Haukur: Ég er ekki tilbúinn til að koma heim eins og er Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. júlí 2015 08:00 Haukur Helgi Pálsson. Vísir/Vilhelm Haukur Helgi Pálsson, einn af lykilmönnum íslenska landsliðsins í körfubolta, fór inn í sumarið fyrir Evrópumótið án liðs eftir að samningur hans við LF Basket í Svíþjóð rann út. Haukur er enn án liðs og gæti verið það enn þegar Ísland fer til Berlínar í byrjun september og keppir á EM í fyrsta skipti í sögunni.Æfir í fríinu „Ég hef ekki hugmynd um hvar ég spila í vetur eins og staðan er. Ég er bara með umboðsmann í þessu núna,“ sagði Haukur Helgi við Fréttablaðið í gær. Hann var þá nýkominn af æfingu með tveimur landsliðsmönnum; Herði Axel Vilhjálmssyni og Elvari Má Friðrikssyni, en saman æfa þeir stíft í Keflavík. „Hörður Axel kallar þetta „Sunny-Kef“ en ég er alveg ósammála því. Hér er alltaf skýjað. Þetta er líklega einhver kaldhæðni í honum,“ segir hann og hlær. Haukur Helgi segir LF Basket hafa sýnt áhuga á að fá hann aftur, en Norðurlöndin er ekki alveg það sem hann er að horfa til núna. „Þeir vildu fá mig aftur en ég ákvað að bíða með það. Mig langar aftur að komast í deildirnar þar sem ég var; á Spáni eða til Þýskalands. Mig langar helst í spænsku úrvalsdeildina en myndi alveg skoða B-deildina þar líka. Þetta kemur allt í ljós, það er bara að detta í júlí núna,“ segir Haukur.EM búið of seint Þessi öflugi leikmaður fær tækifæri til að sýna sig á stærsta sviði Evrópu síðar í sumar þegar strákarnir okkar spila við nokkur af stærstu liðum Evrópu í Berlín. Það getur verið stór gluggi. „Ég vil helst vera búinn að semja við eitthvert lið fyrir það, en ef ekkert spennandi kemur upp bíð ég með það. EM er náttúrlega þokkalegur gluggi en mótið er búið svolítið seint. Það væri betra að vera kominn með samning einhvers staðar,“ segir Haukur. Landsliðsmaðurinn segir óvissu í samningamálum ekkert trufla undirbúning sinn fyrir þetta mikilvæga sumar með íslenska liðinu. Umboðsmaðurinn hans sér einfaldlega um samningamálin og hann einbeitir sér að því að vera klár fyrir stóru stundina.Ekki á heimleið „Ég læt þetta ekkert trufla mig. Svona er þessi bransi bara. Það gæti allt eins dottið eitthvað inn á morgun. Ég er ekkert að missa mig úr stressi en það væri, eins og ég segi, þægilegra að ganga frá þessu fyrr en seinna,“ segir hann. Lágvær orðrómur hefur verið uppi um að Haukur Helgi gæti spilað næsta tímabili í Dominos-deildinni en það er ekki eitthvað sem kemur til greina. „Ég vil frekar fara til Svíþjóðar aftur en að koma heim. Ég er ekki tilbúinn til að koma heim eins og er,“ segir Haukur Helgi Pálsson. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Sjá meira
Haukur Helgi Pálsson, einn af lykilmönnum íslenska landsliðsins í körfubolta, fór inn í sumarið fyrir Evrópumótið án liðs eftir að samningur hans við LF Basket í Svíþjóð rann út. Haukur er enn án liðs og gæti verið það enn þegar Ísland fer til Berlínar í byrjun september og keppir á EM í fyrsta skipti í sögunni.Æfir í fríinu „Ég hef ekki hugmynd um hvar ég spila í vetur eins og staðan er. Ég er bara með umboðsmann í þessu núna,“ sagði Haukur Helgi við Fréttablaðið í gær. Hann var þá nýkominn af æfingu með tveimur landsliðsmönnum; Herði Axel Vilhjálmssyni og Elvari Má Friðrikssyni, en saman æfa þeir stíft í Keflavík. „Hörður Axel kallar þetta „Sunny-Kef“ en ég er alveg ósammála því. Hér er alltaf skýjað. Þetta er líklega einhver kaldhæðni í honum,“ segir hann og hlær. Haukur Helgi segir LF Basket hafa sýnt áhuga á að fá hann aftur, en Norðurlöndin er ekki alveg það sem hann er að horfa til núna. „Þeir vildu fá mig aftur en ég ákvað að bíða með það. Mig langar aftur að komast í deildirnar þar sem ég var; á Spáni eða til Þýskalands. Mig langar helst í spænsku úrvalsdeildina en myndi alveg skoða B-deildina þar líka. Þetta kemur allt í ljós, það er bara að detta í júlí núna,“ segir Haukur.EM búið of seint Þessi öflugi leikmaður fær tækifæri til að sýna sig á stærsta sviði Evrópu síðar í sumar þegar strákarnir okkar spila við nokkur af stærstu liðum Evrópu í Berlín. Það getur verið stór gluggi. „Ég vil helst vera búinn að semja við eitthvert lið fyrir það, en ef ekkert spennandi kemur upp bíð ég með það. EM er náttúrlega þokkalegur gluggi en mótið er búið svolítið seint. Það væri betra að vera kominn með samning einhvers staðar,“ segir Haukur. Landsliðsmaðurinn segir óvissu í samningamálum ekkert trufla undirbúning sinn fyrir þetta mikilvæga sumar með íslenska liðinu. Umboðsmaðurinn hans sér einfaldlega um samningamálin og hann einbeitir sér að því að vera klár fyrir stóru stundina.Ekki á heimleið „Ég læt þetta ekkert trufla mig. Svona er þessi bransi bara. Það gæti allt eins dottið eitthvað inn á morgun. Ég er ekkert að missa mig úr stressi en það væri, eins og ég segi, þægilegra að ganga frá þessu fyrr en seinna,“ segir hann. Lágvær orðrómur hefur verið uppi um að Haukur Helgi gæti spilað næsta tímabili í Dominos-deildinni en það er ekki eitthvað sem kemur til greina. „Ég vil frekar fara til Svíþjóðar aftur en að koma heim. Ég er ekki tilbúinn til að koma heim eins og er,“ segir Haukur Helgi Pálsson.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Sjá meira