Er um raunverulegar umbætur í húsnæðismálum að ræða? Ellen Calmon og stefán vilbergsson skrifar 8. júní 2015 09:30 Á dögunum var kynnt áætlun ríkisstjórnarinnar um „stórfelldar umbætur í húsnæðismálum landsmanna“. Mörgu sem felst í áætluninni ber að fagna. Það er mikilvægt að byggja félagslegar íbúðir, breyta fjármögnun félagslega húsnæðiskerfisins, styðja ungt fólk til íbúðarkaupa og veita leigjendum húsnæðisbætur. Þörfin fyrir litlar og ódýrar íbúðir er mikil og mun aukast. Það er því brýnt að skoða allar leiðir til að minnka byggingarkostnað. Leiðin sem stjórnvöld hafa ákveðið að feta í þá átt er þó ekki sú álitlegasta. Aðskilnaður er ekki umbætur Í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu segir: „Stuðlað verður að sem hagkvæmustum aðferðum við húsnæðisbyggingar til að lækka kostnað, m.a. með endurskoðun byggingarreglugerðar og skipulagslaga. Gert er ráð fyrir nýjum flokki mannvirkja sem verður undanskilinn ákvæðum um altæka hönnun.“ Ákvæði byggingarreglugerðar og skipulagslaga um algilda hönnun og aðgengi fyrir alla fela í sér að mannvirki skuli vera byggð svo að allir hafi sama aðgang að þeim. Þrjár meginástæður eru fyrir því að misráðið er að undanskilja flokk mannvirkja þessum ákvæðum. Það skerðir réttindi fjölda fólks, það felur ekki í sér sparnað og það er óhagkvæmt fyrir þjóðfélagið til lengri tíma litið. Sjálfstætt líf er sjálfsögð mannréttindi Nútímaþjóðfélag á ekki að vera byggt á aðskilnaði og mismunun. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk sem Ísland undirritaði 2007 er áréttað að mannréttindi og grundvallarfrelsi eru algild og ódeilanleg, gagnvirk og samtvinnuð og jafnframt er áréttuð nauðsyn þess að fötluðu fólki séu tryggð þessi réttindi og frelsi að fullu án mismununar. Jafnframt er viðurkennt að hugtakið fötlun þróast og að fötlun verður til í samspili fólks með skerðingar og umhverfis og viðhorfa sem hindra fulla og árangursríka samfélagsþátttöku til jafns við aðra. Í þessu felst meðal annars að fötluðu fólki skuli verða kleift að lifa sjálfstæðu lífi og taka fullan þátt á öllum sviðum lífsins. Öllum hindrunum eigi að vera útrýmt sem hefta aðgengi, meðal annars að byggingum innan dyra sem utan. Með öðrum orðum hefur ríkisstjórn Íslands skuldbundið sig til að eyða hindrunum, ekki setja nýjar upp eins og felst í þessari áætlun. Algild hönnun felur ekki í sér aukinn kostnað Það þarf ekki að vera dýrara að byggja húsnæði samkvæmt ákvæðum um algilda hönnun. Það getur verið dýrt að breyta eldra húsnæði, en ef gert er ráð fyrir þessum ákvæðum þegar frá byrjun þá getur aðgengilegt húsnæði jafnvel verið ódýrara í byggingu en húsnæði sem byggt er samkvæmt eldri stöðlum. Talsvert hefur verið vitnað í mat sem Samtök iðnaðarins létu gera fyrir sig á kostnaðaráhrifum nýrrar byggingarreglugerðar og sýndi fram á verulega hækkun byggingarkostnaðar. Ákvæði um algilda hönnun ollu ekki þeim kostnaði heldur ákvæði um orkusparnað sem síðan hafa verið tekin út úr reglugerðinni. Algild hönnun veldur ekki auknum byggingarkostnaði ef byggt er samkvæmt henni frá grunni. Auk þess sýnir samanburðarúttekt Mannvirkjastofnunar á fjórum gerðum íbúða sem byggðar eru eftir ákvæðum eldri og gildandi byggingarreglugerðar fram á að í öllum tilvikum er unnt að gera minni íbúðir eftir nýju reglugerðinni en eftir þeirri gömlu. Nú er hægt að byggja 26 m2 íbúðir en í áratugi var minnst hægt að byggja 36,2 m2 íbúðir. Kröfur um lágmarksstærðir íbúða hafa því minnkað umtalsvert. Til lengri tíma litið Áætlað er að 10-15% landsmanna eigi við skerðingu að stríða og það hlutfall fer hækkandi. Þjóðin er að eldast og sífellt fleiri munu þurfa á aðgengilegu húsnæði að halda á komandi árum. Eftir 20 ár er talið að um 20% þjóðarinnar séu 65 ára og eldri. Þörfin fyrir minni og ódýrari íbúðir verður síst minni fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega en ungt og barnlaust fólk. Meirihluti eldra húsnæðis á Íslandi er óaðgengilegur fyrir stóran hóp fólks. Einstaklingar geta hlotið skerðingu á lífsleiðinni, þá er það andlegt, líkamlegt og í mörgum tilvikum líka fjárhagslegt áfall. Í tengslum við áföll þarf oft að breyta húsnæði eða einstaklingur þarf að skipta um húsnæði ef hann býr ekki í húsnæði sem er byggt samkvæmt algildri hönnun og getur það verið dýrt eða jafnvel ómögulegt. Félagsleg einangrun getur fylgt því að fatlað fólk getur ekki heimsótt vini og ættingja vegna þess hvernig það býr. Þó svo að allt nýtt húsnæði á næstu áratugum yrði byggt samkvæmt algildri hönnun þá myndi það ekki nægja til að uppfylla þörf þjóðarinnar fyrir aðgengilegt húsnæði. Aðgengilegt húsnæði er ódýrara til lengri tíma litið því þá geta meðal annars eldri borgarar búið lengur heima hjá sér en ella, fólk getur frekar verið heima þótt um tímabundna skerðingu sé að ræða og þarf ekki að flytja þótt um varanlega skerðingu væri að ræða. Húsnæði sem fólk kaupir fyrir eigin fjármuni hlýtur að vera ódýrara fyrir samfélagið en að byggja fleiri hjúkrunarrými og reka á vegum ríkisins. Áætlun ríkisstjórnarinnar ætti að miða að því að byggðar séu litlar, ódýrar og ekki síst aðgengilegar íbúðir. Í dag þarf fjöldi fólks að yfirgefa heimili sín til að flytja á stofnun eða í þjónustuíbúð. Það er öllum í hag að fólk geti búið á heimili sínu sem lengst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum var kynnt áætlun ríkisstjórnarinnar um „stórfelldar umbætur í húsnæðismálum landsmanna“. Mörgu sem felst í áætluninni ber að fagna. Það er mikilvægt að byggja félagslegar íbúðir, breyta fjármögnun félagslega húsnæðiskerfisins, styðja ungt fólk til íbúðarkaupa og veita leigjendum húsnæðisbætur. Þörfin fyrir litlar og ódýrar íbúðir er mikil og mun aukast. Það er því brýnt að skoða allar leiðir til að minnka byggingarkostnað. Leiðin sem stjórnvöld hafa ákveðið að feta í þá átt er þó ekki sú álitlegasta. Aðskilnaður er ekki umbætur Í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu segir: „Stuðlað verður að sem hagkvæmustum aðferðum við húsnæðisbyggingar til að lækka kostnað, m.a. með endurskoðun byggingarreglugerðar og skipulagslaga. Gert er ráð fyrir nýjum flokki mannvirkja sem verður undanskilinn ákvæðum um altæka hönnun.“ Ákvæði byggingarreglugerðar og skipulagslaga um algilda hönnun og aðgengi fyrir alla fela í sér að mannvirki skuli vera byggð svo að allir hafi sama aðgang að þeim. Þrjár meginástæður eru fyrir því að misráðið er að undanskilja flokk mannvirkja þessum ákvæðum. Það skerðir réttindi fjölda fólks, það felur ekki í sér sparnað og það er óhagkvæmt fyrir þjóðfélagið til lengri tíma litið. Sjálfstætt líf er sjálfsögð mannréttindi Nútímaþjóðfélag á ekki að vera byggt á aðskilnaði og mismunun. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk sem Ísland undirritaði 2007 er áréttað að mannréttindi og grundvallarfrelsi eru algild og ódeilanleg, gagnvirk og samtvinnuð og jafnframt er áréttuð nauðsyn þess að fötluðu fólki séu tryggð þessi réttindi og frelsi að fullu án mismununar. Jafnframt er viðurkennt að hugtakið fötlun þróast og að fötlun verður til í samspili fólks með skerðingar og umhverfis og viðhorfa sem hindra fulla og árangursríka samfélagsþátttöku til jafns við aðra. Í þessu felst meðal annars að fötluðu fólki skuli verða kleift að lifa sjálfstæðu lífi og taka fullan þátt á öllum sviðum lífsins. Öllum hindrunum eigi að vera útrýmt sem hefta aðgengi, meðal annars að byggingum innan dyra sem utan. Með öðrum orðum hefur ríkisstjórn Íslands skuldbundið sig til að eyða hindrunum, ekki setja nýjar upp eins og felst í þessari áætlun. Algild hönnun felur ekki í sér aukinn kostnað Það þarf ekki að vera dýrara að byggja húsnæði samkvæmt ákvæðum um algilda hönnun. Það getur verið dýrt að breyta eldra húsnæði, en ef gert er ráð fyrir þessum ákvæðum þegar frá byrjun þá getur aðgengilegt húsnæði jafnvel verið ódýrara í byggingu en húsnæði sem byggt er samkvæmt eldri stöðlum. Talsvert hefur verið vitnað í mat sem Samtök iðnaðarins létu gera fyrir sig á kostnaðaráhrifum nýrrar byggingarreglugerðar og sýndi fram á verulega hækkun byggingarkostnaðar. Ákvæði um algilda hönnun ollu ekki þeim kostnaði heldur ákvæði um orkusparnað sem síðan hafa verið tekin út úr reglugerðinni. Algild hönnun veldur ekki auknum byggingarkostnaði ef byggt er samkvæmt henni frá grunni. Auk þess sýnir samanburðarúttekt Mannvirkjastofnunar á fjórum gerðum íbúða sem byggðar eru eftir ákvæðum eldri og gildandi byggingarreglugerðar fram á að í öllum tilvikum er unnt að gera minni íbúðir eftir nýju reglugerðinni en eftir þeirri gömlu. Nú er hægt að byggja 26 m2 íbúðir en í áratugi var minnst hægt að byggja 36,2 m2 íbúðir. Kröfur um lágmarksstærðir íbúða hafa því minnkað umtalsvert. Til lengri tíma litið Áætlað er að 10-15% landsmanna eigi við skerðingu að stríða og það hlutfall fer hækkandi. Þjóðin er að eldast og sífellt fleiri munu þurfa á aðgengilegu húsnæði að halda á komandi árum. Eftir 20 ár er talið að um 20% þjóðarinnar séu 65 ára og eldri. Þörfin fyrir minni og ódýrari íbúðir verður síst minni fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega en ungt og barnlaust fólk. Meirihluti eldra húsnæðis á Íslandi er óaðgengilegur fyrir stóran hóp fólks. Einstaklingar geta hlotið skerðingu á lífsleiðinni, þá er það andlegt, líkamlegt og í mörgum tilvikum líka fjárhagslegt áfall. Í tengslum við áföll þarf oft að breyta húsnæði eða einstaklingur þarf að skipta um húsnæði ef hann býr ekki í húsnæði sem er byggt samkvæmt algildri hönnun og getur það verið dýrt eða jafnvel ómögulegt. Félagsleg einangrun getur fylgt því að fatlað fólk getur ekki heimsótt vini og ættingja vegna þess hvernig það býr. Þó svo að allt nýtt húsnæði á næstu áratugum yrði byggt samkvæmt algildri hönnun þá myndi það ekki nægja til að uppfylla þörf þjóðarinnar fyrir aðgengilegt húsnæði. Aðgengilegt húsnæði er ódýrara til lengri tíma litið því þá geta meðal annars eldri borgarar búið lengur heima hjá sér en ella, fólk getur frekar verið heima þótt um tímabundna skerðingu sé að ræða og þarf ekki að flytja þótt um varanlega skerðingu væri að ræða. Húsnæði sem fólk kaupir fyrir eigin fjármuni hlýtur að vera ódýrara fyrir samfélagið en að byggja fleiri hjúkrunarrými og reka á vegum ríkisins. Áætlun ríkisstjórnarinnar ætti að miða að því að byggðar séu litlar, ódýrar og ekki síst aðgengilegar íbúðir. Í dag þarf fjöldi fólks að yfirgefa heimili sín til að flytja á stofnun eða í þjónustuíbúð. Það er öllum í hag að fólk geti búið á heimili sínu sem lengst.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar