Hlekkir nýlenduhugsunarháttar Skjóðan skrifar 8. júlí 2015 12:00 Allt hefur sinn stað og sinn tíma. Líka orkufrek stóriðja. Á sjöunda áratug síðustu aldar var það kærkomin viðbót við einhæft atvinnulíf á Íslandi þegar álverið í Straumsvík var reist. Fram til þess voru gjaldeyristekjur þjóðarinnar reistar á einni stoð, sjávarútvegi. Á síðustu áratugum aldarinnar bættust við fleiri stóriðjuver og þjóðin fékk í sinn hlut arð af orkuauðlindinni sem hafði fram að því verið að mestu óbeisluð. Stóriðjan kom til Íslands fyrir hálfri öld. Aðdráttaraflið var einfalt. Hér var í boði ódýr orka auk þess sem skattaumhverfi var gert hagstætt fyrir alþjóðlega starfsemi af þessu tagi. Frá því álverið í Straumsvík var opnað fyrir tæpum 50 árum hefur mikið breyst í íslensku atvinnulífi. Tækninni hefur fleygt fram og verndun umhverfisins vegur þyngra en fyrr. Álver hafa risið og við Íslendingar höfum nú virkjað stóran hluta þeirrar orku sem virkjanleg er, alla vega ef nýting hennar á að vera í sátt við umhverfið. Gjaldeyrisöflun þjóðarinnar byggist ekki lengur á einni atvinnugrein og ekki einu sinni á tveimur. Þrjár atvinnugreinar gegna lykilhlutverki og er sjávarútvegur ekki lengur sú grein sem mestum gjaldeyri skilar. Iðnaður (þar með talin stóriðja) er stærsta útflutningsgrein Íslands, þegar horft er til gjaldeyrissköpunar. Ferðaþjónustan er í öðru sæti og er raunar talsvert stærri en stóriðjan ein. Í þriðja sæti er svo sjávarútvegurinn, sem löngum var okkar eina raunverulega útflutningsgrein. Í fjórða sæti er liðurinn „annað“, sem væntanlega innifelur hugvit. Undanfarin ár hafa gjaldeyristekjur af ferðamönnum og liðurinn „annað“ stækkað mjög og nú má segja að gjaldeyrissköpun þjóðarinnar hvíli á fjórum stoðum, nokkuð jöfnum. Við erum að breytast úr einhæfu framleiðsluhagkerfi í fjölbreytt. Við erum ekki lengur nýlenduhagkerfi í sinni tærustu mynd þó að undarleg ráðstöfun náttúruauðlinda, þar sem fáir aðilar fá að nýta sér auðlindirnar gegn afskaplega vægu gjaldi, minni meira á nýlenduskipan en nokkuð annað. Fiskinn í sjónum fá útvaldir að veiða nær ókeypis og orkuna fá erlend stórfyrirtæki að kaupa á spottprís. Sókn til áframhaldandi og aukinnar velferðar þjóðarinnar verður ekki byggð á því að halda dauðahaldi í nýlendufyrirkomulagið. Hún verður að byggja á því að afrakstur náttúruauðlinda renni til þjóðarinnar sjálfrar. Það skýtur því skökku við að á öðrum áratug nýrrar aldar skuli menn enn sjá þær lausnir helstar að leggja náttúru landsins undir orkuver til að framleiða orku til að selja á spottprís í skítuga stóriðju í okkar fallega landi. Við brjótum aldrei af okkur hlekkina ef við hugsum sjálf eins og nýlendubúar.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sjá meira
Allt hefur sinn stað og sinn tíma. Líka orkufrek stóriðja. Á sjöunda áratug síðustu aldar var það kærkomin viðbót við einhæft atvinnulíf á Íslandi þegar álverið í Straumsvík var reist. Fram til þess voru gjaldeyristekjur þjóðarinnar reistar á einni stoð, sjávarútvegi. Á síðustu áratugum aldarinnar bættust við fleiri stóriðjuver og þjóðin fékk í sinn hlut arð af orkuauðlindinni sem hafði fram að því verið að mestu óbeisluð. Stóriðjan kom til Íslands fyrir hálfri öld. Aðdráttaraflið var einfalt. Hér var í boði ódýr orka auk þess sem skattaumhverfi var gert hagstætt fyrir alþjóðlega starfsemi af þessu tagi. Frá því álverið í Straumsvík var opnað fyrir tæpum 50 árum hefur mikið breyst í íslensku atvinnulífi. Tækninni hefur fleygt fram og verndun umhverfisins vegur þyngra en fyrr. Álver hafa risið og við Íslendingar höfum nú virkjað stóran hluta þeirrar orku sem virkjanleg er, alla vega ef nýting hennar á að vera í sátt við umhverfið. Gjaldeyrisöflun þjóðarinnar byggist ekki lengur á einni atvinnugrein og ekki einu sinni á tveimur. Þrjár atvinnugreinar gegna lykilhlutverki og er sjávarútvegur ekki lengur sú grein sem mestum gjaldeyri skilar. Iðnaður (þar með talin stóriðja) er stærsta útflutningsgrein Íslands, þegar horft er til gjaldeyrissköpunar. Ferðaþjónustan er í öðru sæti og er raunar talsvert stærri en stóriðjan ein. Í þriðja sæti er svo sjávarútvegurinn, sem löngum var okkar eina raunverulega útflutningsgrein. Í fjórða sæti er liðurinn „annað“, sem væntanlega innifelur hugvit. Undanfarin ár hafa gjaldeyristekjur af ferðamönnum og liðurinn „annað“ stækkað mjög og nú má segja að gjaldeyrissköpun þjóðarinnar hvíli á fjórum stoðum, nokkuð jöfnum. Við erum að breytast úr einhæfu framleiðsluhagkerfi í fjölbreytt. Við erum ekki lengur nýlenduhagkerfi í sinni tærustu mynd þó að undarleg ráðstöfun náttúruauðlinda, þar sem fáir aðilar fá að nýta sér auðlindirnar gegn afskaplega vægu gjaldi, minni meira á nýlenduskipan en nokkuð annað. Fiskinn í sjónum fá útvaldir að veiða nær ókeypis og orkuna fá erlend stórfyrirtæki að kaupa á spottprís. Sókn til áframhaldandi og aukinnar velferðar þjóðarinnar verður ekki byggð á því að halda dauðahaldi í nýlendufyrirkomulagið. Hún verður að byggja á því að afrakstur náttúruauðlinda renni til þjóðarinnar sjálfrar. Það skýtur því skökku við að á öðrum áratug nýrrar aldar skuli menn enn sjá þær lausnir helstar að leggja náttúru landsins undir orkuver til að framleiða orku til að selja á spottprís í skítuga stóriðju í okkar fallega landi. Við brjótum aldrei af okkur hlekkina ef við hugsum sjálf eins og nýlendubúar.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sjá meira