
Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn á betra skilið
Þótt tilurð hans sé einstök, ber okkur engu að síður að dæma þessa ungu stofnun af verkum sínum. Alþjóðleg refsiréttarvarsla krefst sífelldrar vinnu. Dómstóllinn þarf oft að fóta sig varlega við rannsóknir á þeim sem bera mesta ábyrgð á grimmdarverkum, en hafa samtímis í heiðri ýtrustu kröfur um tilhlýðilega málsmeðferð og leyfa röddum óteljandi fórnarlamba að heyrast. Óháð gangverk dómstólsins heldur sínu striki. Hann hefur lokið þremur málum og sannað skilvirkni sína. Reynslan hefur leitt varnaðaráhrif hans í ljós: mögulegir afbrotamenn hafa forðast að fremja glæpi. Eins og Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, komst að orði: „Tími refsileysis heyrir sögunni til. Í hans stað sjáum við, hægt en örugglega, öld ábyrgðar ganga í garð.“ Nærri tveir þriðju hlutar aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna hafa gengið til liðs við dómstólinn.
Erfiðleikarnir eru ekki úr sögunni. Ellefu handtökuskipanir, sem Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn hefur gefið út, hafa ekki náð fram að ganga. Þar er með talin handtökuskipun á hendur Al Bashir, forseta Súdan, sem þarf að svara til saka fyrir ólýsanlega glæpi sem enn viðgangast og ógna óbreyttum borgurum Darfur. Fréttir bárust af því um allan heim fyrir skemmstu þegar hann slapp naumlega undan réttvísinni í Suður-Afríku og varð flóttinn vatn á myllu þeirra sem efast um dómstólinn og hallmæla honum.
Þessum gagnrýnendum hættir hins vegar til að gleyma að Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn hefur ekki sömu aðstöðu til að framfylgja fyrirmælum og landsdómstólar. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn hefur ekki sína eigin lögreglu til að elta þekkta flóttamenn um allan heim. Orsök þess að handtökuskipunum hefur ekki verið framfylgt er að finna hjá ríkjum sem ekki axla þá ábyrgð að framfylgja þeim. Þar er ekki við dómstólinn að sakast.
Gagnrýnendur halda því einnig fram að dómstóllinn velji sér mál, sæki til saka fyrir glæpi sumra – sérstaklega í Afríku – en horfi fram hjá öðrum. En dómstóllinn getur ekki rannsakað afbrot utan lögsögu sinnar. Þessi gagnrýni myndi hverfa ef þau lönd sem enn hafa ekki samþykkt lögsögu dómstólsins, gerðu það. Þangað til ber öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ábyrgð á því að koma í veg fyrir refsileysi. Það hefur vald til að heimila rannsóknir af hálfu Alþjóðlega sakamáladómstólsins hvar sem er í heiminum. Þetta getur öryggisráðið gert á svæðum þar sem hræðilegir glæpir eru daglegt brauð, en fórnarlömb í Sýrlandi og Norður-Kóreu, svo dæmi séu tekin, hafa þegar beðið allt of lengi eftir aðgerðum ráðsins.
Sagan hefur einkennst af stríði og átökum, en lítill gaumur verið gefinn lögum um stríð og vernd óbreyttra borgara. Því grimmilegri sem glæpirnir eru, því líklegra hefur verið að afbrotamennirnir komist hjá refsingu. Þegar á heildina er litið hefur Alþjóðlegi sakadómstóllinn ekki enn slitið barnsskónum. Og hann þarfnast hjálpar okkar. Það er ekki í verkahring hans að bregðast við pólitískum árásum, heldur okkar.
Þá sem fremja alvarlegustu glæpina samkvæmt alþjóðalögum verður að draga fyrir dómstóla svo þeir horfist í augu við gerðir sínar og fórnarlömb. Þetta ætti að vera reglan, ekki undantekningin. Við þekkjum þá pólitísku og praktísku erfiðleika sem fylgja því að lögsækja háttsetta afbrotamenn fyrir flókna glæpi. Við vitum líka að hafa þarf tímasetningu réttlætis í huga til að koma á friði. En við erum staðráðin í að tryggja að í fyllingu tímans muni réttlætið ná til gerenda þeirra glæpa sem særa samvisku mannkyns mest. Án réttlætis njóta ekki allir varanlegs friðar.
Þess vegna biðjum við aðra stjórnmálamenn og óbreytta borgara að nota raddir sínar til hjálpar: að ganga til liðs við Alþjóðlega sakamáladómstólinn. Bindum enda á vítahring ofbeldis með lögum. Þá sem fremja glæpi þarf að draga fyrir dómstóla – fyrir landsdómstóla eða Alþjóðlega sakamáladómstólinn, ef þá fyrrnefndu skortir vilja eða getu. Ef okkur mistekst er ekki við Alþjóðlega sakamáladómstólinn, sem stofnun, að sakast, heldur mannkynið.
Eftir helförina, Rúanda og Srebrenica segjum við „aldrei aftur“. Við þurfum meira en orð: við þurfum aðgerðir. Þetta er ákall okkar um aðgerðir.
Undirritað af eftirfarandi ráðherrum:
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra Íslands
Jean Asselborn, utanríkisráðherra Lúxemborgar
Julie Bishop, utanríkisráðherra Ástralíu
Børge Brende, utanríkisráðherra Noregs
Didier Burkhalter, utanríkisráðherra Sviss
Karl Erjavec, varaforsætis- og utanríkisráðherra Slóveníu
Aurelia Frick, utanríkisráðherra Liechtenstein
Sebastian Kurz, utanríkisráðherra Austurríkis
Manuel González Sanz, utanríkisráðherra Kostaríka
Timo Soini, Minister, utanríkisráðherra Finnlands
Lubomír Zaorálek, utanríkisráðherra Tékklands
Pelonomi Venson-Moitoi, utanríkisráðherra Botsvana
Kristian Jensen, utanríkisráðherra Danmerkur
Skoðun

Fiskurinn í blokkunum
Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar

Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað
Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar

Þegar vald óttast þekkingu.
Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar

Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Hverjir eiga Ísland?
Jón Baldvin Hannibalsson skrifar

Komum náminu á Höfn í höfn
Halla Hrund Logadóttir skrifar

Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn
Sigríður Gunnarsdóttir skrifar

Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Tollar – Fyrir hverja?
Valdimar Birgisson skrifar

Þau eru fá en þörfin er stór
Sif Huld Albertsdóttir skrifar

Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri
Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar

Leiðin til helvítis
Jón Pétur Zimsen skrifar

Eitruð kvenmennska
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Hinn nýi íslenski aðall
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri
Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar

Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað
Sæþór Randalsson skrifar

Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga
Sólrún María Ólafsdóttir skrifar

Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði?
Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar

Þegar rykið hefur sest
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Búum til réttlátt lífeyriskerfi
Hrafn Magnússon skrifar

Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur…
Stefán Pálsson skrifar

Hin raunverulega byggðastefna
Jón Þór Kristjánsson skrifar

Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi
Ó. Ingi Tómasson skrifar

Rúmir 30 milljarðar í fangelsi
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Sérstök staða orkusveitarfélaga!
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna
Elín Íris Fanndal skrifar

Drögum úr fordómum í garð Breiðholts
Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar

Er almenningur rusl?
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Líffræðilega ómögulegt
Björn Ólafsson skrifar

Veiðigjaldið stendur undir kostnaði
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar