira. Þessar beiðnir um vottorð hafa undanfarin ár farið að berast fyrr en ella og jafnvel nokkru áður en mögulegt er að meta langtímaáhrif. Læknum hefur þótt það sérkennilegt, en talsvert er gengið á eftir þessum vottorðum enda um hagsmuni bæði skjólstæðinga og lögmanna viðkomandi að ræða. Ákveðinnar óþolinmæði gætir þess vegna, en öllum er ljóst að mönnunarvandi blasir við í heilbrigðiskerfinu og þessi mál njóta ekki forgangs þar.
Þessi kerfislægi vandi gerir það að verkum að þessi vottorð eru oftsinnis unnin utan hefðbundins vinnutíma, en flestir læknar eru sammála því að álag vegna slíkra mála hefur aukist undanfarin ár. Það dylst engum réttur sjúklinga í þessu efni, sem er skýr að lækni er skylt að rita vottorð sem beðið er um af hans hálfu og reyna læknar að verða við því eftir fremsta megni.
Umræða mikilvæg
En að mínu mati, vegna aukins álags og hraða af ofangreindum orsökum, er í auknum mæli óskað eftir útprentun úr sjúkraskýrslum einstaklinga í stað vottorðs. Nú er það svo að lögfræðingur skjólstæðings fær umboð til að leita gagna sem við koma því máli sem hann flytur fyrir skjólstæðing sinn. Þegar læknir ritar vottorð vegna umferðarslyss svo dæmi sé tekið fer hann yfir gögn í sjúkraskrá sem tengjast því máli og tekur afstöðu til fyrra og núverandi heilsufars en lætur óviðkomandi atriði liggja á milli hluta.
Þarna er verið að verja einkalíf skjólstæðings, enda geta önnur veikindi verið afar persónuleg og ekki á nokkurn máta verið eðlilegt að lögfræðingur hafi innsýn í þau eins og til dæmis geðsjúkdóma, fóstureyðingar, kynsjúkdóma, krabbamein eða annað slíkt þegar hann er að leita eftir upplýsingum vegna meðhöndlunar við bakáverka eftir umferðarslys. Í mörgum tilvikum er umboð einstaklinga til lögfræðings óskýrt hvað þetta varðar og ættu læknar almennt ekki að prenta út sjúkraskrá einstaklings og senda lögfræðingi hans nema með sérstöku samþykki sjúklings. Mín skoðun er reyndar sú að ekki eigi að prenta út sjúkraskrá og senda frá sér vegna mála sem þessa, heldur rita vottorð þó það taki lengri tíma.
Mikilvægt er að taka umræðu um þessi mál og að almenningur átti sig á því hvað er verið að undirrita og þá er ágætt að miðla því til bæði lækna og lögfræðinga að þeir finni ásættanlega lausn sem tryggir afgreiðslu mála og hagsmuni sjúklinga sem best.
Skoðun

Sérstök staða orkusveitarfélaga!
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna
Elín Íris Fanndal skrifar

Drögum úr fordómum í garð Breiðholts
Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar

Er almenningur rusl?
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Líffræðilega ómögulegt
Björn Ólafsson skrifar

Veiðigjaldið stendur undir kostnaði
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Minn gamli góði flokkur
Hólmgeir Baldursson skrifar

Hve lengi tekur sjórinn við?
Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar

Orkan okkar, börnin og barnabörnin
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar

Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns?
Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands?
Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar

Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags
Hrönn Stefánsdóttir skrifar

Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk?
Saga Helgason skrifar

Börn í skjóli Kvennaathvarfsins
Auður Magnúsdóttir skrifar

Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið?
Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar

Nýr vettvangur samskipta?
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan
Hjalti Þórðarson skrifar

Vilja Ísland í sambandsríki
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Blikkandi viðvörunarljós
Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar

„Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna
Guðni Freyr Öfjörð skrifar

Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi
Linda Jónsdóttir skrifar

Metnaðarfull markmið og stórir sigrar
Halla Helgadóttir skrifar

Hvers virði er vara ef hún er ekki seld?
Jón Jósafat Björnsson skrifar

Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ
Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar

Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði
Ólafur Ingólfsson skrifar