Enga skerðingu á lífeyri aldraðra 5. júní 2015 08:00 Gífurleg óánægja ríkir meðal launþega og sjóðfélaga lífeyrissjóða vegna skerðingar almannatrygginga á lífeyri þeirra eldri borgara, sem eru í lífeyrissjóðum. Þessi óánægja er svo mikil, að hún nálgast uppreisn gegn sjóðunum. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var gert ráð fyrir því, að þeir yrðu viðbót við almannatryggingar. Það var ekki reiknað með því, að lífeyrir aldraðra hjá almannatryggingum mundi skerðast vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. En það hefur farið á annan veg. Það verður að stöðva þessa skerðingu strax áður en í algert óefni er komið. Eins og eignaupptaka Hve mikil er skerðingin? Sá sem hefur 100-200 þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði heldur ekki nema um það bil helmingi af þeirri upphæð eða ígildi hennar vegna skerðingar hjá Tryggingastofnun ríkisins. Þetta er mjög ranglátt, þar eð þeir sem hafa greitt í lífeyrissjóð um langa starfsævi líta á lífeyrinn sem sína eign og það er eðlilegt. Þetta er þeirra eign. Það er því líkast því, sem verið sé að taka hluta af eign eldri borgara eignarnámi. Sá, sem aldrei hefur greitt í lífeyrissjóð, fær tiltölulega lítið minna greitt úr kerfinu en sá sem alltaf hefur greitt í sjóðinn. Félag eldri borgara í Reykjavík hefur ályktað, að þetta verði að leiðrétta. Það verði að afnema skerðingu tryggingabóta vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Ef ekki er unnt að gera það í einu lagi verður að gera það í áföngum. Sjóðsmyndun í lífeyrissjóðunum er mikil í dag. Það eru nú hátt í 3.000 milljarðar í sjóðunum. En á sama tíma og sjóðfélagar eiga svo mikla fjármuni í lífeyrissjóðunum verða margir þeirra að láta sig hafa það að fá sáralítið út úr kerfinu (frá lífeyrissjóðum og TR), þegar þeir fara á eftirlaun. Það er ranglátt og verður að leiðrétta það.Nýjar viðræður nauðsynlegar En hvernig á að tryggja framgang þessa umbótamáls eldri borgara og annarra brýnna kjaramála aldraðra? Fyrir alþingiskosningarnar 2013 fóru fulltrúar kjaranefndar Félags eldri borgara í Reykjavík í Alþingishúsið og ræddu við formenn allra þingflokkanna. Einnig ræddu þeir við formenn annarra stjórnmálaflokka. Það varð dágóður árangur af þessum viðræðum: Hreyfingin flutti frumvarp um að afturkalla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá 2009. Og Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, flutti frumvarp um að afturkalla hluta kjaraskerðingarinnar. Einnig varð sá árangur af viðræðunum, að ýmis stefnumál og tillögur um kjarabætur lífeyrisþega rötuðu inn í kosningastefnuskrár núverandi stjórnarflokka. Það þarf greinilega að tala á ný við ráðamenn allra stjórnmálaflokkanna til þess að knýja fram kjarabætur aldraðra og öryrkja og tryggja að staðið verði við öll kosningaloforðin, sem lífeyrisþegum voru gefin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Gífurleg óánægja ríkir meðal launþega og sjóðfélaga lífeyrissjóða vegna skerðingar almannatrygginga á lífeyri þeirra eldri borgara, sem eru í lífeyrissjóðum. Þessi óánægja er svo mikil, að hún nálgast uppreisn gegn sjóðunum. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var gert ráð fyrir því, að þeir yrðu viðbót við almannatryggingar. Það var ekki reiknað með því, að lífeyrir aldraðra hjá almannatryggingum mundi skerðast vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. En það hefur farið á annan veg. Það verður að stöðva þessa skerðingu strax áður en í algert óefni er komið. Eins og eignaupptaka Hve mikil er skerðingin? Sá sem hefur 100-200 þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði heldur ekki nema um það bil helmingi af þeirri upphæð eða ígildi hennar vegna skerðingar hjá Tryggingastofnun ríkisins. Þetta er mjög ranglátt, þar eð þeir sem hafa greitt í lífeyrissjóð um langa starfsævi líta á lífeyrinn sem sína eign og það er eðlilegt. Þetta er þeirra eign. Það er því líkast því, sem verið sé að taka hluta af eign eldri borgara eignarnámi. Sá, sem aldrei hefur greitt í lífeyrissjóð, fær tiltölulega lítið minna greitt úr kerfinu en sá sem alltaf hefur greitt í sjóðinn. Félag eldri borgara í Reykjavík hefur ályktað, að þetta verði að leiðrétta. Það verði að afnema skerðingu tryggingabóta vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Ef ekki er unnt að gera það í einu lagi verður að gera það í áföngum. Sjóðsmyndun í lífeyrissjóðunum er mikil í dag. Það eru nú hátt í 3.000 milljarðar í sjóðunum. En á sama tíma og sjóðfélagar eiga svo mikla fjármuni í lífeyrissjóðunum verða margir þeirra að láta sig hafa það að fá sáralítið út úr kerfinu (frá lífeyrissjóðum og TR), þegar þeir fara á eftirlaun. Það er ranglátt og verður að leiðrétta það.Nýjar viðræður nauðsynlegar En hvernig á að tryggja framgang þessa umbótamáls eldri borgara og annarra brýnna kjaramála aldraðra? Fyrir alþingiskosningarnar 2013 fóru fulltrúar kjaranefndar Félags eldri borgara í Reykjavík í Alþingishúsið og ræddu við formenn allra þingflokkanna. Einnig ræddu þeir við formenn annarra stjórnmálaflokka. Það varð dágóður árangur af þessum viðræðum: Hreyfingin flutti frumvarp um að afturkalla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá 2009. Og Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, flutti frumvarp um að afturkalla hluta kjaraskerðingarinnar. Einnig varð sá árangur af viðræðunum, að ýmis stefnumál og tillögur um kjarabætur lífeyrisþega rötuðu inn í kosningastefnuskrár núverandi stjórnarflokka. Það þarf greinilega að tala á ný við ráðamenn allra stjórnmálaflokkanna til þess að knýja fram kjarabætur aldraðra og öryrkja og tryggja að staðið verði við öll kosningaloforðin, sem lífeyrisþegum voru gefin.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun