Haukur: Ég er ekki tilbúinn til að koma heim eins og er Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. júlí 2015 08:00 Haukur Helgi Pálsson. Vísir/Vilhelm Haukur Helgi Pálsson, einn af lykilmönnum íslenska landsliðsins í körfubolta, fór inn í sumarið fyrir Evrópumótið án liðs eftir að samningur hans við LF Basket í Svíþjóð rann út. Haukur er enn án liðs og gæti verið það enn þegar Ísland fer til Berlínar í byrjun september og keppir á EM í fyrsta skipti í sögunni.Æfir í fríinu „Ég hef ekki hugmynd um hvar ég spila í vetur eins og staðan er. Ég er bara með umboðsmann í þessu núna,“ sagði Haukur Helgi við Fréttablaðið í gær. Hann var þá nýkominn af æfingu með tveimur landsliðsmönnum; Herði Axel Vilhjálmssyni og Elvari Má Friðrikssyni, en saman æfa þeir stíft í Keflavík. „Hörður Axel kallar þetta „Sunny-Kef“ en ég er alveg ósammála því. Hér er alltaf skýjað. Þetta er líklega einhver kaldhæðni í honum,“ segir hann og hlær. Haukur Helgi segir LF Basket hafa sýnt áhuga á að fá hann aftur, en Norðurlöndin er ekki alveg það sem hann er að horfa til núna. „Þeir vildu fá mig aftur en ég ákvað að bíða með það. Mig langar aftur að komast í deildirnar þar sem ég var; á Spáni eða til Þýskalands. Mig langar helst í spænsku úrvalsdeildina en myndi alveg skoða B-deildina þar líka. Þetta kemur allt í ljós, það er bara að detta í júlí núna,“ segir Haukur.EM búið of seint Þessi öflugi leikmaður fær tækifæri til að sýna sig á stærsta sviði Evrópu síðar í sumar þegar strákarnir okkar spila við nokkur af stærstu liðum Evrópu í Berlín. Það getur verið stór gluggi. „Ég vil helst vera búinn að semja við eitthvert lið fyrir það, en ef ekkert spennandi kemur upp bíð ég með það. EM er náttúrlega þokkalegur gluggi en mótið er búið svolítið seint. Það væri betra að vera kominn með samning einhvers staðar,“ segir Haukur. Landsliðsmaðurinn segir óvissu í samningamálum ekkert trufla undirbúning sinn fyrir þetta mikilvæga sumar með íslenska liðinu. Umboðsmaðurinn hans sér einfaldlega um samningamálin og hann einbeitir sér að því að vera klár fyrir stóru stundina.Ekki á heimleið „Ég læt þetta ekkert trufla mig. Svona er þessi bransi bara. Það gæti allt eins dottið eitthvað inn á morgun. Ég er ekkert að missa mig úr stressi en það væri, eins og ég segi, þægilegra að ganga frá þessu fyrr en seinna,“ segir hann. Lágvær orðrómur hefur verið uppi um að Haukur Helgi gæti spilað næsta tímabili í Dominos-deildinni en það er ekki eitthvað sem kemur til greina. „Ég vil frekar fara til Svíþjóðar aftur en að koma heim. Ég er ekki tilbúinn til að koma heim eins og er,“ segir Haukur Helgi Pálsson. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Haukur Helgi Pálsson, einn af lykilmönnum íslenska landsliðsins í körfubolta, fór inn í sumarið fyrir Evrópumótið án liðs eftir að samningur hans við LF Basket í Svíþjóð rann út. Haukur er enn án liðs og gæti verið það enn þegar Ísland fer til Berlínar í byrjun september og keppir á EM í fyrsta skipti í sögunni.Æfir í fríinu „Ég hef ekki hugmynd um hvar ég spila í vetur eins og staðan er. Ég er bara með umboðsmann í þessu núna,“ sagði Haukur Helgi við Fréttablaðið í gær. Hann var þá nýkominn af æfingu með tveimur landsliðsmönnum; Herði Axel Vilhjálmssyni og Elvari Má Friðrikssyni, en saman æfa þeir stíft í Keflavík. „Hörður Axel kallar þetta „Sunny-Kef“ en ég er alveg ósammála því. Hér er alltaf skýjað. Þetta er líklega einhver kaldhæðni í honum,“ segir hann og hlær. Haukur Helgi segir LF Basket hafa sýnt áhuga á að fá hann aftur, en Norðurlöndin er ekki alveg það sem hann er að horfa til núna. „Þeir vildu fá mig aftur en ég ákvað að bíða með það. Mig langar aftur að komast í deildirnar þar sem ég var; á Spáni eða til Þýskalands. Mig langar helst í spænsku úrvalsdeildina en myndi alveg skoða B-deildina þar líka. Þetta kemur allt í ljós, það er bara að detta í júlí núna,“ segir Haukur.EM búið of seint Þessi öflugi leikmaður fær tækifæri til að sýna sig á stærsta sviði Evrópu síðar í sumar þegar strákarnir okkar spila við nokkur af stærstu liðum Evrópu í Berlín. Það getur verið stór gluggi. „Ég vil helst vera búinn að semja við eitthvert lið fyrir það, en ef ekkert spennandi kemur upp bíð ég með það. EM er náttúrlega þokkalegur gluggi en mótið er búið svolítið seint. Það væri betra að vera kominn með samning einhvers staðar,“ segir Haukur. Landsliðsmaðurinn segir óvissu í samningamálum ekkert trufla undirbúning sinn fyrir þetta mikilvæga sumar með íslenska liðinu. Umboðsmaðurinn hans sér einfaldlega um samningamálin og hann einbeitir sér að því að vera klár fyrir stóru stundina.Ekki á heimleið „Ég læt þetta ekkert trufla mig. Svona er þessi bransi bara. Það gæti allt eins dottið eitthvað inn á morgun. Ég er ekkert að missa mig úr stressi en það væri, eins og ég segi, þægilegra að ganga frá þessu fyrr en seinna,“ segir hann. Lágvær orðrómur hefur verið uppi um að Haukur Helgi gæti spilað næsta tímabili í Dominos-deildinni en það er ekki eitthvað sem kemur til greina. „Ég vil frekar fara til Svíþjóðar aftur en að koma heim. Ég er ekki tilbúinn til að koma heim eins og er,“ segir Haukur Helgi Pálsson.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira