Haukur: Ég er ekki tilbúinn til að koma heim eins og er Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. júlí 2015 08:00 Haukur Helgi Pálsson. Vísir/Vilhelm Haukur Helgi Pálsson, einn af lykilmönnum íslenska landsliðsins í körfubolta, fór inn í sumarið fyrir Evrópumótið án liðs eftir að samningur hans við LF Basket í Svíþjóð rann út. Haukur er enn án liðs og gæti verið það enn þegar Ísland fer til Berlínar í byrjun september og keppir á EM í fyrsta skipti í sögunni.Æfir í fríinu „Ég hef ekki hugmynd um hvar ég spila í vetur eins og staðan er. Ég er bara með umboðsmann í þessu núna,“ sagði Haukur Helgi við Fréttablaðið í gær. Hann var þá nýkominn af æfingu með tveimur landsliðsmönnum; Herði Axel Vilhjálmssyni og Elvari Má Friðrikssyni, en saman æfa þeir stíft í Keflavík. „Hörður Axel kallar þetta „Sunny-Kef“ en ég er alveg ósammála því. Hér er alltaf skýjað. Þetta er líklega einhver kaldhæðni í honum,“ segir hann og hlær. Haukur Helgi segir LF Basket hafa sýnt áhuga á að fá hann aftur, en Norðurlöndin er ekki alveg það sem hann er að horfa til núna. „Þeir vildu fá mig aftur en ég ákvað að bíða með það. Mig langar aftur að komast í deildirnar þar sem ég var; á Spáni eða til Þýskalands. Mig langar helst í spænsku úrvalsdeildina en myndi alveg skoða B-deildina þar líka. Þetta kemur allt í ljós, það er bara að detta í júlí núna,“ segir Haukur.EM búið of seint Þessi öflugi leikmaður fær tækifæri til að sýna sig á stærsta sviði Evrópu síðar í sumar þegar strákarnir okkar spila við nokkur af stærstu liðum Evrópu í Berlín. Það getur verið stór gluggi. „Ég vil helst vera búinn að semja við eitthvert lið fyrir það, en ef ekkert spennandi kemur upp bíð ég með það. EM er náttúrlega þokkalegur gluggi en mótið er búið svolítið seint. Það væri betra að vera kominn með samning einhvers staðar,“ segir Haukur. Landsliðsmaðurinn segir óvissu í samningamálum ekkert trufla undirbúning sinn fyrir þetta mikilvæga sumar með íslenska liðinu. Umboðsmaðurinn hans sér einfaldlega um samningamálin og hann einbeitir sér að því að vera klár fyrir stóru stundina.Ekki á heimleið „Ég læt þetta ekkert trufla mig. Svona er þessi bransi bara. Það gæti allt eins dottið eitthvað inn á morgun. Ég er ekkert að missa mig úr stressi en það væri, eins og ég segi, þægilegra að ganga frá þessu fyrr en seinna,“ segir hann. Lágvær orðrómur hefur verið uppi um að Haukur Helgi gæti spilað næsta tímabili í Dominos-deildinni en það er ekki eitthvað sem kemur til greina. „Ég vil frekar fara til Svíþjóðar aftur en að koma heim. Ég er ekki tilbúinn til að koma heim eins og er,“ segir Haukur Helgi Pálsson. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Fleiri fréttir Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Sjá meira
Haukur Helgi Pálsson, einn af lykilmönnum íslenska landsliðsins í körfubolta, fór inn í sumarið fyrir Evrópumótið án liðs eftir að samningur hans við LF Basket í Svíþjóð rann út. Haukur er enn án liðs og gæti verið það enn þegar Ísland fer til Berlínar í byrjun september og keppir á EM í fyrsta skipti í sögunni.Æfir í fríinu „Ég hef ekki hugmynd um hvar ég spila í vetur eins og staðan er. Ég er bara með umboðsmann í þessu núna,“ sagði Haukur Helgi við Fréttablaðið í gær. Hann var þá nýkominn af æfingu með tveimur landsliðsmönnum; Herði Axel Vilhjálmssyni og Elvari Má Friðrikssyni, en saman æfa þeir stíft í Keflavík. „Hörður Axel kallar þetta „Sunny-Kef“ en ég er alveg ósammála því. Hér er alltaf skýjað. Þetta er líklega einhver kaldhæðni í honum,“ segir hann og hlær. Haukur Helgi segir LF Basket hafa sýnt áhuga á að fá hann aftur, en Norðurlöndin er ekki alveg það sem hann er að horfa til núna. „Þeir vildu fá mig aftur en ég ákvað að bíða með það. Mig langar aftur að komast í deildirnar þar sem ég var; á Spáni eða til Þýskalands. Mig langar helst í spænsku úrvalsdeildina en myndi alveg skoða B-deildina þar líka. Þetta kemur allt í ljós, það er bara að detta í júlí núna,“ segir Haukur.EM búið of seint Þessi öflugi leikmaður fær tækifæri til að sýna sig á stærsta sviði Evrópu síðar í sumar þegar strákarnir okkar spila við nokkur af stærstu liðum Evrópu í Berlín. Það getur verið stór gluggi. „Ég vil helst vera búinn að semja við eitthvert lið fyrir það, en ef ekkert spennandi kemur upp bíð ég með það. EM er náttúrlega þokkalegur gluggi en mótið er búið svolítið seint. Það væri betra að vera kominn með samning einhvers staðar,“ segir Haukur. Landsliðsmaðurinn segir óvissu í samningamálum ekkert trufla undirbúning sinn fyrir þetta mikilvæga sumar með íslenska liðinu. Umboðsmaðurinn hans sér einfaldlega um samningamálin og hann einbeitir sér að því að vera klár fyrir stóru stundina.Ekki á heimleið „Ég læt þetta ekkert trufla mig. Svona er þessi bransi bara. Það gæti allt eins dottið eitthvað inn á morgun. Ég er ekkert að missa mig úr stressi en það væri, eins og ég segi, þægilegra að ganga frá þessu fyrr en seinna,“ segir hann. Lágvær orðrómur hefur verið uppi um að Haukur Helgi gæti spilað næsta tímabili í Dominos-deildinni en það er ekki eitthvað sem kemur til greina. „Ég vil frekar fara til Svíþjóðar aftur en að koma heim. Ég er ekki tilbúinn til að koma heim eins og er,“ segir Haukur Helgi Pálsson.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Fleiri fréttir Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Sjá meira