Fyrsta flokks heilbrigðisþjónusta kosningamál 2017 Jón Þór Ólafsson skrifar 17. júní 2015 07:00 Þrisvar sinnum síðastliðinn mánuð hefur Landlæknir sent stjórnvöldum formlegt bréf þar sem fram kemur að „ástandið í heilbrigðiskerfinu sé komið út fyrir þau mörk að hægt sé að tryggja öryggi sjúklinga“ og „aðgerðir sem binda enda á verkfall án þess að samningar náist leysa ekki vanda heilbrigðiskerfisins þegar til lengri tíma er litið“. Fyrir kosningar töluðu báðir stjórnarflokkarnir um „að heilbrigðisstarfsfólkið okkar eru hin raunverulegu verðmæti heilbrigðiskerfisins“ og „að verðmæti heilbrigðisþjónustunnar felst fyrst og fremst í mannauðnum og því þarf að bæta starfsumhverfi og kjör heilbrigðisstétta og draga þannig úr brotthvarfi innan stéttarinnar“. Það var fyrir kosningar. Það kom skýrt fram í skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Pírata í nóvember að yfir 90% landsmanna vilja forgangsraða sínu skattfé í heilbrigðismál, sama hvar í flokk eða sveit þeir eru settir. Á síðustu fjárlögum vantaði samt 3 milljarða í heilbrigðiskerfið samkvæmt forsvarsmönnum allra heilbrigðisstofnana landsins. Þessir fjármunir voru til, enda fjárlögin hallalaus upp á 3,4 milljarða. Og núna, í stað þess að afstýra hættuástandi heilbrigðiskerfisins bæði til lengri og skemmri tíma með því að forgangsraða skattfé landsmanna í það góða samninga við heilbrigðisstarfsmenn að við höldum í þá og það fyrsta flokks heilbrigðiskerfi sem þeir hafa skapað þá grípa stjórnvöld til skaðlegrar skammtímalausnar með lögum á verkföll heilbrigðisstarfsmanna. Búist var við því að heilbrigðisþjónustan á Íslandi myndi versna verulega í kjölfar hrunsins og kreppunnar eins og kemur fram í árlegri skýrslu „Euro Health Consumer Index“ sem Landlæknir hefur stuðst við til að meta gæði heilbrigðisþjónustu landsins. En svo varð ekki og okkur hefur þess í stað tekist að halda öllum flokkum þjónustunnar grænum á sama tíma og Noregur og Svíþjóð hafa fallið úr þeim flokki. Þetta hefur heilbrigðisstarfsfólkið okkar gert þrátt fyrir mikinn niðurskurð, lág laun, lélegan aðbúnað og mikið vaktaálag. Heilbrigðisstarfsfólkið okkar er hetjur og ef við stöndum ekki vörð um það núna þá eigum við skilið að missa það úr landi. Það eru tvö ár í kosningar og ef þessum stjórnvöldum tekst að skaða það fyrsta flokks heilbrigðiskerfi sem heilbrigðisstarfsfólkinu okkar tókst með miklum fórnum að halda á lífi í gegnum mjög erfið kreppuár þá verður fyrsta flokks heilbrigðisþjónusta kosningamál 2017. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Þrisvar sinnum síðastliðinn mánuð hefur Landlæknir sent stjórnvöldum formlegt bréf þar sem fram kemur að „ástandið í heilbrigðiskerfinu sé komið út fyrir þau mörk að hægt sé að tryggja öryggi sjúklinga“ og „aðgerðir sem binda enda á verkfall án þess að samningar náist leysa ekki vanda heilbrigðiskerfisins þegar til lengri tíma er litið“. Fyrir kosningar töluðu báðir stjórnarflokkarnir um „að heilbrigðisstarfsfólkið okkar eru hin raunverulegu verðmæti heilbrigðiskerfisins“ og „að verðmæti heilbrigðisþjónustunnar felst fyrst og fremst í mannauðnum og því þarf að bæta starfsumhverfi og kjör heilbrigðisstétta og draga þannig úr brotthvarfi innan stéttarinnar“. Það var fyrir kosningar. Það kom skýrt fram í skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Pírata í nóvember að yfir 90% landsmanna vilja forgangsraða sínu skattfé í heilbrigðismál, sama hvar í flokk eða sveit þeir eru settir. Á síðustu fjárlögum vantaði samt 3 milljarða í heilbrigðiskerfið samkvæmt forsvarsmönnum allra heilbrigðisstofnana landsins. Þessir fjármunir voru til, enda fjárlögin hallalaus upp á 3,4 milljarða. Og núna, í stað þess að afstýra hættuástandi heilbrigðiskerfisins bæði til lengri og skemmri tíma með því að forgangsraða skattfé landsmanna í það góða samninga við heilbrigðisstarfsmenn að við höldum í þá og það fyrsta flokks heilbrigðiskerfi sem þeir hafa skapað þá grípa stjórnvöld til skaðlegrar skammtímalausnar með lögum á verkföll heilbrigðisstarfsmanna. Búist var við því að heilbrigðisþjónustan á Íslandi myndi versna verulega í kjölfar hrunsins og kreppunnar eins og kemur fram í árlegri skýrslu „Euro Health Consumer Index“ sem Landlæknir hefur stuðst við til að meta gæði heilbrigðisþjónustu landsins. En svo varð ekki og okkur hefur þess í stað tekist að halda öllum flokkum þjónustunnar grænum á sama tíma og Noregur og Svíþjóð hafa fallið úr þeim flokki. Þetta hefur heilbrigðisstarfsfólkið okkar gert þrátt fyrir mikinn niðurskurð, lág laun, lélegan aðbúnað og mikið vaktaálag. Heilbrigðisstarfsfólkið okkar er hetjur og ef við stöndum ekki vörð um það núna þá eigum við skilið að missa það úr landi. Það eru tvö ár í kosningar og ef þessum stjórnvöldum tekst að skaða það fyrsta flokks heilbrigðiskerfi sem heilbrigðisstarfsfólkinu okkar tókst með miklum fórnum að halda á lífi í gegnum mjög erfið kreppuár þá verður fyrsta flokks heilbrigðisþjónusta kosningamál 2017.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar