Mikilvægt skref fyrir Hafnfirðinga Ó. Ingi Tómasson skrifar 16. júlí 2015 09:00 Stórum áfanga var náð nýlega þegar samkomulag var undirritað um uppbyggingu hluta raforkuflutningskerfis Landsnets hf. innan Hafnarfjarðar. Í samkomulaginu felst að línur við byggð verða fjarlægðar, aðrar settar í jörð og Ísallína flutt fjær byggð á lægri og minna áberandi möstur. Einnig verður bætt úr hljóðvist og ásýnd spennuvirkis í Hamranesi. Forsenda samkomulagsins er umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 sem var svo samþykkt þann 9. júlí sl. af fulltrúum meirihlutans en af einhverjum ástæðum sá minnihlutinn ástæðu til að sitja hjá við afgreiðslu málsins. Nýr meirihluti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar tók strax þá stefnu að afgreiða ekki umsóknina fyrr en niðurrifi Hamraneslína yrði flýtt og línur í lofti nálægt íbúðabyggð settar í jörð. Forsagan Í stuttu máli þá má rekja þessa sögu aftur til ársins 2007 þegar kosið var um stækkun álversins í Straumsvík. Ísal bauðst til að greiða fyrir jarðstrengi og niðurrif lína, þegar niðurstaða íbúakosningarinnar lá fyrir varð ekkert úr þeim framkvæmdum. Eftir kosninguna var haft eftir þáverandi bæjarstjóra, Lúðvík Geirssyni, að raflínur í nágrenni álversins í Straumsvík yrðu lagðar í jörð við nýbyggingarsvæði á Völlunum, engin breyting yrði á því, þrátt fyrir niðurstöðu íbúakosningarinnar. Í ágúst 2009 var undirritað samkomulag um uppbyggingu flutningskerfis raforku í landi Hafnarfjarðar þar sem nýjar línur og spennuvirki yrði reist fjærri byggð og aðrar rifnar. Öllum framkvæmdum átti að vera lokið árið 2017. Fyrirvari í samkomulaginu varð þess valdandi að engar framkvæmdir eru enn hafnar. Það var svo í október 2012 sem þáverandi bæjarstjóri, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, undirritaði viðauka við samkomulagið frá 2009 þar sem segir m.a. í 4. gr: „Landsnet hefur upplýst Hafnarfjarðarbæ um þá ákvörðun sína að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir við niðurrif Hamraneslínu 1 og 2.“ Þessum framkvæmdum átti að vera lokið 2020 og að mati lögfróðra er óvíst að samkomulag þetta hefði haldið. Aðkoma íbúasamtaka Valla Íbúum á efri hluta Valla sem búa næst háspennumannvirkjum hefur ítrekað verið lofað að þessi mannvirki verði rifin niður og eru orðnir langþreyttir á að þau loforð hafi ekki verið efnd. Nýr meirihluti setti sér þau markmið að flýta niðurrifi Hamraneslína og nýjar línur færu í jörðu næst íbúabyggð. Að fenginni reynslu kom ekki til álita að setja fyrirvara inn í samkomulagið. Eftir langar viðræður við Landsnet lá fyrir að fyrirtækið var reiðubúið að flýta niðurrifi Hamraneslína til ársins 2018 og leggja nýjar línur í jörð næst byggð. Var framkvæmdin sett í grenndarkynningu og má segja að lán hafi fylgt okkur sem stóðum í samningaviðræðum við Landsnet, að gamalt skipulag fór í loftið með línum ofanjarðar næst byggð. Íbúar á Völlum mótmæltu og haldinn var íbúafundur. Í framhaldinu var fulltrúa íbúasamtakanna boðin þátttaka í viðræðunum þar sem áherslur íbúa sem ekki höfðu komið fram áður, s.s. bætt hljóðvist við spennuvirki og niðurrif Ísallína, voru settar á oddinn. Landsnet var upplýst um stöðuna og viðræður miðuðu að þeirri lausn sem skrifað var undir. Það er mjög ánægjulegt hversu gott samstarf við íbúasamtökin var í þessum viðræðum og sýnir slagkraft íbúa þegar þeir standa saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Suðurnesjalína 2 Mest lesið Halldór 15.3.2025 Halldór Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Sjá meira
Stórum áfanga var náð nýlega þegar samkomulag var undirritað um uppbyggingu hluta raforkuflutningskerfis Landsnets hf. innan Hafnarfjarðar. Í samkomulaginu felst að línur við byggð verða fjarlægðar, aðrar settar í jörð og Ísallína flutt fjær byggð á lægri og minna áberandi möstur. Einnig verður bætt úr hljóðvist og ásýnd spennuvirkis í Hamranesi. Forsenda samkomulagsins er umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 sem var svo samþykkt þann 9. júlí sl. af fulltrúum meirihlutans en af einhverjum ástæðum sá minnihlutinn ástæðu til að sitja hjá við afgreiðslu málsins. Nýr meirihluti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar tók strax þá stefnu að afgreiða ekki umsóknina fyrr en niðurrifi Hamraneslína yrði flýtt og línur í lofti nálægt íbúðabyggð settar í jörð. Forsagan Í stuttu máli þá má rekja þessa sögu aftur til ársins 2007 þegar kosið var um stækkun álversins í Straumsvík. Ísal bauðst til að greiða fyrir jarðstrengi og niðurrif lína, þegar niðurstaða íbúakosningarinnar lá fyrir varð ekkert úr þeim framkvæmdum. Eftir kosninguna var haft eftir þáverandi bæjarstjóra, Lúðvík Geirssyni, að raflínur í nágrenni álversins í Straumsvík yrðu lagðar í jörð við nýbyggingarsvæði á Völlunum, engin breyting yrði á því, þrátt fyrir niðurstöðu íbúakosningarinnar. Í ágúst 2009 var undirritað samkomulag um uppbyggingu flutningskerfis raforku í landi Hafnarfjarðar þar sem nýjar línur og spennuvirki yrði reist fjærri byggð og aðrar rifnar. Öllum framkvæmdum átti að vera lokið árið 2017. Fyrirvari í samkomulaginu varð þess valdandi að engar framkvæmdir eru enn hafnar. Það var svo í október 2012 sem þáverandi bæjarstjóri, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, undirritaði viðauka við samkomulagið frá 2009 þar sem segir m.a. í 4. gr: „Landsnet hefur upplýst Hafnarfjarðarbæ um þá ákvörðun sína að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir við niðurrif Hamraneslínu 1 og 2.“ Þessum framkvæmdum átti að vera lokið 2020 og að mati lögfróðra er óvíst að samkomulag þetta hefði haldið. Aðkoma íbúasamtaka Valla Íbúum á efri hluta Valla sem búa næst háspennumannvirkjum hefur ítrekað verið lofað að þessi mannvirki verði rifin niður og eru orðnir langþreyttir á að þau loforð hafi ekki verið efnd. Nýr meirihluti setti sér þau markmið að flýta niðurrifi Hamraneslína og nýjar línur færu í jörðu næst íbúabyggð. Að fenginni reynslu kom ekki til álita að setja fyrirvara inn í samkomulagið. Eftir langar viðræður við Landsnet lá fyrir að fyrirtækið var reiðubúið að flýta niðurrifi Hamraneslína til ársins 2018 og leggja nýjar línur í jörð næst byggð. Var framkvæmdin sett í grenndarkynningu og má segja að lán hafi fylgt okkur sem stóðum í samningaviðræðum við Landsnet, að gamalt skipulag fór í loftið með línum ofanjarðar næst byggð. Íbúar á Völlum mótmæltu og haldinn var íbúafundur. Í framhaldinu var fulltrúa íbúasamtakanna boðin þátttaka í viðræðunum þar sem áherslur íbúa sem ekki höfðu komið fram áður, s.s. bætt hljóðvist við spennuvirki og niðurrif Ísallína, voru settar á oddinn. Landsnet var upplýst um stöðuna og viðræður miðuðu að þeirri lausn sem skrifað var undir. Það er mjög ánægjulegt hversu gott samstarf við íbúasamtökin var í þessum viðræðum og sýnir slagkraft íbúa þegar þeir standa saman.
Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun