Stórhuga KR-ingar ætla í Evrópukeppni í vetur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. júlí 2015 07:00 Michael Craion var lykilmaður hjá KR á síðustu leiktíð. vísir/stefán „Það er staðfest að við ætlum að taka slaginn. Nú tökum við þetta upp á næsta stall,“ segir Böðvar Guðjónsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar KR, en Íslandsmeistararnir úr Vesturbænum ætla að taka þátt í Evrópukeppninni í vetur. KR tók þátt í Evrópukeppni árið 2007 en síðan þá hefur ekkert íslenskt félag verið með í Evrópukeppni. „Þá vorum við að vonast eftir því að fá Bakken Bears eða álíka félag. Auðvelt flug og svona. Þá drógumst við á móti tyrknesku félagi. Það kallaði á tvö flug, rútu, ferju og svo aftur í rútu. Þetta var svakalegt ferðalag,“ segir Böðvar og hlær er hann rifjar upp þetta skemmtilega verkefni.Ekkert góðæri Er það til marks um betri tíma og jafnvel nýtt góðæri að KR sé að fara að taka þátt í Evrópukeppni á ný? „Nei, það er langt í frá að það sé eitthvert góðæri í þessum bransa. Það sem þó hefur breyst er að FIBA styrkir nú öll félögin í keppninni um 3.000 evrur og það hjálpar gríðarlega mikið. Svo verður hefðbundin fjáröflun fyrir verkefnið hjá leikmönnum. Þetta verður gaman og við ráðum vel við þetta. Ef við aftur á móti komumst í einhverja riðlakeppni þá fyrst erum við á hausnum,“ segir Böðvar léttur og hlær dátt. Evrópukeppnin hefst í lok september og KR fer því beint úr Lengjubikarnum til Evrópu, enda byrjar tímabilið hér heima ekki fyrr en í október. „Við erum með landsliðsmenn sem verða í toppstandi á þeim tíma sem og aðrir. Við förum beint frá Ísafirði í Evrópukeppni. Þetta er afar skemmtilegt og mun gera tímabilið okkar enn skemmtilegra en ella.“ Böðvar vonast eftir því að það verði spennandi gulrót fyrir leikmenn að taka þátt í þessu verkefni. Það bendir margt til þess að Bandaríkjamaðurinn Michael Craion verði áfram í herbúðum KR en hann bað um nýtt samningstilboð frá KR og fékk það á sunnudag.Craion bað um tilboð „Við buðum honum sama samning og hann var með. Hann er líka mjög spenntur fyrir því að taka þátt í Evrópukeppninni. Það er ekkert fast í hendi fyrr en skrifað er undir en þetta lítur ágætlega út. Fyrst hann bað um samning myndi ég þora að setja einn rauðan á að hann verði áfram í KR. Við teljum líka að hann vilji hjálpa okkur að gera atlögu að þriðja Íslandsmeistaratitlinum í röð, sem væri nú heldur betur afrek,“ segir Böðvar en Tindastóll var á meðal þeirra liða sem vildu fá leikmanninn sterka. Það er ekki útilokað að fleiri leikmenn komi til KR áður en tímabilið hefst og meðal þeirra leikmanna sem hafa verið orðaðir við félagið er landsliðsmaðurinn Ægir Þór Steinarsson, en hann lék með Sundsvall Dragons síðasta vetur. „Eina sem ég veit er að hann er að leita að tilboði erlendis. Ég hef samt heyrt í honum og held að hann myndi njóta sín í Vesturbænum. Við höfum samt ekki gert honum neitt tilboð,“ segir Böðvar Guðjónsson. Dominos-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Haukar | Síðast unnu Haukar með 35 stigum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Sjá meira
„Það er staðfest að við ætlum að taka slaginn. Nú tökum við þetta upp á næsta stall,“ segir Böðvar Guðjónsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar KR, en Íslandsmeistararnir úr Vesturbænum ætla að taka þátt í Evrópukeppninni í vetur. KR tók þátt í Evrópukeppni árið 2007 en síðan þá hefur ekkert íslenskt félag verið með í Evrópukeppni. „Þá vorum við að vonast eftir því að fá Bakken Bears eða álíka félag. Auðvelt flug og svona. Þá drógumst við á móti tyrknesku félagi. Það kallaði á tvö flug, rútu, ferju og svo aftur í rútu. Þetta var svakalegt ferðalag,“ segir Böðvar og hlær er hann rifjar upp þetta skemmtilega verkefni.Ekkert góðæri Er það til marks um betri tíma og jafnvel nýtt góðæri að KR sé að fara að taka þátt í Evrópukeppni á ný? „Nei, það er langt í frá að það sé eitthvert góðæri í þessum bransa. Það sem þó hefur breyst er að FIBA styrkir nú öll félögin í keppninni um 3.000 evrur og það hjálpar gríðarlega mikið. Svo verður hefðbundin fjáröflun fyrir verkefnið hjá leikmönnum. Þetta verður gaman og við ráðum vel við þetta. Ef við aftur á móti komumst í einhverja riðlakeppni þá fyrst erum við á hausnum,“ segir Böðvar léttur og hlær dátt. Evrópukeppnin hefst í lok september og KR fer því beint úr Lengjubikarnum til Evrópu, enda byrjar tímabilið hér heima ekki fyrr en í október. „Við erum með landsliðsmenn sem verða í toppstandi á þeim tíma sem og aðrir. Við förum beint frá Ísafirði í Evrópukeppni. Þetta er afar skemmtilegt og mun gera tímabilið okkar enn skemmtilegra en ella.“ Böðvar vonast eftir því að það verði spennandi gulrót fyrir leikmenn að taka þátt í þessu verkefni. Það bendir margt til þess að Bandaríkjamaðurinn Michael Craion verði áfram í herbúðum KR en hann bað um nýtt samningstilboð frá KR og fékk það á sunnudag.Craion bað um tilboð „Við buðum honum sama samning og hann var með. Hann er líka mjög spenntur fyrir því að taka þátt í Evrópukeppninni. Það er ekkert fast í hendi fyrr en skrifað er undir en þetta lítur ágætlega út. Fyrst hann bað um samning myndi ég þora að setja einn rauðan á að hann verði áfram í KR. Við teljum líka að hann vilji hjálpa okkur að gera atlögu að þriðja Íslandsmeistaratitlinum í röð, sem væri nú heldur betur afrek,“ segir Böðvar en Tindastóll var á meðal þeirra liða sem vildu fá leikmanninn sterka. Það er ekki útilokað að fleiri leikmenn komi til KR áður en tímabilið hefst og meðal þeirra leikmanna sem hafa verið orðaðir við félagið er landsliðsmaðurinn Ægir Þór Steinarsson, en hann lék með Sundsvall Dragons síðasta vetur. „Eina sem ég veit er að hann er að leita að tilboði erlendis. Ég hef samt heyrt í honum og held að hann myndi njóta sín í Vesturbænum. Við höfum samt ekki gert honum neitt tilboð,“ segir Böðvar Guðjónsson.
Dominos-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Haukar | Síðast unnu Haukar með 35 stigum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Sjá meira