Aldraðir hlunnfarnir Björgvin Guðmundsson skrifar 21. maí 2015 07:00 Í síðustu grein minni ræddi ég um lífeyri aldraðra frá almannatryggingum annars staðar á Norðurlöndunum og í öðrum nágrannaríkjum okkar. Í ljós kom, að grunnlífeyrir aldraðra er margfalt hærri í þessum löndum en hér. Og heildarlífeyrir aldraðra er einnig miklu hærri í þessum löndum en hérna. Það er því ljóst, að eldri borgarar og raunar einnig öryrkjar, hafa verið hlunnfarnir hér. Kjörum aldraðra hefur verið haldið niðri. Þegar þessar staðreyndir blasa við, er því undarlegra, að stjórnarflokkarnir skuli ekki standa við kosningaloforðin, sem lífeyrisþegum voru gefin fyrir síðustu kosningar. En í stað þess að standa við loforðin er sannleikanum hagrætt og því haldið fram, að búið sé að uppfylla loforðin! Því fer fjarri. Það er enn verið að hlunnfara eldri borgara og öryrkja.LEB gagnrýndi ríkisstjórnina Á nýafstöðnum landsfundi Landssambands eldri borgara (LEB) kom fram hörð gagnrýni á ríkisstjórnina vegna svika stjórnarflokkanna við eldri borgara og öryrkja. Þessi gagnrýni kom bæði fram í ályktun fundarins um kjaramál og í ræðum þingfulltrúa. Fram kom, að ríkisstjórnin hefur aðeins uppfyllt lítinn hluta þeirra kosningaloforða, sem stjórnarflokkarnir gáfu lífeyrisþegum 2013. Enn er eftir að uppfylla stærsta loforðið, þ.e. að leiðrétta kjaragliðnun (kjaraskerðingu) krepputímans. Sú leiðrétting þýðir, að það þarf að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um a.m.k. 20%. Ríkisstjórnin minnist aldrei á þetta loforð. Hún vill helst gleyma því. Sama er að segja um loforðið um að afturkalla skerðinguna á frítekjumarki fjármagnstekna. Enda þótt það sé í stjórnarsáttmálanum, að þessa leiðréttingu eigi að framkvæma, er ekkert gert í því. Þannig mætti áfram telja. Alls skuldar ríkisstjórnin öldruðum og öryrkjum í kringum 30 milljarða ætli hún að efna kosningaloforðin við lífeyrisþega að fullu.Stórhækka verður lífeyri aldraðra Stóra málið er þó að hækka verður lífeyri aldraðra og öryrkja það mikið, að hann verði sambærilegur við slíkan lífeyri í grannlöndum okkar. Eðlilegast er að byrja á að hækka hann til samræmis við neyslukönnun Hagstofunnar, þ.e. í rúmar 300 þúsund krónur á mánuði. Það er raunar í samræmi við kröfu verkafólks um lágmarkslaun og í samræmi við ályktun landsfundar LEB. Það er lágmark til að geta lifað sómasamlegu lífi af lífeyrinum. Eldri borgarar treysta á það, að verkalýðshreyfingin knýi það fram í yfirstandandi kjaradeilu, að lífeyrir aldraðra og öryrkja hækki jafnmikið og lægstu laun munu hækka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Í síðustu grein minni ræddi ég um lífeyri aldraðra frá almannatryggingum annars staðar á Norðurlöndunum og í öðrum nágrannaríkjum okkar. Í ljós kom, að grunnlífeyrir aldraðra er margfalt hærri í þessum löndum en hér. Og heildarlífeyrir aldraðra er einnig miklu hærri í þessum löndum en hérna. Það er því ljóst, að eldri borgarar og raunar einnig öryrkjar, hafa verið hlunnfarnir hér. Kjörum aldraðra hefur verið haldið niðri. Þegar þessar staðreyndir blasa við, er því undarlegra, að stjórnarflokkarnir skuli ekki standa við kosningaloforðin, sem lífeyrisþegum voru gefin fyrir síðustu kosningar. En í stað þess að standa við loforðin er sannleikanum hagrætt og því haldið fram, að búið sé að uppfylla loforðin! Því fer fjarri. Það er enn verið að hlunnfara eldri borgara og öryrkja.LEB gagnrýndi ríkisstjórnina Á nýafstöðnum landsfundi Landssambands eldri borgara (LEB) kom fram hörð gagnrýni á ríkisstjórnina vegna svika stjórnarflokkanna við eldri borgara og öryrkja. Þessi gagnrýni kom bæði fram í ályktun fundarins um kjaramál og í ræðum þingfulltrúa. Fram kom, að ríkisstjórnin hefur aðeins uppfyllt lítinn hluta þeirra kosningaloforða, sem stjórnarflokkarnir gáfu lífeyrisþegum 2013. Enn er eftir að uppfylla stærsta loforðið, þ.e. að leiðrétta kjaragliðnun (kjaraskerðingu) krepputímans. Sú leiðrétting þýðir, að það þarf að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um a.m.k. 20%. Ríkisstjórnin minnist aldrei á þetta loforð. Hún vill helst gleyma því. Sama er að segja um loforðið um að afturkalla skerðinguna á frítekjumarki fjármagnstekna. Enda þótt það sé í stjórnarsáttmálanum, að þessa leiðréttingu eigi að framkvæma, er ekkert gert í því. Þannig mætti áfram telja. Alls skuldar ríkisstjórnin öldruðum og öryrkjum í kringum 30 milljarða ætli hún að efna kosningaloforðin við lífeyrisþega að fullu.Stórhækka verður lífeyri aldraðra Stóra málið er þó að hækka verður lífeyri aldraðra og öryrkja það mikið, að hann verði sambærilegur við slíkan lífeyri í grannlöndum okkar. Eðlilegast er að byrja á að hækka hann til samræmis við neyslukönnun Hagstofunnar, þ.e. í rúmar 300 þúsund krónur á mánuði. Það er raunar í samræmi við kröfu verkafólks um lágmarkslaun og í samræmi við ályktun landsfundar LEB. Það er lágmark til að geta lifað sómasamlegu lífi af lífeyrinum. Eldri borgarar treysta á það, að verkalýðshreyfingin knýi það fram í yfirstandandi kjaradeilu, að lífeyrir aldraðra og öryrkja hækki jafnmikið og lægstu laun munu hækka.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun