Vigdís Hauksdóttir vill byggja upp fyrir ferðamenn Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. júlí 2015 07:00 Leiðsögumenn hafa kvartað undan því að það vanti salernisaðstöðu á vinsælustu ferðamannastöðunum. vísir/pjetur „Þetta er náttúrulega skelfilegt ástand. Aldrei myndi mér detta í hug að fara til útlanda og gera eitthvað annað en að fara á snyrtinguna, ef svo ber undir. Ég skil ekki þennan kúltúr sem er að birtast okkur,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, um fréttir í vikunni af umgengni ferðamanna við helstu náttúruperlur Íslands. Í Fréttablaðinu var greint frá því í vikunni að ferðamenn hægðu sér við þjóðargrafreitinn á Þingvöllum. Helgi Jón Davíðsson leiðsögumaður sagði við Fréttablaðið af þessu tilefni að leiðsögumenn bæðust afsökunar á ástandi mála í salernismálum í hvert sinn sem þeir færu á þessa staði.Vigdís HauksdóttirVigdís Hauksdóttir segir að nú þurfi menn að fara að bretta upp ermarnar. „Það er í fyrsta lagi þannig að það er bráðnauðsynlegt að fara að byggja upp þessa ferðamannastaði og leysa þessi salernisvandamál þar sem þau birtast okkur.“ Vigdís kveðst vera talsmaður þess að hugað verði að því af fullri alvöru að afnema ívilnanir í ferðaþjónustunni. Þannig verði virðisaukaskattur á ferðaþjónustutengdar greinar færður í efra þrep. „Því að þegar ákveðið var að virðisaukaskattur á ferðaþjónustu yrði í lægra þrepi var það til þess að lyfta atvinnugreininni upp og koma henni í funksjón,“ segir Vigdís. Nú þegar ferðaþjónustan sé orðin svipað stór í veltu og sjávarútvegurinn þurfi að hugsa málin upp á nýtt. Það þurfi því að taka strax ákvörðun um að hækka virðisaukaskattinn á ferðaþjónustu upp í efra þrep, en veita tveggja ára aðlögunartíma á gildistöku. „Þannig að verðskrár og annað haldi sér og það verði ekki forsendubrestur hjá ferðaþjónustuaðilum sjálfum,“ segir Vigdís. Þá segist Vigdís jafnframt vera talsmaður þess að það verði tekið upp komugjald til landsins. Og það verði að taka ákvörðun um það helst í næstu fjárlögum. Komugjaldið verði eyrnamerkt til uppbyggingar ferðamannastaða. „Ég lít jákvæðum augum á það að það skiptist að einverju leyti milli ríkisins og eitthvað falli í hlut sveitarfélaga,“ segir Vigdís. Hún leggur þó áherslu á að þetta séu einungis hennar eigin hugleiðingar í skattamálum. Vigdís leggur áherslu á að búið verði að gera heildarúttekt á þörfinni fyrir uppbyggingu ferðamannastaða. Uppbyggingin verði þá markvissari. „Enda hefur umhverfisráðherra farið af stað með vinnu og það var komin úrlausn í það mál í vor áður en þingi lauk,“ segir Vigdís. Féð sem fari til ferðamannastaða verði best nýtt ef uppbyggingin grundvallast á slíku mati og fyrst verði farið í uppbyggingu þeirra staða þar sem þörfin er mest. Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Leiðsögumenn beina ferðalöngum frá salernum Engin leið sé að koma í veg fyrir sóðaskap sumra ferðalanga segir í yfirlýsingu frá starfsfólki þjóðgarðsins á Þingvöllum. 15. júlí 2015 17:06 Bjó til skilti sem gefur til kynna að hér sé bannað að kúka Eigandi skiltagerðar fann lausn á úrgangslosun ferðalanga. 16. júlí 2015 14:08 Salernisgjald lagt af í Þingvallaþjóðgarði Formaður Þingvallanefndar segir illa ganga að rukka inn á salernin á Hakinu. 16. júlí 2015 07:00 Óttast ekki að gjaldtaka fæli ferðamenn frá landinu Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, er ánægður með ný þjónustugjöld á Þingvöllum. 17. júlí 2015 19:17 Mest lesið Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Sjá meira
„Þetta er náttúrulega skelfilegt ástand. Aldrei myndi mér detta í hug að fara til útlanda og gera eitthvað annað en að fara á snyrtinguna, ef svo ber undir. Ég skil ekki þennan kúltúr sem er að birtast okkur,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, um fréttir í vikunni af umgengni ferðamanna við helstu náttúruperlur Íslands. Í Fréttablaðinu var greint frá því í vikunni að ferðamenn hægðu sér við þjóðargrafreitinn á Þingvöllum. Helgi Jón Davíðsson leiðsögumaður sagði við Fréttablaðið af þessu tilefni að leiðsögumenn bæðust afsökunar á ástandi mála í salernismálum í hvert sinn sem þeir færu á þessa staði.Vigdís HauksdóttirVigdís Hauksdóttir segir að nú þurfi menn að fara að bretta upp ermarnar. „Það er í fyrsta lagi þannig að það er bráðnauðsynlegt að fara að byggja upp þessa ferðamannastaði og leysa þessi salernisvandamál þar sem þau birtast okkur.“ Vigdís kveðst vera talsmaður þess að hugað verði að því af fullri alvöru að afnema ívilnanir í ferðaþjónustunni. Þannig verði virðisaukaskattur á ferðaþjónustutengdar greinar færður í efra þrep. „Því að þegar ákveðið var að virðisaukaskattur á ferðaþjónustu yrði í lægra þrepi var það til þess að lyfta atvinnugreininni upp og koma henni í funksjón,“ segir Vigdís. Nú þegar ferðaþjónustan sé orðin svipað stór í veltu og sjávarútvegurinn þurfi að hugsa málin upp á nýtt. Það þurfi því að taka strax ákvörðun um að hækka virðisaukaskattinn á ferðaþjónustu upp í efra þrep, en veita tveggja ára aðlögunartíma á gildistöku. „Þannig að verðskrár og annað haldi sér og það verði ekki forsendubrestur hjá ferðaþjónustuaðilum sjálfum,“ segir Vigdís. Þá segist Vigdís jafnframt vera talsmaður þess að það verði tekið upp komugjald til landsins. Og það verði að taka ákvörðun um það helst í næstu fjárlögum. Komugjaldið verði eyrnamerkt til uppbyggingar ferðamannastaða. „Ég lít jákvæðum augum á það að það skiptist að einverju leyti milli ríkisins og eitthvað falli í hlut sveitarfélaga,“ segir Vigdís. Hún leggur þó áherslu á að þetta séu einungis hennar eigin hugleiðingar í skattamálum. Vigdís leggur áherslu á að búið verði að gera heildarúttekt á þörfinni fyrir uppbyggingu ferðamannastaða. Uppbyggingin verði þá markvissari. „Enda hefur umhverfisráðherra farið af stað með vinnu og það var komin úrlausn í það mál í vor áður en þingi lauk,“ segir Vigdís. Féð sem fari til ferðamannastaða verði best nýtt ef uppbyggingin grundvallast á slíku mati og fyrst verði farið í uppbyggingu þeirra staða þar sem þörfin er mest.
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Leiðsögumenn beina ferðalöngum frá salernum Engin leið sé að koma í veg fyrir sóðaskap sumra ferðalanga segir í yfirlýsingu frá starfsfólki þjóðgarðsins á Þingvöllum. 15. júlí 2015 17:06 Bjó til skilti sem gefur til kynna að hér sé bannað að kúka Eigandi skiltagerðar fann lausn á úrgangslosun ferðalanga. 16. júlí 2015 14:08 Salernisgjald lagt af í Þingvallaþjóðgarði Formaður Þingvallanefndar segir illa ganga að rukka inn á salernin á Hakinu. 16. júlí 2015 07:00 Óttast ekki að gjaldtaka fæli ferðamenn frá landinu Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, er ánægður með ný þjónustugjöld á Þingvöllum. 17. júlí 2015 19:17 Mest lesið Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Sjá meira
Leiðsögumenn beina ferðalöngum frá salernum Engin leið sé að koma í veg fyrir sóðaskap sumra ferðalanga segir í yfirlýsingu frá starfsfólki þjóðgarðsins á Þingvöllum. 15. júlí 2015 17:06
Bjó til skilti sem gefur til kynna að hér sé bannað að kúka Eigandi skiltagerðar fann lausn á úrgangslosun ferðalanga. 16. júlí 2015 14:08
Salernisgjald lagt af í Þingvallaþjóðgarði Formaður Þingvallanefndar segir illa ganga að rukka inn á salernin á Hakinu. 16. júlí 2015 07:00
Óttast ekki að gjaldtaka fæli ferðamenn frá landinu Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, er ánægður með ný þjónustugjöld á Þingvöllum. 17. júlí 2015 19:17