Sæstrengur þyrfti ekki að kalla á stórfelldar virkjanir 23. júní 2015 00:00 Í umræðum um raforkusæstreng til Bretlands hefur því verið haldið fram að til að sjá slíkum streng fyrir raforku þyrfti að fara í umfangsmiklar virkjanaframkvæmdir og reisa jafnvel sem nemur 1-2 Kárahnjúkavirkjunum. Sannleikurinn er hins vegar sá, að slíkar virkjanaframkvæmdir væru ekki nauðsynlegar, samkvæmt sviðsmynd Landsvirkjunar á orkuöflun fyrir 1.000 MW sæstreng, sem farið verður yfir í þessari grein. Í þessu samhengi er einnig nærtækt að líta til reynslu frænda okkar Norðmanna, sem nýlega hafa lagt sæstrengi til Hollands og Danmerkur og eru með tvo aðra í bígerð; annan til Bretlands og hinn til Þýskalands. Þetta hafa þeir gert án þess að leggja í nýjar stórfelldar virkjanaframkvæmdir.Orkuþörf sæstrengs Landsvirkjun gerir ráð fyrir að sæstrengur þyrfti um 5,0 TWst af raforku árlega. Í vatnsríkum árum gæti útflutningur verið meiri og í þurrum og köldum árum minni. Til samanburðar er orkugeta Kárahnjúkavirkjunar 5,0 TWst og Hellisheiðarvirkjunar 2,5 TWst. 70% orkuöflunar óhefðbundin Sérkenni sæstrengs fyrir Ísland er að hann veitir aðgang að nýjum, stórum og sveigjanlegum markaði fyrir útflutning á rafmagni sem þegar er til, en er nú læst inni vegna einangrunar íslenska markaðarins. Með bættri nýtingu kerfisins, án nýrra virkjana, væri hægt að fá um 2,0 TWst, eða 40% af orkuþörf sæstrengs. Vindorka og smærri virkjunarkostir gætu gefið um 1,5 TWst eða 30%. Nýjar jarðvarma- og vatnsaflsvirkjanir úr nýtingarflokki rammaáætlunar gætu gefið um 1,5 TWst eða 30%. Því má segja að um 70% orkuöflunar væru óhefðbundin fyrir núverandi kerfi en 30% hefðbundin orkuöflun með nýjum jarðvarma- og vatnsaflsvirkjunum.Bætt nýting Til að tryggja orkuöryggi á Íslandi miðast hönnun raforkukerfisins við að hægt sé að tryggja orkuafhendingu í þurrum og köldum árum. Af þessum sökum renna að jafnaði um 10% af vatni ónotuð framhjá virkjunum til sjávar í fullseldu kerfi og fer framhjárennsli vaxandi með aukinni hlýnun jarðar. Að auki taka viðskiptavinir Landsvirkjunar ekki alla orku sem Landsvirkjun hefur skuldbundið sig til að afhenda og er magnið breytilegt eftir árum, en skilar sér í um 2-3% auknu framhjárennsli. Sömuleiðis er almennt til einhver óseld orka í kerfinu frá nýbyggðum virkjunum sem eftir á að semja um sölu á. Sæstrengur opnar því möguleika á að bæta verulega nýtingu íslenska raforkukerfisins. Rúmlega helmingur af 2,0 TWst er þegar í hendi, eða jafngildi rúmlega einnar Blönduvirkjunar. Með því að stækka núverandi vatnsaflsvirkjanir til að tryggja sveigjanlega afhendingu um sæstreng má nýta vatn sem rennur framhjá virkjunum. Að auki yrði nýting vatns í framtíðarvatnsaflsvirkjunum betri.Vindur og smærri virkjanir Vegna þess hve raforkuverð fyrir endurnýjanlega orku er hátt í Bretlandi myndi sæstrengur gera Íslendingum kleift að nýta dýrari orkukosti en við gerum í dag. Þetta eru orkukostir eins og vindorka og smærri og dýrari virkjunarkostir í bæði jarðvarma og vatnsafli. Vindorka getur þar spilað stórt hlutverk, en einnig er líklegt að framþróun verði í smærri vatnsaflsvirkjunum, nýtingu jarðvarma við lægra hitastig og borun niður á meira dýpi í háhitakerfum. Með sæstreng og stækkunum á núverandi vatnsaflsvirkjunum er tækifæri til að hefja kröftugri nýtingu á vindorku en ella.Ekki tímabært að taka ákvörðun Margt bendir til þess að um arðsamt verkefni geti verið að ræða sem muni auka orkuöryggi á Íslandi og gera okkur kleift að nýta betur auðlindir okkar. Hins vegar eru margir óvissuþættir til staðar og ekki hægt á þessari stundu að taka ákvörðun um hvort eða hvenær sæstrengur verði lagður frá Íslandi. Landsvirkjun hefur lagt til að á næstu 2-3 árum verði gerð ítarleg greining á kostum og göllum þess að tengja Ísland við raforkukerfi Evrópu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Í umræðum um raforkusæstreng til Bretlands hefur því verið haldið fram að til að sjá slíkum streng fyrir raforku þyrfti að fara í umfangsmiklar virkjanaframkvæmdir og reisa jafnvel sem nemur 1-2 Kárahnjúkavirkjunum. Sannleikurinn er hins vegar sá, að slíkar virkjanaframkvæmdir væru ekki nauðsynlegar, samkvæmt sviðsmynd Landsvirkjunar á orkuöflun fyrir 1.000 MW sæstreng, sem farið verður yfir í þessari grein. Í þessu samhengi er einnig nærtækt að líta til reynslu frænda okkar Norðmanna, sem nýlega hafa lagt sæstrengi til Hollands og Danmerkur og eru með tvo aðra í bígerð; annan til Bretlands og hinn til Þýskalands. Þetta hafa þeir gert án þess að leggja í nýjar stórfelldar virkjanaframkvæmdir.Orkuþörf sæstrengs Landsvirkjun gerir ráð fyrir að sæstrengur þyrfti um 5,0 TWst af raforku árlega. Í vatnsríkum árum gæti útflutningur verið meiri og í þurrum og köldum árum minni. Til samanburðar er orkugeta Kárahnjúkavirkjunar 5,0 TWst og Hellisheiðarvirkjunar 2,5 TWst. 70% orkuöflunar óhefðbundin Sérkenni sæstrengs fyrir Ísland er að hann veitir aðgang að nýjum, stórum og sveigjanlegum markaði fyrir útflutning á rafmagni sem þegar er til, en er nú læst inni vegna einangrunar íslenska markaðarins. Með bættri nýtingu kerfisins, án nýrra virkjana, væri hægt að fá um 2,0 TWst, eða 40% af orkuþörf sæstrengs. Vindorka og smærri virkjunarkostir gætu gefið um 1,5 TWst eða 30%. Nýjar jarðvarma- og vatnsaflsvirkjanir úr nýtingarflokki rammaáætlunar gætu gefið um 1,5 TWst eða 30%. Því má segja að um 70% orkuöflunar væru óhefðbundin fyrir núverandi kerfi en 30% hefðbundin orkuöflun með nýjum jarðvarma- og vatnsaflsvirkjunum.Bætt nýting Til að tryggja orkuöryggi á Íslandi miðast hönnun raforkukerfisins við að hægt sé að tryggja orkuafhendingu í þurrum og köldum árum. Af þessum sökum renna að jafnaði um 10% af vatni ónotuð framhjá virkjunum til sjávar í fullseldu kerfi og fer framhjárennsli vaxandi með aukinni hlýnun jarðar. Að auki taka viðskiptavinir Landsvirkjunar ekki alla orku sem Landsvirkjun hefur skuldbundið sig til að afhenda og er magnið breytilegt eftir árum, en skilar sér í um 2-3% auknu framhjárennsli. Sömuleiðis er almennt til einhver óseld orka í kerfinu frá nýbyggðum virkjunum sem eftir á að semja um sölu á. Sæstrengur opnar því möguleika á að bæta verulega nýtingu íslenska raforkukerfisins. Rúmlega helmingur af 2,0 TWst er þegar í hendi, eða jafngildi rúmlega einnar Blönduvirkjunar. Með því að stækka núverandi vatnsaflsvirkjanir til að tryggja sveigjanlega afhendingu um sæstreng má nýta vatn sem rennur framhjá virkjunum. Að auki yrði nýting vatns í framtíðarvatnsaflsvirkjunum betri.Vindur og smærri virkjanir Vegna þess hve raforkuverð fyrir endurnýjanlega orku er hátt í Bretlandi myndi sæstrengur gera Íslendingum kleift að nýta dýrari orkukosti en við gerum í dag. Þetta eru orkukostir eins og vindorka og smærri og dýrari virkjunarkostir í bæði jarðvarma og vatnsafli. Vindorka getur þar spilað stórt hlutverk, en einnig er líklegt að framþróun verði í smærri vatnsaflsvirkjunum, nýtingu jarðvarma við lægra hitastig og borun niður á meira dýpi í háhitakerfum. Með sæstreng og stækkunum á núverandi vatnsaflsvirkjunum er tækifæri til að hefja kröftugri nýtingu á vindorku en ella.Ekki tímabært að taka ákvörðun Margt bendir til þess að um arðsamt verkefni geti verið að ræða sem muni auka orkuöryggi á Íslandi og gera okkur kleift að nýta betur auðlindir okkar. Hins vegar eru margir óvissuþættir til staðar og ekki hægt á þessari stundu að taka ákvörðun um hvort eða hvenær sæstrengur verði lagður frá Íslandi. Landsvirkjun hefur lagt til að á næstu 2-3 árum verði gerð ítarleg greining á kostum og göllum þess að tengja Ísland við raforkukerfi Evrópu.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun