Jón Arnór: Yrði afrek að vinna einn leik á EM Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. júlí 2015 07:00 Jón Arnór Stefánsson var mættur í málarabuxunum á æfingu á mánudaginn en fer svo af stað með liðinu eftir nokkra daga. vísir/Andri marinó „Ég er ekki klár í að byrja að æfa því það er svo stutt síðan ég kláraði á Spáni,“ segir Jón Arnór Stefánsson, besti körfuboltamaður þjóðarinnar, við Fréttablaðið er hann og blaðamaður standa við bekkina í Ásgarði og fylgjast með fyrstu formlegu æfingu landsliðsins fyrir Evrópumótið sem hefst í september. Æfingahópurinn var tilkynntur í gær og kom saman í Ásgarði, en nú hefst sex vikna undirbúningur fyrir stundina sögulegu í Berlín þegar Ísland mætir Þýskalandi í fyrsta leik á EM.Sjá einnig:Pedersen: Við munum spila til að vinna í öllum leikjum í sumar „Tímabilið hjá mér var rosalega langt og strangt,“ segir Jón Arnór sem spilar með Unicaja Málaga, einu besta liði Spánar. Það tapaði í oddaleik í undanúrslitum spænsku úrvalsdeildarinnar. „Það var mikið af æfingum og mikið af leikjum þannig að ég þarf meira frí. Ég tek nokkra daga til viðbótar sem er meira bara til að hvíla hausinn,“ segir Jón Arnór sem er þó heill líkamlega. „Ég get alveg byrjað leik en þetta er meira fyrir kollinn. Ég þarf bara að fá smá frí. Þá verð ég líka bara ferskari fyrir vikið en ég er rosalega spenntur fyrir þessu öllu.“Ægir Þór Steinarsson, Helgi Már Magnússon og Hlynur Bæringsson rúlla sig í gang fyrir æfingu á mánudaginn.vísir/andri marinóAuðmýktin mikil Strákarnir hafa vitað að þeirra bíður fyrsta ferðin á stórmót síðan í ágúst í fyrra. Biðin hefur því verið löng, en verður allt aðeins raunverulegra þegar æfingar eru formlega hafnar? „Bæði og. Þetta er samt enn þá alltaf svolítið furðulegt,“ segir Jón Arnór og brosir. „Menn eru búnir að bíða eftir þessum degi, að geta loksins byrjað og reynt að sanna sig. Svo kemur að því að það þurfi að skera niður og menn eru bara með brjálaðan metnað fyrir því að komast í liðið.“ Ísland dróst í algjöran dauðariðil með Tyrklandi, Serbíu, Ítalíu, Þýskalandi og Spáni. Möguleikarnir á móti eru litlir og því má ekki gleyma að njóta ferðarinnar. „Leiðin að EM verður ótrúlega skemmtileg þannig við erum bara spenntir fyrir þessu,“ segir Jón Arnór og heldur áfram: „Ég held við séum mjög auðmjúkir. Þetta lið er mjög auðmjúkt. Við æfum bara rosalega vel og höfum mikinn metnað.“ Liðið gerir sér fyllilega grein fyrir því hversu erfitt verkefnið verður í Berlín. „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hversu sterkur riðilinn er. Auðvitað ætlum við að njóta þess bara að spila þarna og keppa við þá bestu. Við eigum samt að setja okkur markmið að vinna einn leik. Það yrði bara afrek að vinna einn leik í þessu móti. Það er bara sannleikurinn,“ segir Jón Arnór.Hópurinn hóf æfingar í byrjun vikunnar og skorið verður niður í tólf manns.vísir/andri marinóMótin voru alltaf skemmtilegust Í liðunum sem Ísland mætir eru margar af skærustu körfuboltastjörnum heims. Spænska liðið er fullt af NBA-stjörnum og fleiri má finna í hinum liðunum. Dirk Nowitzki, fyrrverandi NBA-meistari með Dallas Mavericks, spilar sína síðustu landsleiki í Berlín. „Það verður skemmtilegt að spila á móti þessum körlum í landsleikjum. Ég hef nú mætt þeim sumum með félagsliðum. Ég sjálfur er bara spenntur fyrir því að vera hluti af þessu móti og sjá aðra leiki líka. Sem aðdáandi körfuboltans er ég rosalega spenntur fyrir því að sjá umgjörðina til dæmis hjá Þjóðverjanum,“ segir Jón Arnór, en spennan fyrir mótinu er mikil í Berlín. „Þarna verður fullt af fólki og mikið af Íslendingum sem ætla að mæta og skemmta sér og fá sér bjór. Síðan er Dirk að kveðja og fleira. Það er langt síðan ég hef fengið þessa tilfinningu, að vera á svona móti. Ég man bara eftir þessu með yngri landsliðunum. Þetta var það skemmtilegasta sem maður gerði,“ segir Jón Arnór Stefánsson. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Rúmenía | Taka á Rúmenum í Ólafssal Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Sjá meira
„Ég er ekki klár í að byrja að æfa því það er svo stutt síðan ég kláraði á Spáni,“ segir Jón Arnór Stefánsson, besti körfuboltamaður þjóðarinnar, við Fréttablaðið er hann og blaðamaður standa við bekkina í Ásgarði og fylgjast með fyrstu formlegu æfingu landsliðsins fyrir Evrópumótið sem hefst í september. Æfingahópurinn var tilkynntur í gær og kom saman í Ásgarði, en nú hefst sex vikna undirbúningur fyrir stundina sögulegu í Berlín þegar Ísland mætir Þýskalandi í fyrsta leik á EM.Sjá einnig:Pedersen: Við munum spila til að vinna í öllum leikjum í sumar „Tímabilið hjá mér var rosalega langt og strangt,“ segir Jón Arnór sem spilar með Unicaja Málaga, einu besta liði Spánar. Það tapaði í oddaleik í undanúrslitum spænsku úrvalsdeildarinnar. „Það var mikið af æfingum og mikið af leikjum þannig að ég þarf meira frí. Ég tek nokkra daga til viðbótar sem er meira bara til að hvíla hausinn,“ segir Jón Arnór sem er þó heill líkamlega. „Ég get alveg byrjað leik en þetta er meira fyrir kollinn. Ég þarf bara að fá smá frí. Þá verð ég líka bara ferskari fyrir vikið en ég er rosalega spenntur fyrir þessu öllu.“Ægir Þór Steinarsson, Helgi Már Magnússon og Hlynur Bæringsson rúlla sig í gang fyrir æfingu á mánudaginn.vísir/andri marinóAuðmýktin mikil Strákarnir hafa vitað að þeirra bíður fyrsta ferðin á stórmót síðan í ágúst í fyrra. Biðin hefur því verið löng, en verður allt aðeins raunverulegra þegar æfingar eru formlega hafnar? „Bæði og. Þetta er samt enn þá alltaf svolítið furðulegt,“ segir Jón Arnór og brosir. „Menn eru búnir að bíða eftir þessum degi, að geta loksins byrjað og reynt að sanna sig. Svo kemur að því að það þurfi að skera niður og menn eru bara með brjálaðan metnað fyrir því að komast í liðið.“ Ísland dróst í algjöran dauðariðil með Tyrklandi, Serbíu, Ítalíu, Þýskalandi og Spáni. Möguleikarnir á móti eru litlir og því má ekki gleyma að njóta ferðarinnar. „Leiðin að EM verður ótrúlega skemmtileg þannig við erum bara spenntir fyrir þessu,“ segir Jón Arnór og heldur áfram: „Ég held við séum mjög auðmjúkir. Þetta lið er mjög auðmjúkt. Við æfum bara rosalega vel og höfum mikinn metnað.“ Liðið gerir sér fyllilega grein fyrir því hversu erfitt verkefnið verður í Berlín. „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hversu sterkur riðilinn er. Auðvitað ætlum við að njóta þess bara að spila þarna og keppa við þá bestu. Við eigum samt að setja okkur markmið að vinna einn leik. Það yrði bara afrek að vinna einn leik í þessu móti. Það er bara sannleikurinn,“ segir Jón Arnór.Hópurinn hóf æfingar í byrjun vikunnar og skorið verður niður í tólf manns.vísir/andri marinóMótin voru alltaf skemmtilegust Í liðunum sem Ísland mætir eru margar af skærustu körfuboltastjörnum heims. Spænska liðið er fullt af NBA-stjörnum og fleiri má finna í hinum liðunum. Dirk Nowitzki, fyrrverandi NBA-meistari með Dallas Mavericks, spilar sína síðustu landsleiki í Berlín. „Það verður skemmtilegt að spila á móti þessum körlum í landsleikjum. Ég hef nú mætt þeim sumum með félagsliðum. Ég sjálfur er bara spenntur fyrir því að vera hluti af þessu móti og sjá aðra leiki líka. Sem aðdáandi körfuboltans er ég rosalega spenntur fyrir því að sjá umgjörðina til dæmis hjá Þjóðverjanum,“ segir Jón Arnór, en spennan fyrir mótinu er mikil í Berlín. „Þarna verður fullt af fólki og mikið af Íslendingum sem ætla að mæta og skemmta sér og fá sér bjór. Síðan er Dirk að kveðja og fleira. Það er langt síðan ég hef fengið þessa tilfinningu, að vera á svona móti. Ég man bara eftir þessu með yngri landsliðunum. Þetta var það skemmtilegasta sem maður gerði,“ segir Jón Arnór Stefánsson.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Rúmenía | Taka á Rúmenum í Ólafssal Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti