Vigdís Hauksdóttir vill byggja upp fyrir ferðamenn Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. júlí 2015 07:00 Leiðsögumenn hafa kvartað undan því að það vanti salernisaðstöðu á vinsælustu ferðamannastöðunum. vísir/pjetur „Þetta er náttúrulega skelfilegt ástand. Aldrei myndi mér detta í hug að fara til útlanda og gera eitthvað annað en að fara á snyrtinguna, ef svo ber undir. Ég skil ekki þennan kúltúr sem er að birtast okkur,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, um fréttir í vikunni af umgengni ferðamanna við helstu náttúruperlur Íslands. Í Fréttablaðinu var greint frá því í vikunni að ferðamenn hægðu sér við þjóðargrafreitinn á Þingvöllum. Helgi Jón Davíðsson leiðsögumaður sagði við Fréttablaðið af þessu tilefni að leiðsögumenn bæðust afsökunar á ástandi mála í salernismálum í hvert sinn sem þeir færu á þessa staði.Vigdís HauksdóttirVigdís Hauksdóttir segir að nú þurfi menn að fara að bretta upp ermarnar. „Það er í fyrsta lagi þannig að það er bráðnauðsynlegt að fara að byggja upp þessa ferðamannastaði og leysa þessi salernisvandamál þar sem þau birtast okkur.“ Vigdís kveðst vera talsmaður þess að hugað verði að því af fullri alvöru að afnema ívilnanir í ferðaþjónustunni. Þannig verði virðisaukaskattur á ferðaþjónustutengdar greinar færður í efra þrep. „Því að þegar ákveðið var að virðisaukaskattur á ferðaþjónustu yrði í lægra þrepi var það til þess að lyfta atvinnugreininni upp og koma henni í funksjón,“ segir Vigdís. Nú þegar ferðaþjónustan sé orðin svipað stór í veltu og sjávarútvegurinn þurfi að hugsa málin upp á nýtt. Það þurfi því að taka strax ákvörðun um að hækka virðisaukaskattinn á ferðaþjónustu upp í efra þrep, en veita tveggja ára aðlögunartíma á gildistöku. „Þannig að verðskrár og annað haldi sér og það verði ekki forsendubrestur hjá ferðaþjónustuaðilum sjálfum,“ segir Vigdís. Þá segist Vigdís jafnframt vera talsmaður þess að það verði tekið upp komugjald til landsins. Og það verði að taka ákvörðun um það helst í næstu fjárlögum. Komugjaldið verði eyrnamerkt til uppbyggingar ferðamannastaða. „Ég lít jákvæðum augum á það að það skiptist að einverju leyti milli ríkisins og eitthvað falli í hlut sveitarfélaga,“ segir Vigdís. Hún leggur þó áherslu á að þetta séu einungis hennar eigin hugleiðingar í skattamálum. Vigdís leggur áherslu á að búið verði að gera heildarúttekt á þörfinni fyrir uppbyggingu ferðamannastaða. Uppbyggingin verði þá markvissari. „Enda hefur umhverfisráðherra farið af stað með vinnu og það var komin úrlausn í það mál í vor áður en þingi lauk,“ segir Vigdís. Féð sem fari til ferðamannastaða verði best nýtt ef uppbyggingin grundvallast á slíku mati og fyrst verði farið í uppbyggingu þeirra staða þar sem þörfin er mest. Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Leiðsögumenn beina ferðalöngum frá salernum Engin leið sé að koma í veg fyrir sóðaskap sumra ferðalanga segir í yfirlýsingu frá starfsfólki þjóðgarðsins á Þingvöllum. 15. júlí 2015 17:06 Bjó til skilti sem gefur til kynna að hér sé bannað að kúka Eigandi skiltagerðar fann lausn á úrgangslosun ferðalanga. 16. júlí 2015 14:08 Salernisgjald lagt af í Þingvallaþjóðgarði Formaður Þingvallanefndar segir illa ganga að rukka inn á salernin á Hakinu. 16. júlí 2015 07:00 Óttast ekki að gjaldtaka fæli ferðamenn frá landinu Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, er ánægður með ný þjónustugjöld á Þingvöllum. 17. júlí 2015 19:17 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
„Þetta er náttúrulega skelfilegt ástand. Aldrei myndi mér detta í hug að fara til útlanda og gera eitthvað annað en að fara á snyrtinguna, ef svo ber undir. Ég skil ekki þennan kúltúr sem er að birtast okkur,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, um fréttir í vikunni af umgengni ferðamanna við helstu náttúruperlur Íslands. Í Fréttablaðinu var greint frá því í vikunni að ferðamenn hægðu sér við þjóðargrafreitinn á Þingvöllum. Helgi Jón Davíðsson leiðsögumaður sagði við Fréttablaðið af þessu tilefni að leiðsögumenn bæðust afsökunar á ástandi mála í salernismálum í hvert sinn sem þeir færu á þessa staði.Vigdís HauksdóttirVigdís Hauksdóttir segir að nú þurfi menn að fara að bretta upp ermarnar. „Það er í fyrsta lagi þannig að það er bráðnauðsynlegt að fara að byggja upp þessa ferðamannastaði og leysa þessi salernisvandamál þar sem þau birtast okkur.“ Vigdís kveðst vera talsmaður þess að hugað verði að því af fullri alvöru að afnema ívilnanir í ferðaþjónustunni. Þannig verði virðisaukaskattur á ferðaþjónustutengdar greinar færður í efra þrep. „Því að þegar ákveðið var að virðisaukaskattur á ferðaþjónustu yrði í lægra þrepi var það til þess að lyfta atvinnugreininni upp og koma henni í funksjón,“ segir Vigdís. Nú þegar ferðaþjónustan sé orðin svipað stór í veltu og sjávarútvegurinn þurfi að hugsa málin upp á nýtt. Það þurfi því að taka strax ákvörðun um að hækka virðisaukaskattinn á ferðaþjónustu upp í efra þrep, en veita tveggja ára aðlögunartíma á gildistöku. „Þannig að verðskrár og annað haldi sér og það verði ekki forsendubrestur hjá ferðaþjónustuaðilum sjálfum,“ segir Vigdís. Þá segist Vigdís jafnframt vera talsmaður þess að það verði tekið upp komugjald til landsins. Og það verði að taka ákvörðun um það helst í næstu fjárlögum. Komugjaldið verði eyrnamerkt til uppbyggingar ferðamannastaða. „Ég lít jákvæðum augum á það að það skiptist að einverju leyti milli ríkisins og eitthvað falli í hlut sveitarfélaga,“ segir Vigdís. Hún leggur þó áherslu á að þetta séu einungis hennar eigin hugleiðingar í skattamálum. Vigdís leggur áherslu á að búið verði að gera heildarúttekt á þörfinni fyrir uppbyggingu ferðamannastaða. Uppbyggingin verði þá markvissari. „Enda hefur umhverfisráðherra farið af stað með vinnu og það var komin úrlausn í það mál í vor áður en þingi lauk,“ segir Vigdís. Féð sem fari til ferðamannastaða verði best nýtt ef uppbyggingin grundvallast á slíku mati og fyrst verði farið í uppbyggingu þeirra staða þar sem þörfin er mest.
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Leiðsögumenn beina ferðalöngum frá salernum Engin leið sé að koma í veg fyrir sóðaskap sumra ferðalanga segir í yfirlýsingu frá starfsfólki þjóðgarðsins á Þingvöllum. 15. júlí 2015 17:06 Bjó til skilti sem gefur til kynna að hér sé bannað að kúka Eigandi skiltagerðar fann lausn á úrgangslosun ferðalanga. 16. júlí 2015 14:08 Salernisgjald lagt af í Þingvallaþjóðgarði Formaður Þingvallanefndar segir illa ganga að rukka inn á salernin á Hakinu. 16. júlí 2015 07:00 Óttast ekki að gjaldtaka fæli ferðamenn frá landinu Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, er ánægður með ný þjónustugjöld á Þingvöllum. 17. júlí 2015 19:17 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Leiðsögumenn beina ferðalöngum frá salernum Engin leið sé að koma í veg fyrir sóðaskap sumra ferðalanga segir í yfirlýsingu frá starfsfólki þjóðgarðsins á Þingvöllum. 15. júlí 2015 17:06
Bjó til skilti sem gefur til kynna að hér sé bannað að kúka Eigandi skiltagerðar fann lausn á úrgangslosun ferðalanga. 16. júlí 2015 14:08
Salernisgjald lagt af í Þingvallaþjóðgarði Formaður Þingvallanefndar segir illa ganga að rukka inn á salernin á Hakinu. 16. júlí 2015 07:00
Óttast ekki að gjaldtaka fæli ferðamenn frá landinu Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, er ánægður með ný þjónustugjöld á Þingvöllum. 17. júlí 2015 19:17