Stórhuga KR-ingar ætla í Evrópukeppni í vetur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. júlí 2015 07:00 Michael Craion var lykilmaður hjá KR á síðustu leiktíð. vísir/stefán „Það er staðfest að við ætlum að taka slaginn. Nú tökum við þetta upp á næsta stall,“ segir Böðvar Guðjónsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar KR, en Íslandsmeistararnir úr Vesturbænum ætla að taka þátt í Evrópukeppninni í vetur. KR tók þátt í Evrópukeppni árið 2007 en síðan þá hefur ekkert íslenskt félag verið með í Evrópukeppni. „Þá vorum við að vonast eftir því að fá Bakken Bears eða álíka félag. Auðvelt flug og svona. Þá drógumst við á móti tyrknesku félagi. Það kallaði á tvö flug, rútu, ferju og svo aftur í rútu. Þetta var svakalegt ferðalag,“ segir Böðvar og hlær er hann rifjar upp þetta skemmtilega verkefni.Ekkert góðæri Er það til marks um betri tíma og jafnvel nýtt góðæri að KR sé að fara að taka þátt í Evrópukeppni á ný? „Nei, það er langt í frá að það sé eitthvert góðæri í þessum bransa. Það sem þó hefur breyst er að FIBA styrkir nú öll félögin í keppninni um 3.000 evrur og það hjálpar gríðarlega mikið. Svo verður hefðbundin fjáröflun fyrir verkefnið hjá leikmönnum. Þetta verður gaman og við ráðum vel við þetta. Ef við aftur á móti komumst í einhverja riðlakeppni þá fyrst erum við á hausnum,“ segir Böðvar léttur og hlær dátt. Evrópukeppnin hefst í lok september og KR fer því beint úr Lengjubikarnum til Evrópu, enda byrjar tímabilið hér heima ekki fyrr en í október. „Við erum með landsliðsmenn sem verða í toppstandi á þeim tíma sem og aðrir. Við förum beint frá Ísafirði í Evrópukeppni. Þetta er afar skemmtilegt og mun gera tímabilið okkar enn skemmtilegra en ella.“ Böðvar vonast eftir því að það verði spennandi gulrót fyrir leikmenn að taka þátt í þessu verkefni. Það bendir margt til þess að Bandaríkjamaðurinn Michael Craion verði áfram í herbúðum KR en hann bað um nýtt samningstilboð frá KR og fékk það á sunnudag.Craion bað um tilboð „Við buðum honum sama samning og hann var með. Hann er líka mjög spenntur fyrir því að taka þátt í Evrópukeppninni. Það er ekkert fast í hendi fyrr en skrifað er undir en þetta lítur ágætlega út. Fyrst hann bað um samning myndi ég þora að setja einn rauðan á að hann verði áfram í KR. Við teljum líka að hann vilji hjálpa okkur að gera atlögu að þriðja Íslandsmeistaratitlinum í röð, sem væri nú heldur betur afrek,“ segir Böðvar en Tindastóll var á meðal þeirra liða sem vildu fá leikmanninn sterka. Það er ekki útilokað að fleiri leikmenn komi til KR áður en tímabilið hefst og meðal þeirra leikmanna sem hafa verið orðaðir við félagið er landsliðsmaðurinn Ægir Þór Steinarsson, en hann lék með Sundsvall Dragons síðasta vetur. „Eina sem ég veit er að hann er að leita að tilboði erlendis. Ég hef samt heyrt í honum og held að hann myndi njóta sín í Vesturbænum. Við höfum samt ekki gert honum neitt tilboð,“ segir Böðvar Guðjónsson. Dominos-deild karla Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira
„Það er staðfest að við ætlum að taka slaginn. Nú tökum við þetta upp á næsta stall,“ segir Böðvar Guðjónsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar KR, en Íslandsmeistararnir úr Vesturbænum ætla að taka þátt í Evrópukeppninni í vetur. KR tók þátt í Evrópukeppni árið 2007 en síðan þá hefur ekkert íslenskt félag verið með í Evrópukeppni. „Þá vorum við að vonast eftir því að fá Bakken Bears eða álíka félag. Auðvelt flug og svona. Þá drógumst við á móti tyrknesku félagi. Það kallaði á tvö flug, rútu, ferju og svo aftur í rútu. Þetta var svakalegt ferðalag,“ segir Böðvar og hlær er hann rifjar upp þetta skemmtilega verkefni.Ekkert góðæri Er það til marks um betri tíma og jafnvel nýtt góðæri að KR sé að fara að taka þátt í Evrópukeppni á ný? „Nei, það er langt í frá að það sé eitthvert góðæri í þessum bransa. Það sem þó hefur breyst er að FIBA styrkir nú öll félögin í keppninni um 3.000 evrur og það hjálpar gríðarlega mikið. Svo verður hefðbundin fjáröflun fyrir verkefnið hjá leikmönnum. Þetta verður gaman og við ráðum vel við þetta. Ef við aftur á móti komumst í einhverja riðlakeppni þá fyrst erum við á hausnum,“ segir Böðvar léttur og hlær dátt. Evrópukeppnin hefst í lok september og KR fer því beint úr Lengjubikarnum til Evrópu, enda byrjar tímabilið hér heima ekki fyrr en í október. „Við erum með landsliðsmenn sem verða í toppstandi á þeim tíma sem og aðrir. Við förum beint frá Ísafirði í Evrópukeppni. Þetta er afar skemmtilegt og mun gera tímabilið okkar enn skemmtilegra en ella.“ Böðvar vonast eftir því að það verði spennandi gulrót fyrir leikmenn að taka þátt í þessu verkefni. Það bendir margt til þess að Bandaríkjamaðurinn Michael Craion verði áfram í herbúðum KR en hann bað um nýtt samningstilboð frá KR og fékk það á sunnudag.Craion bað um tilboð „Við buðum honum sama samning og hann var með. Hann er líka mjög spenntur fyrir því að taka þátt í Evrópukeppninni. Það er ekkert fast í hendi fyrr en skrifað er undir en þetta lítur ágætlega út. Fyrst hann bað um samning myndi ég þora að setja einn rauðan á að hann verði áfram í KR. Við teljum líka að hann vilji hjálpa okkur að gera atlögu að þriðja Íslandsmeistaratitlinum í röð, sem væri nú heldur betur afrek,“ segir Böðvar en Tindastóll var á meðal þeirra liða sem vildu fá leikmanninn sterka. Það er ekki útilokað að fleiri leikmenn komi til KR áður en tímabilið hefst og meðal þeirra leikmanna sem hafa verið orðaðir við félagið er landsliðsmaðurinn Ægir Þór Steinarsson, en hann lék með Sundsvall Dragons síðasta vetur. „Eina sem ég veit er að hann er að leita að tilboði erlendis. Ég hef samt heyrt í honum og held að hann myndi njóta sín í Vesturbænum. Við höfum samt ekki gert honum neitt tilboð,“ segir Böðvar Guðjónsson.
Dominos-deild karla Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira