Frelsi til tjáningar á Feneyjatvíæringnum Njörður Sigurjónsson og Guðni Tómasson skrifar 30. maí 2015 07:00 Feneyjatvíæringurinn á Ítalíu er um margt sérstakur viðburður í menningarsamskiptum þjóða heims, með yfir 100 ára sögu. Þar er þjóðríkjum boðið að senda fulltrúa sína til þess að sýna það helsta sem er að gerast í myndlist á hverjum tíma. Það þýðir ekki að listamaðurinn þurfi að hafa vegabréf frá því landi sem hann er fulltrúi fyrir en áhugaverð þróun hefur einmitt átt sér stað á síðustu áratugum þar sem þjóðir hafa einmitt valið listamenn frá öðrum stöðum og svæðum og grafið þannig undan hugmyndinni um ætlað þjóðerni listarinnar. Nú bregður svo við að framlagi Íslands til 56. Feneyjatvíæringsins, sem er innsetning listamannsins Christophs Büchel í kyrfilega „afhelguðu“ húsi í Cannaregio-hverfinu í Feneyjum, hefur verið lokað. Ástæða lokunarinnar virðist vera hrein og bein ritskoðun en verkið rímar illa við kreddur stjórnmálamanna og skriffinna í Feneyjum. Listaverkið, sem er moska, hefur vakið mikla jákvæða athygli í erlendum fjölmiðlum, og hafa einhverjir þekktustu listgagnrýnendur heims hlaðið það lofi. Verkið vekur upp spurningar um samskipti menningarheima og hver er velkominn hvar. Athyglin sem það hefur vakið, og öfgafull viðbrögð borgaryfirvalda í Feneyjum, undirstrika mikilvægi verksins – að það sé sýnt og um það sé talað. Þessi meinlausa innsetning er nefnilega listaverk í öllum venjulegum skilningi þess orðs og eins hefðbundið og þau gerast í samtímanum. Láti í sér heyra Í ljósi atburða er einkar mikilvægt að mennta- og menningarmálaráðuneytið láti í sér heyra og vinni að því að framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins 2015 verði opið almenningi. Íslensk stjórnvöld verða að standa með rétti listamannsins til þess að tjá sig. Hvar eru einnig samtök myndlistarmanna og fjölmiðlamanna sem stundum standa svo einarðlega með málfrelsinu? Má ekki spyrja gagnrýnna spurninga um það hvernig ólíkir menningarheimar takast á í samtímanum og benda á það hvernig hægt er að auka skilning og samhygð milli manna? Látum það ekki spyrjast út að við látum slíkt óréttlæti og forneskjulegt afturhald yfir okkur ganga. Verjum tjáningarfrelsi listamanna og Moskuna í Feneyjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Feneyjatvíæringurinn Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Feneyjatvíæringurinn á Ítalíu er um margt sérstakur viðburður í menningarsamskiptum þjóða heims, með yfir 100 ára sögu. Þar er þjóðríkjum boðið að senda fulltrúa sína til þess að sýna það helsta sem er að gerast í myndlist á hverjum tíma. Það þýðir ekki að listamaðurinn þurfi að hafa vegabréf frá því landi sem hann er fulltrúi fyrir en áhugaverð þróun hefur einmitt átt sér stað á síðustu áratugum þar sem þjóðir hafa einmitt valið listamenn frá öðrum stöðum og svæðum og grafið þannig undan hugmyndinni um ætlað þjóðerni listarinnar. Nú bregður svo við að framlagi Íslands til 56. Feneyjatvíæringsins, sem er innsetning listamannsins Christophs Büchel í kyrfilega „afhelguðu“ húsi í Cannaregio-hverfinu í Feneyjum, hefur verið lokað. Ástæða lokunarinnar virðist vera hrein og bein ritskoðun en verkið rímar illa við kreddur stjórnmálamanna og skriffinna í Feneyjum. Listaverkið, sem er moska, hefur vakið mikla jákvæða athygli í erlendum fjölmiðlum, og hafa einhverjir þekktustu listgagnrýnendur heims hlaðið það lofi. Verkið vekur upp spurningar um samskipti menningarheima og hver er velkominn hvar. Athyglin sem það hefur vakið, og öfgafull viðbrögð borgaryfirvalda í Feneyjum, undirstrika mikilvægi verksins – að það sé sýnt og um það sé talað. Þessi meinlausa innsetning er nefnilega listaverk í öllum venjulegum skilningi þess orðs og eins hefðbundið og þau gerast í samtímanum. Láti í sér heyra Í ljósi atburða er einkar mikilvægt að mennta- og menningarmálaráðuneytið láti í sér heyra og vinni að því að framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins 2015 verði opið almenningi. Íslensk stjórnvöld verða að standa með rétti listamannsins til þess að tjá sig. Hvar eru einnig samtök myndlistarmanna og fjölmiðlamanna sem stundum standa svo einarðlega með málfrelsinu? Má ekki spyrja gagnrýnna spurninga um það hvernig ólíkir menningarheimar takast á í samtímanum og benda á það hvernig hægt er að auka skilning og samhygð milli manna? Látum það ekki spyrjast út að við látum slíkt óréttlæti og forneskjulegt afturhald yfir okkur ganga. Verjum tjáningarfrelsi listamanna og Moskuna í Feneyjum.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar