Virkar skuldaleiðréttingin? – Já, hún virkar sannarlega! Þorsteinn Sæmundsson skrifar 3. júlí 2015 07:00 Nýútkomin skýrsla fjármálaráðherra um skuldaleiðréttinguna staðfestir svo ekki verður um villst að markmið skuldaleiðréttingar ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hafa náðst fullkomlega. Ef skýrslan er borin saman við kynningu leiðréttingarinnar á sínum tíma kemur í ljós hversu vel undirbúin framkvæmd leiðréttingarinnar var. Eins og allir vita nam heildarumfang leiðréttingarinnar 150 milljörðum króna, 80 milljarðar í beina leiðréttingu og um 70 milljarðar með nýtingu séreignarsparnaðar. Dreifing hinnar beinu leiðréttingar, 80 milljarðanna, var í samræmi við væntingar því markmiðið var að leiðrétta útgjöld heimila sem urðu vegna verðbólgu umfram markmið Seðlabankans á tilgreindum tíma. Langstærstur hluti leiðréttingarinnar kom í hlut lág- og millitekjuhópa, s.s. heimila sem samanstanda af tveimur ASÍ-félögum, tveimur BSRB-félögum eða tveimur BHM-félögum. Meirihluti leiðréttingarinnar kom í hlut heimila sem skulduðu meira en helming í íbúðarhúsnæði sínu. Markmið leiðréttingarinnar um réttlæti og sanngirni rættust því að fullu. Þegar almenn aðgerð af þessari stærðargráðu er framkvæmd fer ekki hjá því að lítill hluti fellur í skaut hópum sem ekki þurfa aðstoðar við. Þannig hefur nokkuð farið fyrir því í fjölmiðlum að 1.250 heimili sem greiddu auðlegðarskatt fengu 1,5 milljarða í leiðréttingu. Það þýðir að 55.800 heimili skiptu með sér rúmum 88 milljörðum. Auk þessa hafa 34 þúsund heimili nýtt sér séreignarsparnaðarleiðina. Þeir sem ekki trúðu á þessa leið og treystu sér ekki til að fara hana auk þeirra sem voru beinlínis á móti því að leiðrétta skuldir íslenskra heimila hafa farið mikinn gegn aðgerðinni og beitt hinum og þessum blekkingum í því skyni. Það er aftur á móti athugunarefni fyrir alla þá sem nutu leiðréttingarinnar að hluti stjórnmálamanna var á móti henni. Sumir þeirra sóttu reyndar um og gátu hugsað sér að njóta ávaxtanna. Þegar öllu er á botninn hvolft skiptir þó ekki máli hvað einstakir andstæðingar leiðréttingarinnar hafa látið sér um munn fara. Niðurstaðan skiptir þær tugþúsundir heimila sem nutu leiðréttingarinnar mestu. Þið öll sem fenguð lækkun höfuðstóls, sem búið nú við lægri greiðslubyrði til langrar framtíðar, vitið best að skuldaleiðréttingin virkar. Okkur sem börðumst fyrir leiðréttingunni langa hríð og sáum hana verða að veruleika skiptir líka mestu hversu miklu hún hefur breytt fyrir svo marga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Nýútkomin skýrsla fjármálaráðherra um skuldaleiðréttinguna staðfestir svo ekki verður um villst að markmið skuldaleiðréttingar ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hafa náðst fullkomlega. Ef skýrslan er borin saman við kynningu leiðréttingarinnar á sínum tíma kemur í ljós hversu vel undirbúin framkvæmd leiðréttingarinnar var. Eins og allir vita nam heildarumfang leiðréttingarinnar 150 milljörðum króna, 80 milljarðar í beina leiðréttingu og um 70 milljarðar með nýtingu séreignarsparnaðar. Dreifing hinnar beinu leiðréttingar, 80 milljarðanna, var í samræmi við væntingar því markmiðið var að leiðrétta útgjöld heimila sem urðu vegna verðbólgu umfram markmið Seðlabankans á tilgreindum tíma. Langstærstur hluti leiðréttingarinnar kom í hlut lág- og millitekjuhópa, s.s. heimila sem samanstanda af tveimur ASÍ-félögum, tveimur BSRB-félögum eða tveimur BHM-félögum. Meirihluti leiðréttingarinnar kom í hlut heimila sem skulduðu meira en helming í íbúðarhúsnæði sínu. Markmið leiðréttingarinnar um réttlæti og sanngirni rættust því að fullu. Þegar almenn aðgerð af þessari stærðargráðu er framkvæmd fer ekki hjá því að lítill hluti fellur í skaut hópum sem ekki þurfa aðstoðar við. Þannig hefur nokkuð farið fyrir því í fjölmiðlum að 1.250 heimili sem greiddu auðlegðarskatt fengu 1,5 milljarða í leiðréttingu. Það þýðir að 55.800 heimili skiptu með sér rúmum 88 milljörðum. Auk þessa hafa 34 þúsund heimili nýtt sér séreignarsparnaðarleiðina. Þeir sem ekki trúðu á þessa leið og treystu sér ekki til að fara hana auk þeirra sem voru beinlínis á móti því að leiðrétta skuldir íslenskra heimila hafa farið mikinn gegn aðgerðinni og beitt hinum og þessum blekkingum í því skyni. Það er aftur á móti athugunarefni fyrir alla þá sem nutu leiðréttingarinnar að hluti stjórnmálamanna var á móti henni. Sumir þeirra sóttu reyndar um og gátu hugsað sér að njóta ávaxtanna. Þegar öllu er á botninn hvolft skiptir þó ekki máli hvað einstakir andstæðingar leiðréttingarinnar hafa látið sér um munn fara. Niðurstaðan skiptir þær tugþúsundir heimila sem nutu leiðréttingarinnar mestu. Þið öll sem fenguð lækkun höfuðstóls, sem búið nú við lægri greiðslubyrði til langrar framtíðar, vitið best að skuldaleiðréttingin virkar. Okkur sem börðumst fyrir leiðréttingunni langa hríð og sáum hana verða að veruleika skiptir líka mestu hversu miklu hún hefur breytt fyrir svo marga.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar