Rúnar Páll hitti naglann á höfuðið Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. júní 2015 07:30 Præst er duglegur að messa yfir sínum mönnum. Vísir/Stefán „Það er erfitt að segja hvað er að gerast hjá okkur. Það er bara ekki sami karakter og í fyrra,“ segir Michael Præst, fyrirliði Íslandsmeistara Stjörnunnar, við Fréttablaðið um gengi meistaranna í Pepsi-deildinni til þessa. Stjarnan hefur ekki unnið leik síðan í annarri umferð og er nú búin að tapa tveimur deildarleikjum í röð. Nú síðast steinlá liðið gegn Fjölni á heimavelli, 3-1, þar sem það var einfaldlega heppið að fá ekki verri útreið. „Í fyrra lögðum við mikið á okkur í hverjum leik. Við fengum ekki á okkur skyndisóknir og vörnin var alltaf þétt. Núna erum við alltaf galopnir gagnvart skyndisóknum og erum að gera mistök sem við létum önnur lið gera í fyrra,“ segir Præst. Rúnari Páli Sigmundssyni, þjálfara Íslandsmeistaranna, var nóg boðið eftir leik og sagði í viðtali að það væri ekki furða að liðið tapaði ef „leikmenn nenntu ekki að leggja sig fram“. Præst kom ummæli þjálfarans ekkert á óvart heldur er hann fyllilega sammála Rúnari. „Hann hitti einfaldlega naglann á höfuðið. Deildin er þannig, eins og í fyrra, að allir eru að vinna alla. Við verðum að leggja meira á okkur í hverjum einasta leik. Annars töpum við. Það er ekkert flókið. Við megum ekki bara vera ellefu leikmenn að hlaupa sem einstaklingar heldur verðum að spila sem lið. En nú höfum við náð botni,“ segir Præst. Fyrirliðinn segir að leikmenn Stjörnunnar hafi rætt saman á æfingu í gær eftir útreiðina gegn Fjölni og að þeir ætli að snúa dæminum við áður en það verður um seinan. „Við litum bara hver í augun á öðrum og ræddum þetta. Við ætlum að byggja upp frá vörninni núna og vera jafnöflugir og við getum spilað. Við ætlum ekki að finna taktinn með neinum glansfótbolta. Þetta snýst um að vinna leiki og við viljum sýna að við getum spilað eins og Stjarnan í fyrra,“ segir hann. Præst segist hafa grunað að þetta gæti gerst. „Ég hélt að þetta væri einsdæmi eftir Blikaleikinn en svo mætti Fjölnir og pakkaði okkur saman. Nú þurfum við að fara spila sem lið.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Rúnar Páll: Ef menn nenna þessu ekki fáum við ekkert út úr leikjunum Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ómyrkur í máli eftir tap Íslandsmeistaranna fyrir Fjölni á Samsung-vellinum í kvöld. 7. júní 2015 21:55 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Fjölnir 1-3 | Fjölnismenn rúlluðu yfir meistarana Fjölnismenn unnu öruggan 1-3 sigur á Íslandsmeisturum Stjörnunnar á heimavelli þeirra í Garðabænum í 7. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. 7. júní 2015 00:01 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
„Það er erfitt að segja hvað er að gerast hjá okkur. Það er bara ekki sami karakter og í fyrra,“ segir Michael Præst, fyrirliði Íslandsmeistara Stjörnunnar, við Fréttablaðið um gengi meistaranna í Pepsi-deildinni til þessa. Stjarnan hefur ekki unnið leik síðan í annarri umferð og er nú búin að tapa tveimur deildarleikjum í röð. Nú síðast steinlá liðið gegn Fjölni á heimavelli, 3-1, þar sem það var einfaldlega heppið að fá ekki verri útreið. „Í fyrra lögðum við mikið á okkur í hverjum leik. Við fengum ekki á okkur skyndisóknir og vörnin var alltaf þétt. Núna erum við alltaf galopnir gagnvart skyndisóknum og erum að gera mistök sem við létum önnur lið gera í fyrra,“ segir Præst. Rúnari Páli Sigmundssyni, þjálfara Íslandsmeistaranna, var nóg boðið eftir leik og sagði í viðtali að það væri ekki furða að liðið tapaði ef „leikmenn nenntu ekki að leggja sig fram“. Præst kom ummæli þjálfarans ekkert á óvart heldur er hann fyllilega sammála Rúnari. „Hann hitti einfaldlega naglann á höfuðið. Deildin er þannig, eins og í fyrra, að allir eru að vinna alla. Við verðum að leggja meira á okkur í hverjum einasta leik. Annars töpum við. Það er ekkert flókið. Við megum ekki bara vera ellefu leikmenn að hlaupa sem einstaklingar heldur verðum að spila sem lið. En nú höfum við náð botni,“ segir Præst. Fyrirliðinn segir að leikmenn Stjörnunnar hafi rætt saman á æfingu í gær eftir útreiðina gegn Fjölni og að þeir ætli að snúa dæminum við áður en það verður um seinan. „Við litum bara hver í augun á öðrum og ræddum þetta. Við ætlum að byggja upp frá vörninni núna og vera jafnöflugir og við getum spilað. Við ætlum ekki að finna taktinn með neinum glansfótbolta. Þetta snýst um að vinna leiki og við viljum sýna að við getum spilað eins og Stjarnan í fyrra,“ segir hann. Præst segist hafa grunað að þetta gæti gerst. „Ég hélt að þetta væri einsdæmi eftir Blikaleikinn en svo mætti Fjölnir og pakkaði okkur saman. Nú þurfum við að fara spila sem lið.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Rúnar Páll: Ef menn nenna þessu ekki fáum við ekkert út úr leikjunum Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ómyrkur í máli eftir tap Íslandsmeistaranna fyrir Fjölni á Samsung-vellinum í kvöld. 7. júní 2015 21:55 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Fjölnir 1-3 | Fjölnismenn rúlluðu yfir meistarana Fjölnismenn unnu öruggan 1-3 sigur á Íslandsmeisturum Stjörnunnar á heimavelli þeirra í Garðabænum í 7. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. 7. júní 2015 00:01 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
Rúnar Páll: Ef menn nenna þessu ekki fáum við ekkert út úr leikjunum Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ómyrkur í máli eftir tap Íslandsmeistaranna fyrir Fjölni á Samsung-vellinum í kvöld. 7. júní 2015 21:55
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Fjölnir 1-3 | Fjölnismenn rúlluðu yfir meistarana Fjölnismenn unnu öruggan 1-3 sigur á Íslandsmeisturum Stjörnunnar á heimavelli þeirra í Garðabænum í 7. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. 7. júní 2015 00:01