Skuld ríkisins við aldraða og öryrkja stórhækkar! Björgvin Guðmundsson skrifar 6. ágúst 2015 07:00 Í stað þess,að stjórnarherrarnir uppfylli kosningaloforðin við aldraða og öryrkja og greiði að fullu háa skuld við þá eru þeir að bæta við skuldina! Háar fjárhæðir bætast við skuldina, þar eð stjórnvöld ætla að hafa af eldri borgurum og öryrkjum sömu hækkun og launafólk fær nú og einnig draga stjórnvöld það í 8 mánuði að lífeyrisþegar fái nokkrar kjarabætur. Stjórnarflokkarnir (ríkisstjórnin) lofuðu að afturkalla og leiðrétta alla kjaraskerðinguna, sem lífeyrisþegar urðu fyrir 2009. Einnig lofuðu þeir að leiðrétta lífeyri aldraðra og öryrkja til samræmis við þær hækkanir, sem orðið hefðu á lægstu launum frá ársbyrjun 2009 (kjaragliðnunina). Hvorugt hafa þeir staðið við. Þessi miklu kosningaloforð við aldraða og öryrkja hafa áreiðanlega átt þátt í því, að stjórnarflokkarnir komust til valda 2013. Þeir eiga því að segja af sér, ef þeir standa ekki við loforðin. Tími þeirra er að renna út.30 milljarða skuld hækkar í tæpa 40 milljarða! Þegar stjórnarflokkarnir höfðu náð völdum og myndað ríkisstjórn, var haldið sumarþing eftir kosningarnar 2013. Hvað efndu þeir þá af kosningaloforðunum við aldraða og öryrkja? Jú, tvö af sex: Frítekjumark vegna atvinnutekna var hækkað úr 40 þús. krónum á mánuði í 110 þús. kr. á mánuði. Það kostaði ríkið lítið, þar eð ríkið fær skatttekjur af þeim, sem fara út á vinnumarkaðinn. Hitt atriðið, sem var framkvæmt, var það að grunnlífeyrir var endurreistur. Hann hafði verið afnuminn hjá þeim, sem höfðu góðar lífeyrissjóðstekjur. Það var mikilvægt að fá þessa leiðréttingu en hún gagnaðist þó aðeins þeim, sem voru vel settir. Annað var ekki gert á sumarþinginu 2013 á þessu sviði. Og fleira hefur ekki verið efnt af kosningaloforðunum fyrir frumkvæði ríkisstjórnarinnar. En í lok ársins féllu úr gildi lög um skerðingu tekjutryggingar. Þau voru tímabundin og áttu að gilda til ársloka 2013. Þá lækkaði skerðingarhlutfalli tekjutryggingar úr 45% í 39,35%. Alls kostuðu þessi þrjú atriði rúma fjóra milljarða króna. Skuldin við lífeyrisþega lækkaði við framkvæmd þeirra í 30 milljarða. Hún hækkar nú aftur og fer í tæpa 40 milljarða, þar eð ríkisstjórnin vill ekki láta lífeyrisþega fá sömu hækkun og launþegar fá! Launþegar fá kauphækkun frá 1. maí sl. og lágmarkskaup hækkar þá úr 214 þúsund krónum á mánuði í 245 þúsund eða um 31 þúsund. Aldraðir og öryrkjar fá enga hækkun frá 1. maí og mega bíða í átta mánuði! En þá fá þeir aðeins brot af því, sem launþegar fá. Það er því verið að níðast á lífeyrisþegum. Brot stjórnvalda gagnvart öldruðum og öryrkjum er tvíþætt: Þau láta lífeyrisþega fá mun minni hækkun en launþega og þau draga það í átta mánuði að láta þá fá hækkun. Útreikningur á þessu hvoru tveggja er tæplega 10 milljarðar á ársgrundvelli. Það munar um minna.Lífeyrisþegar eiga að fá 300 þúsund á mánuði Ríkisstjórnin hefur ekkert sagt um það, hvort aldraðir og öryrkjar eigi að fá sömu hækkun á lífeyri sínum næstu þrjú árin eins og launþegar fá á sínu kaupi. Kaup láglaunafólks hækkar um 28% á þremur árum og fer í 300 þúsund krónur á mánuði. Aldraðir og öryrkjar fá aðeins þriðjung af þeirri hækkun. En þeir eiga að fá sömu hækkun þ.e. 300 þúsund krónur á þremur árum. Komi stjórnvöld í veg fyrir það hækkar skuld ríkisins við lífeyrisþega enn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Í stað þess,að stjórnarherrarnir uppfylli kosningaloforðin við aldraða og öryrkja og greiði að fullu háa skuld við þá eru þeir að bæta við skuldina! Háar fjárhæðir bætast við skuldina, þar eð stjórnvöld ætla að hafa af eldri borgurum og öryrkjum sömu hækkun og launafólk fær nú og einnig draga stjórnvöld það í 8 mánuði að lífeyrisþegar fái nokkrar kjarabætur. Stjórnarflokkarnir (ríkisstjórnin) lofuðu að afturkalla og leiðrétta alla kjaraskerðinguna, sem lífeyrisþegar urðu fyrir 2009. Einnig lofuðu þeir að leiðrétta lífeyri aldraðra og öryrkja til samræmis við þær hækkanir, sem orðið hefðu á lægstu launum frá ársbyrjun 2009 (kjaragliðnunina). Hvorugt hafa þeir staðið við. Þessi miklu kosningaloforð við aldraða og öryrkja hafa áreiðanlega átt þátt í því, að stjórnarflokkarnir komust til valda 2013. Þeir eiga því að segja af sér, ef þeir standa ekki við loforðin. Tími þeirra er að renna út.30 milljarða skuld hækkar í tæpa 40 milljarða! Þegar stjórnarflokkarnir höfðu náð völdum og myndað ríkisstjórn, var haldið sumarþing eftir kosningarnar 2013. Hvað efndu þeir þá af kosningaloforðunum við aldraða og öryrkja? Jú, tvö af sex: Frítekjumark vegna atvinnutekna var hækkað úr 40 þús. krónum á mánuði í 110 þús. kr. á mánuði. Það kostaði ríkið lítið, þar eð ríkið fær skatttekjur af þeim, sem fara út á vinnumarkaðinn. Hitt atriðið, sem var framkvæmt, var það að grunnlífeyrir var endurreistur. Hann hafði verið afnuminn hjá þeim, sem höfðu góðar lífeyrissjóðstekjur. Það var mikilvægt að fá þessa leiðréttingu en hún gagnaðist þó aðeins þeim, sem voru vel settir. Annað var ekki gert á sumarþinginu 2013 á þessu sviði. Og fleira hefur ekki verið efnt af kosningaloforðunum fyrir frumkvæði ríkisstjórnarinnar. En í lok ársins féllu úr gildi lög um skerðingu tekjutryggingar. Þau voru tímabundin og áttu að gilda til ársloka 2013. Þá lækkaði skerðingarhlutfalli tekjutryggingar úr 45% í 39,35%. Alls kostuðu þessi þrjú atriði rúma fjóra milljarða króna. Skuldin við lífeyrisþega lækkaði við framkvæmd þeirra í 30 milljarða. Hún hækkar nú aftur og fer í tæpa 40 milljarða, þar eð ríkisstjórnin vill ekki láta lífeyrisþega fá sömu hækkun og launþegar fá! Launþegar fá kauphækkun frá 1. maí sl. og lágmarkskaup hækkar þá úr 214 þúsund krónum á mánuði í 245 þúsund eða um 31 þúsund. Aldraðir og öryrkjar fá enga hækkun frá 1. maí og mega bíða í átta mánuði! En þá fá þeir aðeins brot af því, sem launþegar fá. Það er því verið að níðast á lífeyrisþegum. Brot stjórnvalda gagnvart öldruðum og öryrkjum er tvíþætt: Þau láta lífeyrisþega fá mun minni hækkun en launþega og þau draga það í átta mánuði að láta þá fá hækkun. Útreikningur á þessu hvoru tveggja er tæplega 10 milljarðar á ársgrundvelli. Það munar um minna.Lífeyrisþegar eiga að fá 300 þúsund á mánuði Ríkisstjórnin hefur ekkert sagt um það, hvort aldraðir og öryrkjar eigi að fá sömu hækkun á lífeyri sínum næstu þrjú árin eins og launþegar fá á sínu kaupi. Kaup láglaunafólks hækkar um 28% á þremur árum og fer í 300 þúsund krónur á mánuði. Aldraðir og öryrkjar fá aðeins þriðjung af þeirri hækkun. En þeir eiga að fá sömu hækkun þ.e. 300 þúsund krónur á þremur árum. Komi stjórnvöld í veg fyrir það hækkar skuld ríkisins við lífeyrisþega enn.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun