Fimmtán ár frá flugslysinu í Skerjafirði Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 1. ágúst 2015 08:30 Sex létust af völdum slyssins. Allt ungt fólk í blóma lífsins og var þjóðin gjörsamlega slegin. Mánudaginn 7. ágúst árið 2000 hrapaði flugvél í sjóinn í Skerjafirði, þrír létust og þrennt slasaðist lífshættulega, og létust öll innan árs. Flugvélin var í farþegaflugi að ferja gesti þjóðhátíðar heim eftir helgina. Vélin var við það að snerta flugbrautina og lenda þegar flugmaðurinn fékk skipun frá flugturni um að hætta við þar sem önnur flugvél var á flugbrautinni. Flugmaðurinn hækkaði þá flugið og ætlaði að taka annan hring. Örstuttu síðar skall vélin í sjóinn, brotnaði og sökk. Rannsókn á slysinu leiddi í ljós að líkur væru á að bensínþurrð hefði orsakað slysið. Aðstandendur gagnrýndu rannsóknina og í kjölfarið skapaðist bæði umræða og þrýstingur sem leiddi til umbóta í flugöryggismálum. Í níu ár eftir Skerjafjarðarflugslysið varð ekkert banaslys í flugi á Íslandi en áratuginn fyrir slysið varð slys næstum því á hverju ári. Alltaf uggur í brjósti þessa helgi Friðrik Þór Guðmundsson, faðir ungs manns sem lét lífið í kjölfar slyssins, var einn þeirra sem gagnrýndu rannsóknina og barðist fyrir því að sannleikurinn fengi að líta dagsins ljós. Friðrik Þór Guðmundsson missti son sinn í flugslysinu. „Ég er ekki í vafa um að barátta aðstandenda á sínum tíma, ofan á einlægan umbótavilja fjölda annarra, flugmanna ekki síst, hafi skilað sér í auknu flugöryggi. Þótt flugmálayfirvöld hafi verið treg í taumi og tekið gagnrýni óstinnt upp þá var ýmsum lögum og reglum breytt, eftirlit aukið og án efa varð um leið jákvæð hugarfarsbreyting í „bransanum“. Síðustu sex ár hafa orðið sex flugslys. Þar af flugslysið á Akureyri sem varð verslunarmannahelgina árið 2013. „Þrátt fyrir að allt bendi til þess að lærdómurinn hafi skilað sér er fyllsta ástæða til að staldra ögn við. Banaslysin eru farin að skjóta upp kollinum á ný. Hið minnsta í tveimur þessara tilvika virðist einhvers konar fífldirfska hafa spilað inn í.“ Friðrik segist finnast það hið besta mál að fólk ferðist og skemmti sér hraustlega þessa miklu ferðahelgi en þó setjist ávallt uggur í brjóst hans fyrir verslunarmannahelgina. „Í mörg ár núna hefur feginleiki fylgt í kjölfarið og ég vona að svo verði áfram. Að allir komist heim heilu og höldnu.“ Merki um slaka Ragnar Guðmundsson, rannsakandi flugslysasviðs, segir að reglugerðarbreyting árið 2004 hafi líklega haft sitt að segja með langt slysalaust tímabil eftir Skerjafjarðarslysið en einnig vitundarvakning. „Ég held að menn hafi farið að horfa aðeins í eigin barm, hvernig þeir væru að stunda þennan rekstur í kringum þjóðhátíð, og almennt líka.“ Frá árinu 2009 hafa orðið þrjú banaslys þannig að slysalausa tímabilinu er lokið. Eru menn hættir að vanda sig? „Við erum að sjá merki um að það sé verið að slaka á undanfarin ár. Eflaust er það ástæðan fyrir því að Samgöngustofa hefur aukið eftirlit.“ Skiptar skoðanir um takmörkun umferðar Samkvæmt upplýsingum frá Isavia er starfsmönnum fjölgað á Vestmannaeyjaflugvelli yfir verslunarmannahelgina til að bregðast við aukinni flugumferð. Í ár hefur afgreiðslutímum einnig verið úthlutað með hliðsjón af áætluðu umferðarmagni en miðað er við að flugtök og lendingar verði ekki fleiri en átta á hverjum hálftíma. Það er gert til þess að tryggja að ekki séu of margar flugvélar í einu í loftrýminu og vegna þess að stæði á flugvellinum eru takmörkuð. Ekki eru allir á eitt sáttir við þessa úthlutun, til að mynda hafa háværar mótmælaraddir heyrst á lokaðri síðu „flugnörda“ á Facebook en samkvæmt Isavia ættu allir að komast leiðar sinnar. „En mögulega gæti fólk þurft að hliðra tímum til að dreifa álaginu á flugvöllinn betur. Þess má geta að algengt er á flugvöllum að afgreiðslutímum sé úthlutað á álagstímum,“ segir í svari Isavia við fyrirspurn frá Fréttablaðinu. Fréttir af flugi Flugslys í Skerjafirði 2000 Reykjavík Þjóðhátíð í Eyjum Samgönguslys Tengdar fréttir Áhugaflugmenn gagnrýna takmörkun á einkaflugi á Þjóðhátíð Óánægja er á meðal áhugaflugmanna um takmarkanir á flugumferð í Eyjum um verslunarmannahelgina. Isavia segir breytinguna gerða til að tryggja flugöryggi. 18. júlí 2015 07:00 Fólkið sem passar okkur um verslunarmannahelgina Fólkið sem stendur vaktina um verslunarmannahelgina biðlar til allra að fara sér hægt. Skuggahliðar þessarar mestu ferðahelgi ársins séu óhófleg neysla áfengis og vímuefna og slys og ofbeldisverknaðir fylgi óhjákvæmilega. 1. ágúst 2015 08:30 Flaug mjög lágt hjá Reyðará rétt áður en hún fórst í Héðinsfirði Hann var níu ára gamall þegar hann var sá síðasti til að sjá flugvélina sem fórst í Héðinsfirði fljúga mjög lágt yfir og hverfa inn í þoku. 25. nóvember 2014 20:45 Enn beðið eftir skýrslu rannsóknarnefndar Eitt ár er liðið frá því að TF-MYX, sjúkraflugvél frá flugfélaginu Mýflugi, brotlenti á kappakstursbraut Bílaklúbbs Akureyrar við Hlíðarfjallsveg á Akureyri. Slysið er enn til rannsóknar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. 5. ágúst 2014 07:00 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Mánudaginn 7. ágúst árið 2000 hrapaði flugvél í sjóinn í Skerjafirði, þrír létust og þrennt slasaðist lífshættulega, og létust öll innan árs. Flugvélin var í farþegaflugi að ferja gesti þjóðhátíðar heim eftir helgina. Vélin var við það að snerta flugbrautina og lenda þegar flugmaðurinn fékk skipun frá flugturni um að hætta við þar sem önnur flugvél var á flugbrautinni. Flugmaðurinn hækkaði þá flugið og ætlaði að taka annan hring. Örstuttu síðar skall vélin í sjóinn, brotnaði og sökk. Rannsókn á slysinu leiddi í ljós að líkur væru á að bensínþurrð hefði orsakað slysið. Aðstandendur gagnrýndu rannsóknina og í kjölfarið skapaðist bæði umræða og þrýstingur sem leiddi til umbóta í flugöryggismálum. Í níu ár eftir Skerjafjarðarflugslysið varð ekkert banaslys í flugi á Íslandi en áratuginn fyrir slysið varð slys næstum því á hverju ári. Alltaf uggur í brjósti þessa helgi Friðrik Þór Guðmundsson, faðir ungs manns sem lét lífið í kjölfar slyssins, var einn þeirra sem gagnrýndu rannsóknina og barðist fyrir því að sannleikurinn fengi að líta dagsins ljós. Friðrik Þór Guðmundsson missti son sinn í flugslysinu. „Ég er ekki í vafa um að barátta aðstandenda á sínum tíma, ofan á einlægan umbótavilja fjölda annarra, flugmanna ekki síst, hafi skilað sér í auknu flugöryggi. Þótt flugmálayfirvöld hafi verið treg í taumi og tekið gagnrýni óstinnt upp þá var ýmsum lögum og reglum breytt, eftirlit aukið og án efa varð um leið jákvæð hugarfarsbreyting í „bransanum“. Síðustu sex ár hafa orðið sex flugslys. Þar af flugslysið á Akureyri sem varð verslunarmannahelgina árið 2013. „Þrátt fyrir að allt bendi til þess að lærdómurinn hafi skilað sér er fyllsta ástæða til að staldra ögn við. Banaslysin eru farin að skjóta upp kollinum á ný. Hið minnsta í tveimur þessara tilvika virðist einhvers konar fífldirfska hafa spilað inn í.“ Friðrik segist finnast það hið besta mál að fólk ferðist og skemmti sér hraustlega þessa miklu ferðahelgi en þó setjist ávallt uggur í brjóst hans fyrir verslunarmannahelgina. „Í mörg ár núna hefur feginleiki fylgt í kjölfarið og ég vona að svo verði áfram. Að allir komist heim heilu og höldnu.“ Merki um slaka Ragnar Guðmundsson, rannsakandi flugslysasviðs, segir að reglugerðarbreyting árið 2004 hafi líklega haft sitt að segja með langt slysalaust tímabil eftir Skerjafjarðarslysið en einnig vitundarvakning. „Ég held að menn hafi farið að horfa aðeins í eigin barm, hvernig þeir væru að stunda þennan rekstur í kringum þjóðhátíð, og almennt líka.“ Frá árinu 2009 hafa orðið þrjú banaslys þannig að slysalausa tímabilinu er lokið. Eru menn hættir að vanda sig? „Við erum að sjá merki um að það sé verið að slaka á undanfarin ár. Eflaust er það ástæðan fyrir því að Samgöngustofa hefur aukið eftirlit.“ Skiptar skoðanir um takmörkun umferðar Samkvæmt upplýsingum frá Isavia er starfsmönnum fjölgað á Vestmannaeyjaflugvelli yfir verslunarmannahelgina til að bregðast við aukinni flugumferð. Í ár hefur afgreiðslutímum einnig verið úthlutað með hliðsjón af áætluðu umferðarmagni en miðað er við að flugtök og lendingar verði ekki fleiri en átta á hverjum hálftíma. Það er gert til þess að tryggja að ekki séu of margar flugvélar í einu í loftrýminu og vegna þess að stæði á flugvellinum eru takmörkuð. Ekki eru allir á eitt sáttir við þessa úthlutun, til að mynda hafa háværar mótmælaraddir heyrst á lokaðri síðu „flugnörda“ á Facebook en samkvæmt Isavia ættu allir að komast leiðar sinnar. „En mögulega gæti fólk þurft að hliðra tímum til að dreifa álaginu á flugvöllinn betur. Þess má geta að algengt er á flugvöllum að afgreiðslutímum sé úthlutað á álagstímum,“ segir í svari Isavia við fyrirspurn frá Fréttablaðinu.
Fréttir af flugi Flugslys í Skerjafirði 2000 Reykjavík Þjóðhátíð í Eyjum Samgönguslys Tengdar fréttir Áhugaflugmenn gagnrýna takmörkun á einkaflugi á Þjóðhátíð Óánægja er á meðal áhugaflugmanna um takmarkanir á flugumferð í Eyjum um verslunarmannahelgina. Isavia segir breytinguna gerða til að tryggja flugöryggi. 18. júlí 2015 07:00 Fólkið sem passar okkur um verslunarmannahelgina Fólkið sem stendur vaktina um verslunarmannahelgina biðlar til allra að fara sér hægt. Skuggahliðar þessarar mestu ferðahelgi ársins séu óhófleg neysla áfengis og vímuefna og slys og ofbeldisverknaðir fylgi óhjákvæmilega. 1. ágúst 2015 08:30 Flaug mjög lágt hjá Reyðará rétt áður en hún fórst í Héðinsfirði Hann var níu ára gamall þegar hann var sá síðasti til að sjá flugvélina sem fórst í Héðinsfirði fljúga mjög lágt yfir og hverfa inn í þoku. 25. nóvember 2014 20:45 Enn beðið eftir skýrslu rannsóknarnefndar Eitt ár er liðið frá því að TF-MYX, sjúkraflugvél frá flugfélaginu Mýflugi, brotlenti á kappakstursbraut Bílaklúbbs Akureyrar við Hlíðarfjallsveg á Akureyri. Slysið er enn til rannsóknar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. 5. ágúst 2014 07:00 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Áhugaflugmenn gagnrýna takmörkun á einkaflugi á Þjóðhátíð Óánægja er á meðal áhugaflugmanna um takmarkanir á flugumferð í Eyjum um verslunarmannahelgina. Isavia segir breytinguna gerða til að tryggja flugöryggi. 18. júlí 2015 07:00
Fólkið sem passar okkur um verslunarmannahelgina Fólkið sem stendur vaktina um verslunarmannahelgina biðlar til allra að fara sér hægt. Skuggahliðar þessarar mestu ferðahelgi ársins séu óhófleg neysla áfengis og vímuefna og slys og ofbeldisverknaðir fylgi óhjákvæmilega. 1. ágúst 2015 08:30
Flaug mjög lágt hjá Reyðará rétt áður en hún fórst í Héðinsfirði Hann var níu ára gamall þegar hann var sá síðasti til að sjá flugvélina sem fórst í Héðinsfirði fljúga mjög lágt yfir og hverfa inn í þoku. 25. nóvember 2014 20:45
Enn beðið eftir skýrslu rannsóknarnefndar Eitt ár er liðið frá því að TF-MYX, sjúkraflugvél frá flugfélaginu Mýflugi, brotlenti á kappakstursbraut Bílaklúbbs Akureyrar við Hlíðarfjallsveg á Akureyri. Slysið er enn til rannsóknar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. 5. ágúst 2014 07:00