Er ástæða til að verðlauna íslenska bankastjórnendur? Skjóðan skrifar 29. júlí 2015 10:30 Í nýbirtri álagningarskrá skattstjóra kemur fram að laun þeirra bankamanna sem voru í tekjublaði Frjálsrar verslunar hækkuðu um 200 þúsund á mánuði eða rösklega 10 prósent. Mánaðartekjurnar fóru úr 1,9 í 2,1 milljón. En þetta er ekki nóg. Bankamenn vilja meira. Starfsmenn Landsbankans fengu um árið hlut í bankanum sem umbun fyrir vel unnin störf við hámörkun eignasafna sem bankinn fékk á niðursettu verði út úr gamla Landsbankanum og nú vilja Íslandsbankamenn líka fá gefins hluta af sínum banka. Í Landsbankanum var hlutnum deilt á milli allra starfsmanna en stjórnendur Íslandsbanka átta sig á að slík dreifing þynnir óttalega mikið út þann hlut sem hver fær. Þess vegna eiga aðeins æðstu stjórnendur og stjórn bankans að fá kaupaukann. Þannig geta vel á annað hundrað milljónir runnið í vasa hvers og eins en ekki einhverjar skitnar par milljónir eins og yrði ef Landsbankaleiðin yrði farin. Þetta sér hver maður. Vísað er til hlutverks stjórnenda og stjórnar Íslandsbanka í tengslum við nauðasamninga (Glitnis væntanlega) annars vegar og sölu Íslandsbanka hins vegar til að réttlæta boðaðan kaupauka. Þar fór í verra. Engir nauðasamningar liggja fyrir þrátt fyrir að slitaferli Glitnis hafi staðið í sjö ár og engin sala er í burðarliðnum. Þessu til viðbótar má vitanlega nefna að æðstu stjórnendur Íslandsbanka og stjórn bankans hafa nákvæmlega ekkert með nauðasamninga Glitnis að gera. Sama gildir um mögulega sölu á Íslandsbanka – hún er alfarið á forræði eigenda bankans, sem eru kröfuhafar Glitnis og svo íslenska ríkið með 5 prósenta hlut. Mikill hagnaður bankanna frá hruni byggist á því að ávinningur af þeirri endurreisn hagkerfisins sem orðin er hefur að verulegu leyti runnið til bankanna í formi gríðarlega hárra vaxta og uppreiknaðra lána heimila og fyrirtækja, sem bankarnir fengu á niðursettu verði. Það er auðvelt að reka banka, sérstaklega í verðtryggðu umhverfi. Stjórnendur verða að passa upp á þrennt; aðeins að lána þeim sem eru líklegir til að borga til baka, hafa hærri vexti á útlánum en innlánum og halda öllum kostnaði í lágmarki, t.d. ekki byggja monthallir. Íslenskir bankamenn virðast bara skilja eitt af þessum þremur atriðum. Hvergi í heiminum er vaxtamunur meiri og óvíða fyrirfinnst dýrara bankakerfi. Erlendis tíðkast almennt ekki að greiða stjórnendum eða starfsmönnum viðskiptabanka kaupauka. Ástæða þessa er sú að viðskiptabankar eiga ekki að hámarka gróða heldur veita trausta og ódýra þjónustu. Ástandið á dýrasta bankamarkaði í heimi gefur ekki tilefni til að verðlauna stjórnendur íslenska bankakerfisins sérstaklega.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sjá meira
Í nýbirtri álagningarskrá skattstjóra kemur fram að laun þeirra bankamanna sem voru í tekjublaði Frjálsrar verslunar hækkuðu um 200 þúsund á mánuði eða rösklega 10 prósent. Mánaðartekjurnar fóru úr 1,9 í 2,1 milljón. En þetta er ekki nóg. Bankamenn vilja meira. Starfsmenn Landsbankans fengu um árið hlut í bankanum sem umbun fyrir vel unnin störf við hámörkun eignasafna sem bankinn fékk á niðursettu verði út úr gamla Landsbankanum og nú vilja Íslandsbankamenn líka fá gefins hluta af sínum banka. Í Landsbankanum var hlutnum deilt á milli allra starfsmanna en stjórnendur Íslandsbanka átta sig á að slík dreifing þynnir óttalega mikið út þann hlut sem hver fær. Þess vegna eiga aðeins æðstu stjórnendur og stjórn bankans að fá kaupaukann. Þannig geta vel á annað hundrað milljónir runnið í vasa hvers og eins en ekki einhverjar skitnar par milljónir eins og yrði ef Landsbankaleiðin yrði farin. Þetta sér hver maður. Vísað er til hlutverks stjórnenda og stjórnar Íslandsbanka í tengslum við nauðasamninga (Glitnis væntanlega) annars vegar og sölu Íslandsbanka hins vegar til að réttlæta boðaðan kaupauka. Þar fór í verra. Engir nauðasamningar liggja fyrir þrátt fyrir að slitaferli Glitnis hafi staðið í sjö ár og engin sala er í burðarliðnum. Þessu til viðbótar má vitanlega nefna að æðstu stjórnendur Íslandsbanka og stjórn bankans hafa nákvæmlega ekkert með nauðasamninga Glitnis að gera. Sama gildir um mögulega sölu á Íslandsbanka – hún er alfarið á forræði eigenda bankans, sem eru kröfuhafar Glitnis og svo íslenska ríkið með 5 prósenta hlut. Mikill hagnaður bankanna frá hruni byggist á því að ávinningur af þeirri endurreisn hagkerfisins sem orðin er hefur að verulegu leyti runnið til bankanna í formi gríðarlega hárra vaxta og uppreiknaðra lána heimila og fyrirtækja, sem bankarnir fengu á niðursettu verði. Það er auðvelt að reka banka, sérstaklega í verðtryggðu umhverfi. Stjórnendur verða að passa upp á þrennt; aðeins að lána þeim sem eru líklegir til að borga til baka, hafa hærri vexti á útlánum en innlánum og halda öllum kostnaði í lágmarki, t.d. ekki byggja monthallir. Íslenskir bankamenn virðast bara skilja eitt af þessum þremur atriðum. Hvergi í heiminum er vaxtamunur meiri og óvíða fyrirfinnst dýrara bankakerfi. Erlendis tíðkast almennt ekki að greiða stjórnendum eða starfsmönnum viðskiptabanka kaupauka. Ástæða þessa er sú að viðskiptabankar eiga ekki að hámarka gróða heldur veita trausta og ódýra þjónustu. Ástandið á dýrasta bankamarkaði í heimi gefur ekki tilefni til að verðlauna stjórnendur íslenska bankakerfisins sérstaklega.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sjá meira