Seðlabankastjóri segir miklar launahækkanir valda versnandi verðbólguhorfum Heimir Már Pétursson og Ingvar Haraldsson skrifa 11. júní 2015 07:00 Arnór Sighvatsson og Már Guðmundsson kynntu vaxtaákvörðun. fréttablaðið/vilhelm Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru í gær hækkaðir um 0,5 prósentustig og eru nú fimm prósent. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabankans kemur fram að einsýnt virðist vera að hækka þurfi vexti umtalsvert í ágúst og frekar á komandi misserum eigi að tryggja verðstöðugleika til lengri tíma litið. Nefndin benti á að miklar launahækkanir í nýgerðum kjarasamningum hafi valdið því að verðbólguhorfur hafi versnað verulega og því hafi verið gripið til vaxtahækkunar. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að ómögulegt sé að segja til um hversu miklar þær hækkanir verði. Þá benti peningastefnunefndin á að aðgerðir stjórnvalda í tengslum við nýgerða kjarasamninga hafi áhrif á ákvörðun um hækkun stýrivaxta nú. Aðgerðirnar séu enn ófjármagnaðar og feli því að óbreyttu í sér slökun á aðhaldi í ríkisfjármálum. „En ef þetta verður fjármagnað, sem við náttúrlega vonum, þá verða ekki þessi áhrif. En annars er þetta að leggjast á sveif með og koma til viðbótar við önnur eftirspurnaraukandi öfl og hækkanir á kostnaði í hagkerfinu sem eru að eiga sér stað. Og við skulum vona að það verði ekki,“ segir Már. Þá varar peningastefnunefndin einnig við því að fé sem kunni að falla stjórnvöldum í skaut vegna losunar hafta verði varið þannig að það skapi þenslu. Þó sagði Már á fundi þar sem vaxtaákvörðunin var rökstudd í gærmorgun að ekkert hefði komið fram sem benti til annars en að þessir fjármunir yrðu nýttir til að lækka skuldir ríkissjóðs. Seðlabankinn myndi þó fylgjast með framvindu mála og grípa til viðeigandi aðgerða ef þörf krefði. Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira
Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru í gær hækkaðir um 0,5 prósentustig og eru nú fimm prósent. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabankans kemur fram að einsýnt virðist vera að hækka þurfi vexti umtalsvert í ágúst og frekar á komandi misserum eigi að tryggja verðstöðugleika til lengri tíma litið. Nefndin benti á að miklar launahækkanir í nýgerðum kjarasamningum hafi valdið því að verðbólguhorfur hafi versnað verulega og því hafi verið gripið til vaxtahækkunar. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að ómögulegt sé að segja til um hversu miklar þær hækkanir verði. Þá benti peningastefnunefndin á að aðgerðir stjórnvalda í tengslum við nýgerða kjarasamninga hafi áhrif á ákvörðun um hækkun stýrivaxta nú. Aðgerðirnar séu enn ófjármagnaðar og feli því að óbreyttu í sér slökun á aðhaldi í ríkisfjármálum. „En ef þetta verður fjármagnað, sem við náttúrlega vonum, þá verða ekki þessi áhrif. En annars er þetta að leggjast á sveif með og koma til viðbótar við önnur eftirspurnaraukandi öfl og hækkanir á kostnaði í hagkerfinu sem eru að eiga sér stað. Og við skulum vona að það verði ekki,“ segir Már. Þá varar peningastefnunefndin einnig við því að fé sem kunni að falla stjórnvöldum í skaut vegna losunar hafta verði varið þannig að það skapi þenslu. Þó sagði Már á fundi þar sem vaxtaákvörðunin var rökstudd í gærmorgun að ekkert hefði komið fram sem benti til annars en að þessir fjármunir yrðu nýttir til að lækka skuldir ríkissjóðs. Seðlabankinn myndi þó fylgjast með framvindu mála og grípa til viðeigandi aðgerða ef þörf krefði.
Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira