Grísk kreppa í íslensku lífeyrisljósi Jakob Tryggvason skrifar 8. júlí 2015 07:00 Lífeyrismál eru eitt stærsta viðfangsefnið í viðræðum grískra stjórnvalda við lánardrottna sína. Lánardrottnar gagnrýna Grikki fyrir kostnaðarsamt lífeyriskerfi. Á sama tíma blása samtök eldri borgara í Grikklandi til mótmælaaðgerða gegn frekari skerðingu lífeyris. Fimmti hver Grikki er orðinn 65 ára og ef tekið er tillit til þeirra sem fara snemma á eftirlaun lætur nærri að lífeyrisvandinn varði allt að þriðjung kjósenda. Svo má bæta við 50% atvinnuleysi ungmenna sem reiða sig í mörgum tilvikum á lífeyri foreldra. Samtök atvinnulífsins í Grikklandi telja að helmingur allra fjölskyldna í landinu reiði sig á almannatryggingakerfið. Lánardrottnar eiga þannig í óbeinum viðræðum við stóran hluta grísku þjóðarinnar, sem sættir sig ekki við frekari niðurskurð. Opinber útgjöld Grikkja hafa verið skorin að beini og nú beinist athygli að lífeyris- og skattamálum.Gjörólík lífeyriskerfi Áður en Grikkir rötuðu í vandræði sín státuðu þeir af örlátasta lífeyriskerfi Evrópu, svokölluðu gegnumstreymiskerfi. Slíkt kerfi er aðallega fjármagnað með sköttum, sem er í grundvallaratriðum ólíkt til dæmis íslenska kerfinu þar sem hver kynslóð leggur á starfsævinni í sjóði til efri áranna. Í þessu ljósi er áhugavert að fylgjast með gangi mála í Grikklandi. Umbætur voru gerðar á gríska kerfinu 2010 en samt greiða Grikkir um 17,5% landsframleiðslu sinnar til lífeyrismála. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) leggur ríka áherslu á að hlutfallið verði lækkað í 16%, fyrr geti hann ekki samþykkt frekari fyrirgreiðslu. Þess má geta til samanburðar að Íslendingar greiða 6% landsframleiðslu sinnar til lífeyrismála. Flett var ofan af brotalömum og spillingu í gríska kerfinu 2010. Það er mörgum geymdur en ekki gleymdur ímyndarskellur fyrir Grikki. Á daginn kom að 90.000 greiðslur úr kerfinu runnu að stórum hluta til látinna eða til fólks sem var í fullri vinnu en jafnframt á örorkubótum. Hlutfall bótasvika nam 3,4% af heildargreiðslum lífeyris!Undanþága til að fara fyrr á eftirlaun Þá sæta Grikkir gagnrýni fyrir að hækka lífeyrisaldur í orði en ekki á borði. Lánardrottnar krefjast þess að lífeyrisaldur verði hækkaður í raun til að spara útgjöld. Grikkir hækkuðu vissulega lífeyrisaldur karla í 67 ára en áhrifin láta á sér standa vegna þess að hátt í 600 starfsstéttir njóta undanþágu og fá að fara fyrr á eftirlaun vegna hættulegra eða erfiðra vinnuskilyrða. Slökkviliðsmenn fá til dæmis svona undanþágu, hárgreiðslufólk líka vegna hættulegra efna í vinnuumhverfi sínu og meira segja starfsmenn ljósvakamiðla vegna skaðlegra örvera á hljóðnemum! Gríska hagkerfið hefur skroppið saman og greiðslur til lífeyriskerfisins rýrna að sama skapi. Vandi Grikkja tengist að miklu leyti almannatryggingum. Samanlögð eftirlaun úr almannatryggingum og úr veikburða sjóðasöfnunarkerfi Grikklands eru um 880 evrur á mánuði eða tæplega 130.000 krónur, sem telst ekki ríkulegur lífeyrir. Aðalvandinn er samt sá að kerfið er langt frá því að vera sjálfbært. Grikkir komast ekki upp með að slá enn meiri lán til að fjármagna eftirlaun sín og fyrir liggur að 15-44% skerðing lífeyris frá 2010 dugar hvergi til.„Íslenska kerfið“ talið fyrirmynd Gegnumstreymiskerfi eftirlauna hefur í sér fólgna áhættu sem í hnotskurn er helsti vandi grískra stjórnvalda. Stundum er því samt haldið fram hérlendis að gegnumstreymi sé álitlegra en íslenska kerfið. Því skal þá haldið til haga að OECD, Evrópusambandið og Alþjóðabankinn hvetja aðildarríkin til að koma upp þriggja stoða lífeyriskerfi á borð við það sem Íslendingar þekkja: almannatryggingar, öfluga söfnunarsjóði lífeyris og séreignarsjóði. Um leið og við óskum þess að Grikkjum farnist vel við að leysa ofurvanda sinn vonum við að okkur sjálfum takist að byggja upp lífeyriskerfi sem þolir tímabundin samdráttarskeið og sveiflur á fjármálamörkuðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grikkland Mest lesið Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Skoðun Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Sjá meira
Lífeyrismál eru eitt stærsta viðfangsefnið í viðræðum grískra stjórnvalda við lánardrottna sína. Lánardrottnar gagnrýna Grikki fyrir kostnaðarsamt lífeyriskerfi. Á sama tíma blása samtök eldri borgara í Grikklandi til mótmælaaðgerða gegn frekari skerðingu lífeyris. Fimmti hver Grikki er orðinn 65 ára og ef tekið er tillit til þeirra sem fara snemma á eftirlaun lætur nærri að lífeyrisvandinn varði allt að þriðjung kjósenda. Svo má bæta við 50% atvinnuleysi ungmenna sem reiða sig í mörgum tilvikum á lífeyri foreldra. Samtök atvinnulífsins í Grikklandi telja að helmingur allra fjölskyldna í landinu reiði sig á almannatryggingakerfið. Lánardrottnar eiga þannig í óbeinum viðræðum við stóran hluta grísku þjóðarinnar, sem sættir sig ekki við frekari niðurskurð. Opinber útgjöld Grikkja hafa verið skorin að beini og nú beinist athygli að lífeyris- og skattamálum.Gjörólík lífeyriskerfi Áður en Grikkir rötuðu í vandræði sín státuðu þeir af örlátasta lífeyriskerfi Evrópu, svokölluðu gegnumstreymiskerfi. Slíkt kerfi er aðallega fjármagnað með sköttum, sem er í grundvallaratriðum ólíkt til dæmis íslenska kerfinu þar sem hver kynslóð leggur á starfsævinni í sjóði til efri áranna. Í þessu ljósi er áhugavert að fylgjast með gangi mála í Grikklandi. Umbætur voru gerðar á gríska kerfinu 2010 en samt greiða Grikkir um 17,5% landsframleiðslu sinnar til lífeyrismála. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) leggur ríka áherslu á að hlutfallið verði lækkað í 16%, fyrr geti hann ekki samþykkt frekari fyrirgreiðslu. Þess má geta til samanburðar að Íslendingar greiða 6% landsframleiðslu sinnar til lífeyrismála. Flett var ofan af brotalömum og spillingu í gríska kerfinu 2010. Það er mörgum geymdur en ekki gleymdur ímyndarskellur fyrir Grikki. Á daginn kom að 90.000 greiðslur úr kerfinu runnu að stórum hluta til látinna eða til fólks sem var í fullri vinnu en jafnframt á örorkubótum. Hlutfall bótasvika nam 3,4% af heildargreiðslum lífeyris!Undanþága til að fara fyrr á eftirlaun Þá sæta Grikkir gagnrýni fyrir að hækka lífeyrisaldur í orði en ekki á borði. Lánardrottnar krefjast þess að lífeyrisaldur verði hækkaður í raun til að spara útgjöld. Grikkir hækkuðu vissulega lífeyrisaldur karla í 67 ára en áhrifin láta á sér standa vegna þess að hátt í 600 starfsstéttir njóta undanþágu og fá að fara fyrr á eftirlaun vegna hættulegra eða erfiðra vinnuskilyrða. Slökkviliðsmenn fá til dæmis svona undanþágu, hárgreiðslufólk líka vegna hættulegra efna í vinnuumhverfi sínu og meira segja starfsmenn ljósvakamiðla vegna skaðlegra örvera á hljóðnemum! Gríska hagkerfið hefur skroppið saman og greiðslur til lífeyriskerfisins rýrna að sama skapi. Vandi Grikkja tengist að miklu leyti almannatryggingum. Samanlögð eftirlaun úr almannatryggingum og úr veikburða sjóðasöfnunarkerfi Grikklands eru um 880 evrur á mánuði eða tæplega 130.000 krónur, sem telst ekki ríkulegur lífeyrir. Aðalvandinn er samt sá að kerfið er langt frá því að vera sjálfbært. Grikkir komast ekki upp með að slá enn meiri lán til að fjármagna eftirlaun sín og fyrir liggur að 15-44% skerðing lífeyris frá 2010 dugar hvergi til.„Íslenska kerfið“ talið fyrirmynd Gegnumstreymiskerfi eftirlauna hefur í sér fólgna áhættu sem í hnotskurn er helsti vandi grískra stjórnvalda. Stundum er því samt haldið fram hérlendis að gegnumstreymi sé álitlegra en íslenska kerfið. Því skal þá haldið til haga að OECD, Evrópusambandið og Alþjóðabankinn hvetja aðildarríkin til að koma upp þriggja stoða lífeyriskerfi á borð við það sem Íslendingar þekkja: almannatryggingar, öfluga söfnunarsjóði lífeyris og séreignarsjóði. Um leið og við óskum þess að Grikkjum farnist vel við að leysa ofurvanda sinn vonum við að okkur sjálfum takist að byggja upp lífeyriskerfi sem þolir tímabundin samdráttarskeið og sveiflur á fjármálamörkuðum.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun