Gunnleifur: Stoltur af 200 leikjum en með smá eftirsjá Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. maí 2015 09:30 Gunnleifur Gunnleifsson verður fertugur í júlí en hann er í góðu formi og er langt frá því að leggja hanskana á hilluna. vísir/stefán „Ég hafði ekki hugmynd um þetta fyrir leikinn. Samt er ég gaurinn sem veit af stórum stundum á mínum ferli,“ segir Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, við Fréttablaðið, en hann spilaði sinn 200. leik í efstu deild á þriðjudagskvöldið. Markvörðurinn, sem verður fertugur í júlí, hélt upp á áfangann með því að halda hreinu – nema hvað? – í 1-0 sigri Blikanna gegn ÍA á Akranesi. Með sigrinum lyftu Blikar sér upp í þriðja sætið í Pepsi-deild karla. Gunnleifur hefur spilað 339 leiki í efstu þremur deildum Íslandsmótsins, en ferillinn hófst í 2. deildinni með HK 1994. Þá spilaði hann tvo leiki, en meistaraflokksferilinn hófst fyrir alvöru með KR 1998 þegar hann spilaði tíu leiki.Á krossgötum fyrir 13 árum Eftir tvö ár í KR og önnur tvö sem aðalmarkvörður Keflavíkur gekk hann nokkuð óvænt í raðir uppeldisfélags síns, HK, í 2. deild 2002 og spilaði með liðinu í tæp níu ár. „Ég er auðvitað stoltur af þessum áfanga en það er pínu eftirsjá þótt það sé kannski ekki rétta orðið. Ég veit alveg að leikirnir í efstu deild gætu verið miklu fleiri,“ segir Gunnleifur, sem væri mögulega leikjahæstur í efstu deild hefði hann spilað allan sinn feril á meðal þeirra bestu. „Ég sé alls ekki eftir tímanum hjá HK. Það var frábær tími þar sem ég þroskaðist mikið og sá tími gerði mig að þeim manni sem ég er í dag. En ég hugsa samt stundum; hvað ef?“ segir Gunnleifur. Þessi jákvæði landsliðsmarkvörður var ekki sami maðurinn um aldamótin og hann er í dag, og hann segir veruna hjá HK stóra ástæðu þess að hann er enn að spila fótbolta í dag. „Það er alveg pottþétt. Ég var ekki á nógu góðum stað og þurfti að núllstilla mig. Ég var á ákveðnum tímamótum í lífinu og þurfti að byrja upp á nýtt. Það gerði ég með að fara aftur í HK og finna mig þar og vera í kringum mitt fólk. Ég væri ekki að spila í dag hefði ég ekki farið í HK 2002,“ segir Gunnleifur.vísir/ernirHildirnar gera góða hluti Flestir sem fylgjast með Pepsi-deildinni eru sammála því að Gunnleifur lítur vart út á velli fyrir að vera korter í fertugt. Aðspurður hvort hann sé á Agüero-matarræðinu hlær markvörðurinn og segir: „Nei, ég borða samt ekkert óhollt þótt maður leyfi sér stundum. Ég er bara að miklu leyti heppinn með líkamann á mér. Ég er grannur að eðlisfari og einnig verið heppinn með meiðsli,“ segir Gunnleifur, en fleira þarf til. „Ég æfi rétt og ekki bara rétt heldur vel og rétt. Markvarðaþjálfarinn minn, Ólafur Pétursson, áttar sig á að það er farið að síga á seinni hlutann hjá mér þannig hann vinnur með mér. Við erum ekkert að finna upp hjólið, en við gerum allt sem hjálpar til.“ Eiginkona Gunnleifs, Hildur Einarsdóttir, á einnig mikinn þátt í langlífi markvarðarins í boltanum að hans sögn. „Ég er vel giftur og það skiptir máli. Hún er fótboltasjúklingur eins og ég og skilur fótbolta. Það hjálpar mikið upp á hvíld og skilning á álaginu. Svo er sjúkraþjálfarinn minn, sem heitir líka Hildur, líka mikilvæg. Hún sér um að halda mér í standi. Hildirnar í mínu lífi að gera góða hluti,“ segir Gunnleifur og hlær við.Engum sama um gagnrýni Gunnleifur átti ekki gott tímabil á síðustu leiktíð og var ólíkur sjálfum sér að mörgu leyti. Hann fékk mikla gagnrýni fyrir sína frammistöðu sem hann viðurkennir að hafi komið við hann. „Það er enginn leikmaður að segja heiðarlega frá ef hann segir að honum sé alveg sama hvað sagt er um hann. Auðvitað er fólki ekki sama um hvað öðrum finnst um það. Mér finnst leiðinlegt þegar ég fæ mikla og neikvæða gagnrýni þótt hún hafi ekki ekki jafnmikil áhrif á mig og hún gerði áður fyrr,“ segir Gunnleifur. Markvörðurinn segir undirbúninginn á síðustu leiktíð hafa verið öðruvísi hjá sér en áður sem hafi ekki hjálpað til og þá voru breytingar á þjálfaramálum hjá liðinu. Hann var bara sami gamli Gulli. „Í leikjum seinni hluta sumars var ég nánast farinn að vona að Elli Helga [Elfar Freyr Helgason, miðvörður] rynni á rassinn þannig einhver myndi sleppa í gegn og þá gæti ég varið einn á móti einum. Þetta var orðið svolítið svona. Mér fannst ég alltaf þurfa að gera eitthvað,“ segir Gunnleifur sem er ánægður með byrjunina á þessari leiktíð. „Ég er mjög gagnrýninn á sjálfan mig og hefði viljað gera betur í sumum atvikum en í heildina er ég ánægður með byrjunina hjá mér og liðinu,“ segir Gunnleifur Gunnleifsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira
„Ég hafði ekki hugmynd um þetta fyrir leikinn. Samt er ég gaurinn sem veit af stórum stundum á mínum ferli,“ segir Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, við Fréttablaðið, en hann spilaði sinn 200. leik í efstu deild á þriðjudagskvöldið. Markvörðurinn, sem verður fertugur í júlí, hélt upp á áfangann með því að halda hreinu – nema hvað? – í 1-0 sigri Blikanna gegn ÍA á Akranesi. Með sigrinum lyftu Blikar sér upp í þriðja sætið í Pepsi-deild karla. Gunnleifur hefur spilað 339 leiki í efstu þremur deildum Íslandsmótsins, en ferillinn hófst í 2. deildinni með HK 1994. Þá spilaði hann tvo leiki, en meistaraflokksferilinn hófst fyrir alvöru með KR 1998 þegar hann spilaði tíu leiki.Á krossgötum fyrir 13 árum Eftir tvö ár í KR og önnur tvö sem aðalmarkvörður Keflavíkur gekk hann nokkuð óvænt í raðir uppeldisfélags síns, HK, í 2. deild 2002 og spilaði með liðinu í tæp níu ár. „Ég er auðvitað stoltur af þessum áfanga en það er pínu eftirsjá þótt það sé kannski ekki rétta orðið. Ég veit alveg að leikirnir í efstu deild gætu verið miklu fleiri,“ segir Gunnleifur, sem væri mögulega leikjahæstur í efstu deild hefði hann spilað allan sinn feril á meðal þeirra bestu. „Ég sé alls ekki eftir tímanum hjá HK. Það var frábær tími þar sem ég þroskaðist mikið og sá tími gerði mig að þeim manni sem ég er í dag. En ég hugsa samt stundum; hvað ef?“ segir Gunnleifur. Þessi jákvæði landsliðsmarkvörður var ekki sami maðurinn um aldamótin og hann er í dag, og hann segir veruna hjá HK stóra ástæðu þess að hann er enn að spila fótbolta í dag. „Það er alveg pottþétt. Ég var ekki á nógu góðum stað og þurfti að núllstilla mig. Ég var á ákveðnum tímamótum í lífinu og þurfti að byrja upp á nýtt. Það gerði ég með að fara aftur í HK og finna mig þar og vera í kringum mitt fólk. Ég væri ekki að spila í dag hefði ég ekki farið í HK 2002,“ segir Gunnleifur.vísir/ernirHildirnar gera góða hluti Flestir sem fylgjast með Pepsi-deildinni eru sammála því að Gunnleifur lítur vart út á velli fyrir að vera korter í fertugt. Aðspurður hvort hann sé á Agüero-matarræðinu hlær markvörðurinn og segir: „Nei, ég borða samt ekkert óhollt þótt maður leyfi sér stundum. Ég er bara að miklu leyti heppinn með líkamann á mér. Ég er grannur að eðlisfari og einnig verið heppinn með meiðsli,“ segir Gunnleifur, en fleira þarf til. „Ég æfi rétt og ekki bara rétt heldur vel og rétt. Markvarðaþjálfarinn minn, Ólafur Pétursson, áttar sig á að það er farið að síga á seinni hlutann hjá mér þannig hann vinnur með mér. Við erum ekkert að finna upp hjólið, en við gerum allt sem hjálpar til.“ Eiginkona Gunnleifs, Hildur Einarsdóttir, á einnig mikinn þátt í langlífi markvarðarins í boltanum að hans sögn. „Ég er vel giftur og það skiptir máli. Hún er fótboltasjúklingur eins og ég og skilur fótbolta. Það hjálpar mikið upp á hvíld og skilning á álaginu. Svo er sjúkraþjálfarinn minn, sem heitir líka Hildur, líka mikilvæg. Hún sér um að halda mér í standi. Hildirnar í mínu lífi að gera góða hluti,“ segir Gunnleifur og hlær við.Engum sama um gagnrýni Gunnleifur átti ekki gott tímabil á síðustu leiktíð og var ólíkur sjálfum sér að mörgu leyti. Hann fékk mikla gagnrýni fyrir sína frammistöðu sem hann viðurkennir að hafi komið við hann. „Það er enginn leikmaður að segja heiðarlega frá ef hann segir að honum sé alveg sama hvað sagt er um hann. Auðvitað er fólki ekki sama um hvað öðrum finnst um það. Mér finnst leiðinlegt þegar ég fæ mikla og neikvæða gagnrýni þótt hún hafi ekki ekki jafnmikil áhrif á mig og hún gerði áður fyrr,“ segir Gunnleifur. Markvörðurinn segir undirbúninginn á síðustu leiktíð hafa verið öðruvísi hjá sér en áður sem hafi ekki hjálpað til og þá voru breytingar á þjálfaramálum hjá liðinu. Hann var bara sami gamli Gulli. „Í leikjum seinni hluta sumars var ég nánast farinn að vona að Elli Helga [Elfar Freyr Helgason, miðvörður] rynni á rassinn þannig einhver myndi sleppa í gegn og þá gæti ég varið einn á móti einum. Þetta var orðið svolítið svona. Mér fannst ég alltaf þurfa að gera eitthvað,“ segir Gunnleifur sem er ánægður með byrjunina á þessari leiktíð. „Ég er mjög gagnrýninn á sjálfan mig og hefði viljað gera betur í sumum atvikum en í heildina er ég ánægður með byrjunina hjá mér og liðinu,“ segir Gunnleifur Gunnleifsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira