Hvar er samkenndin? Sigríður Ásta Hallgrímsdóttir skrifar 25. júní 2015 07:00 Það þarf ekki að segja alþjóð frá því að undanfarin ár hefur erlendum ferðamönnum fjölgað mjög mikið. Hafa menn jafnvel leyft sér að tala um að ferðamenn séu eins og engisprettufaraldur og að það sé ekki líft í miðbæ Reykjavíkur fyrir útlendingum og því sem þeim fylgir. Þegar talað er af slíku gáleysi er ekki hugsað um það hverju ferðaþjónusta hefur skilað í þjóðarbúið og hversu margir hafa lífsviðurværi sitt af því að starfa í ferðaþjónustu og skyldum greinum. Ferðaþjónusta er atvinnugrein! Upp á síðkastið hefur hins vega gætt pirrings og óþolinmæði gagnvart þeim sem þjóna erlendum ferðamönnum og hefur orðræðan oftar en ekki beinst að langferðabílum sem eru að reyna að athafna sig nálægt gististöðum borgarinnar. Þetta á jafnt við um hótel og gistiheimili í miðborginni, sem og í öðrum hverfum borgarinnar. Rútur eru allt í einu orðin bitbein og allir hafa rétt á því að skammast út af rútum í borginni. Rútur eru stór partur af borgarmyndinni allri og gegna veigamiklu hlutverki í því sjónarspili sem flutningur erlendra gesta milli staða í Reykjavík er. Borgarbúar leyfa sér að kalla ókvæðisorðum að bílstjórum langferðabílanna, berja bílana að utan, hrækja á þá, djöflast á bílflautum og sýna hug sinn með hjálp löngutangar. Sumir bílstjóranna geta ekki stillt sig um að svara til baka, en flestir láta þetta yfir sig ganga og reyna að halda andliti gagnvart farþegum sínum. Farþegarnir verða oft dauðskelkaðir og vita ekki í hvaða feni þeir eru lentir og spyrja; erum við velkomin. Íslendingar gefa sig út fyrir að vera réttlát og friðelskandi þjóð, en nú er búið að gefa út skotleyfi á rútur og friðsælir borgarar umhverfast í merkisbera ímyndaðs réttlætis með því að láta skap sitt bitna á rútubílum! Fréttir af stórum rútum sem eru fastar í öngstrætum miðborgarinnar eru blásnar út í fjölmiðlum og allir eiga til sögur af rútum sem leggja uppi á stéttum, í merkt stæði opinberra starfsmanna og á stöðum þar sem mikið er um einkabíla. Alls staðar eru rúturnar fyrir.Skaði fyrir þjóðarbúið Öll hótel og allir gististaðir í Reykjavík telja sig eiga rétt á því að fá rútur heim að dyrum, ýmist til að skila farþegum af sér eða til að sækja gesti sem eru að fara úr landi eða í styttri og lengri ferðir. Rútufyrirtæki reyna eftir fremsta megni að verða við þessum óskum, þrátt fyrir að í mörgum tilfellum hreinlega vanti almenn bílastæði við hótelin og gististaðina, hvað þá að gert sé ráð fyrir rútum. Tvö nýleg hótel í borginni eru til vitnis um þetta, annað við Hlemm og hitt í Þórunnartúni, það síðara er stærsta hótel á Íslandi. Aðkoma að því hóteli frá Borgartúni er lokuð og frá Bríetartúni er aðeins fólksbílafæri. Það þýðir þó ekki að sakast við einn eða neinn, heldur gera gott úr því sem er til staðar hverju sinni. Það má þó brýna fyrir samborgurunum að sýna umburðarlyndi og samkennd þó að smátafir verði vegna skorts á rútubílastæðum í borginni. Hugmynd yfirmanna borgarinnar um hjólandi og gangandi fólk í miðbænum er góð og gild, en á hreint ekki við um erlenda gesti sem þekkja ekki borgina og eru þar að auki oftast með þungan farangur meðferðis, en ekki hjólið sitt. Pirringur og reiði smita út frá sér og fæla frá. Við eigum að sýna umburðarlyndi og vera gestrisin – það væri mikill skaði fyrir þjóðarbúið ef ferðamenn hætta að koma til landsins. Það þarf að viðurkenna þjónustu sem atvinnugrein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það þarf ekki að segja alþjóð frá því að undanfarin ár hefur erlendum ferðamönnum fjölgað mjög mikið. Hafa menn jafnvel leyft sér að tala um að ferðamenn séu eins og engisprettufaraldur og að það sé ekki líft í miðbæ Reykjavíkur fyrir útlendingum og því sem þeim fylgir. Þegar talað er af slíku gáleysi er ekki hugsað um það hverju ferðaþjónusta hefur skilað í þjóðarbúið og hversu margir hafa lífsviðurværi sitt af því að starfa í ferðaþjónustu og skyldum greinum. Ferðaþjónusta er atvinnugrein! Upp á síðkastið hefur hins vega gætt pirrings og óþolinmæði gagnvart þeim sem þjóna erlendum ferðamönnum og hefur orðræðan oftar en ekki beinst að langferðabílum sem eru að reyna að athafna sig nálægt gististöðum borgarinnar. Þetta á jafnt við um hótel og gistiheimili í miðborginni, sem og í öðrum hverfum borgarinnar. Rútur eru allt í einu orðin bitbein og allir hafa rétt á því að skammast út af rútum í borginni. Rútur eru stór partur af borgarmyndinni allri og gegna veigamiklu hlutverki í því sjónarspili sem flutningur erlendra gesta milli staða í Reykjavík er. Borgarbúar leyfa sér að kalla ókvæðisorðum að bílstjórum langferðabílanna, berja bílana að utan, hrækja á þá, djöflast á bílflautum og sýna hug sinn með hjálp löngutangar. Sumir bílstjóranna geta ekki stillt sig um að svara til baka, en flestir láta þetta yfir sig ganga og reyna að halda andliti gagnvart farþegum sínum. Farþegarnir verða oft dauðskelkaðir og vita ekki í hvaða feni þeir eru lentir og spyrja; erum við velkomin. Íslendingar gefa sig út fyrir að vera réttlát og friðelskandi þjóð, en nú er búið að gefa út skotleyfi á rútur og friðsælir borgarar umhverfast í merkisbera ímyndaðs réttlætis með því að láta skap sitt bitna á rútubílum! Fréttir af stórum rútum sem eru fastar í öngstrætum miðborgarinnar eru blásnar út í fjölmiðlum og allir eiga til sögur af rútum sem leggja uppi á stéttum, í merkt stæði opinberra starfsmanna og á stöðum þar sem mikið er um einkabíla. Alls staðar eru rúturnar fyrir.Skaði fyrir þjóðarbúið Öll hótel og allir gististaðir í Reykjavík telja sig eiga rétt á því að fá rútur heim að dyrum, ýmist til að skila farþegum af sér eða til að sækja gesti sem eru að fara úr landi eða í styttri og lengri ferðir. Rútufyrirtæki reyna eftir fremsta megni að verða við þessum óskum, þrátt fyrir að í mörgum tilfellum hreinlega vanti almenn bílastæði við hótelin og gististaðina, hvað þá að gert sé ráð fyrir rútum. Tvö nýleg hótel í borginni eru til vitnis um þetta, annað við Hlemm og hitt í Þórunnartúni, það síðara er stærsta hótel á Íslandi. Aðkoma að því hóteli frá Borgartúni er lokuð og frá Bríetartúni er aðeins fólksbílafæri. Það þýðir þó ekki að sakast við einn eða neinn, heldur gera gott úr því sem er til staðar hverju sinni. Það má þó brýna fyrir samborgurunum að sýna umburðarlyndi og samkennd þó að smátafir verði vegna skorts á rútubílastæðum í borginni. Hugmynd yfirmanna borgarinnar um hjólandi og gangandi fólk í miðbænum er góð og gild, en á hreint ekki við um erlenda gesti sem þekkja ekki borgina og eru þar að auki oftast með þungan farangur meðferðis, en ekki hjólið sitt. Pirringur og reiði smita út frá sér og fæla frá. Við eigum að sýna umburðarlyndi og vera gestrisin – það væri mikill skaði fyrir þjóðarbúið ef ferðamenn hætta að koma til landsins. Það þarf að viðurkenna þjónustu sem atvinnugrein.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun