Við viljum trausta, opinbera heilbrigðisþjónustu Oddný G. Harðardóttir skrifar 29. júlí 2015 07:00 Svo virðist sem hægristjórnin sé ófær um að leysa alvarlegan vanda heilbrigðiskerfisins með hag almennings að leiðarljósi. Hugmyndum um gróða, markað, kostnað og gjöld er þröngvað inn í umræðuna um viðkvæma stöðu heilbrigðisstofnana. Þeir sem vilja selja ríkinu þjónustuna eru að skilgreina þarfirnar og útfærsluna sjálfir. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins talar um markaðinn þar sem heilbrigðisstéttir eigi að nota tækifærið til að nýta og segir: „Yfir þeim markaði gín ríkið nánast eitt.“ Markaðurinn er væntanlega samansafn veikra Íslendinga og hann vilja hægrimenn að heilbrigðisstéttir nýti sér til hagsbóta. En væri það til hagsbóta fyrir sjúklingana og heilbrigðiskerfi sem á að vera aðgengilegt öllum óháð efnahag? Heilbrigðisráðherra hefur sagt að einkarekstur geti ekki tekið við því hlutverki sem Landspítalinn sinnir, en vinnur að einkarekstri heilsugæslustöðva. Ekkert kallar á aukinn einkarekstur grunnstoða velferðarsamfélagsins nema frjálshyggjustefna Sjálfstæðismanna. Því miður virðast þeir fá góðan frið fyrir Framsóknarmönnum í ríkisstjórn til að vinna að framgangi þeirrar stefnu. Lausn vandans í heilbrigðiskerfinu felst fyrst og fremst í því að ríkið styrki raunverulega rekstur sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana, geri þeim kleift að halda góðum mannauði og að mæta þörfum sjúklinga um land allt. Það á að vera forgangsverkefni. Heilsugæslustöðvar og heilbrigðisstofnanir tilheyra grunnstoðum velferðarkerfisins og að þeim þurfum við að gæta nú þegar hugmyndir um aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu vaða uppi. Gleymum því ekki grunnþjónustunni í umræðunni um alvarlegan vanda Landspítalans. Hana má ekki einkavæða í skiptum fyrir að rekstur Landspítalans verði opinber eins og heilbrigðisráðherra virðist vilja. Nú þegar hafa verið gerðir þjónustusamningar um einstök verk innan heilbrigðiskerfisins en einkarekstur getur ekki komið í staðinn fyrir trausta opinbera heilbrigðisþjónustu sem rekin er af myndarbrag. Aldrei má vafi leika á því hvort hagsmunir sjúklinga eða rekstraraðila heilbrigðisstofnana vegi þyngra. Þess vegna vill þjóðin reka sína heilbrigðisþjónustu sjálf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Svo virðist sem hægristjórnin sé ófær um að leysa alvarlegan vanda heilbrigðiskerfisins með hag almennings að leiðarljósi. Hugmyndum um gróða, markað, kostnað og gjöld er þröngvað inn í umræðuna um viðkvæma stöðu heilbrigðisstofnana. Þeir sem vilja selja ríkinu þjónustuna eru að skilgreina þarfirnar og útfærsluna sjálfir. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins talar um markaðinn þar sem heilbrigðisstéttir eigi að nota tækifærið til að nýta og segir: „Yfir þeim markaði gín ríkið nánast eitt.“ Markaðurinn er væntanlega samansafn veikra Íslendinga og hann vilja hægrimenn að heilbrigðisstéttir nýti sér til hagsbóta. En væri það til hagsbóta fyrir sjúklingana og heilbrigðiskerfi sem á að vera aðgengilegt öllum óháð efnahag? Heilbrigðisráðherra hefur sagt að einkarekstur geti ekki tekið við því hlutverki sem Landspítalinn sinnir, en vinnur að einkarekstri heilsugæslustöðva. Ekkert kallar á aukinn einkarekstur grunnstoða velferðarsamfélagsins nema frjálshyggjustefna Sjálfstæðismanna. Því miður virðast þeir fá góðan frið fyrir Framsóknarmönnum í ríkisstjórn til að vinna að framgangi þeirrar stefnu. Lausn vandans í heilbrigðiskerfinu felst fyrst og fremst í því að ríkið styrki raunverulega rekstur sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana, geri þeim kleift að halda góðum mannauði og að mæta þörfum sjúklinga um land allt. Það á að vera forgangsverkefni. Heilsugæslustöðvar og heilbrigðisstofnanir tilheyra grunnstoðum velferðarkerfisins og að þeim þurfum við að gæta nú þegar hugmyndir um aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu vaða uppi. Gleymum því ekki grunnþjónustunni í umræðunni um alvarlegan vanda Landspítalans. Hana má ekki einkavæða í skiptum fyrir að rekstur Landspítalans verði opinber eins og heilbrigðisráðherra virðist vilja. Nú þegar hafa verið gerðir þjónustusamningar um einstök verk innan heilbrigðiskerfisins en einkarekstur getur ekki komið í staðinn fyrir trausta opinbera heilbrigðisþjónustu sem rekin er af myndarbrag. Aldrei má vafi leika á því hvort hagsmunir sjúklinga eða rekstraraðila heilbrigðisstofnana vegi þyngra. Þess vegna vill þjóðin reka sína heilbrigðisþjónustu sjálf.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun