Hundruð unglinga komin til Úteyjar Guðsteinn Bjarnason skrifar 7. ágúst 2015 07:00 Hópur ungmenna kom til Úteyjar í gær og verður þar um helgina á ungliðamóti norska Verkamannaflokksins. nordicphotos/AFP Ungliðabúðir norska Verkamannaflokksins verða haldnar í Útey í Noregi nú um helgina, fjórum árum eftir að Anders Behring Breivik myrti þar 69 manns. Starfsemin hefur legið þar niðri allar götur síðan, en nú er komin ný kynslóð sem segist ætla að endurheimta eyjuna. Jens Stoltenberg, sem var forsætisráðherra Noregs fyrir fjórum árum, segist vonast til þess að hægt verði að endurskapa að einhverju leyti stemninguna sem ríkti jafnan á ungliðahátíðum Verkamannaflokksins, þótt margir geti ekki hugsað sér að stíga þangað fæti eftir voðaverkin sem þar voru framin. Í viðtali við norska ríkisútvarpið segist Stoltenberg skilja að um þetta séu skiptar skoðanir: „En þetta snýst um að finna jafnvægi,“ sagði hann. Meira en þúsund ungmenni taka þátt í skemmtunum og stjórnmálanámskeiðum flokksins á eyjunni yfir helgina. Aðsóknin er meiri en þekktist áður fyrr. Athafnir helgarinnar hófust strax í gær á minningarathöfn um hryðjuverkin árið 2011, og síðan flutti Stoltenberg, sem nú er framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, ávarp. Lögreglumenn verða viðstaddir alla helgina til að tryggja öryggi ungmennanna, enda þótt lítil hætta þyki á því að eitthvað í líkingu við voðaverk Breiviks endurtaki sig. Breivik myrti 69 manns í Útey þegar hann gekk þar um, klæddur fatnaði sem minnti á lögreglubúning, og skaut af handahófi á fólk. Flestir hinna myrtu voru á unglingsaldri. Til eyjunnar hélt Breivik eftir að hafa myrt átta manns í Ósló, en þar kom hann sprengju fyrir við byggingu þar sem skrifstofur leiðtoga Verkamannaflokksins voru til húsa. Meira en 200 manns særðust þennan dag, 22. júlí árið 2011. Græna kaffihúsið, þar sem Breivik myrti nokkur ungmenni, hefur ekki verið endurnýjað þrátt fyrir að skotför sjáist þar enn. Þess í stað hefur það verið gert að eins konar safni eða minningarstað um hryðjuverkið. Breivik taldi sig þurfa að verja Noreg gegn „íslamsvæðingu“ og vonaðist til þess að voðaverkin myndu vekja fólk til meðvitundar um „hættuna“. Sjálfur var hann dæmdur í 21 árs fangelsi, sem hægt er að framlengja meðan enn þykir stafa hætta af honum. Hann afplánar dóminn í einangrun í fangelsinu í Ila, skammt frá Ósló. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Ungliðabúðir norska Verkamannaflokksins verða haldnar í Útey í Noregi nú um helgina, fjórum árum eftir að Anders Behring Breivik myrti þar 69 manns. Starfsemin hefur legið þar niðri allar götur síðan, en nú er komin ný kynslóð sem segist ætla að endurheimta eyjuna. Jens Stoltenberg, sem var forsætisráðherra Noregs fyrir fjórum árum, segist vonast til þess að hægt verði að endurskapa að einhverju leyti stemninguna sem ríkti jafnan á ungliðahátíðum Verkamannaflokksins, þótt margir geti ekki hugsað sér að stíga þangað fæti eftir voðaverkin sem þar voru framin. Í viðtali við norska ríkisútvarpið segist Stoltenberg skilja að um þetta séu skiptar skoðanir: „En þetta snýst um að finna jafnvægi,“ sagði hann. Meira en þúsund ungmenni taka þátt í skemmtunum og stjórnmálanámskeiðum flokksins á eyjunni yfir helgina. Aðsóknin er meiri en þekktist áður fyrr. Athafnir helgarinnar hófust strax í gær á minningarathöfn um hryðjuverkin árið 2011, og síðan flutti Stoltenberg, sem nú er framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, ávarp. Lögreglumenn verða viðstaddir alla helgina til að tryggja öryggi ungmennanna, enda þótt lítil hætta þyki á því að eitthvað í líkingu við voðaverk Breiviks endurtaki sig. Breivik myrti 69 manns í Útey þegar hann gekk þar um, klæddur fatnaði sem minnti á lögreglubúning, og skaut af handahófi á fólk. Flestir hinna myrtu voru á unglingsaldri. Til eyjunnar hélt Breivik eftir að hafa myrt átta manns í Ósló, en þar kom hann sprengju fyrir við byggingu þar sem skrifstofur leiðtoga Verkamannaflokksins voru til húsa. Meira en 200 manns særðust þennan dag, 22. júlí árið 2011. Græna kaffihúsið, þar sem Breivik myrti nokkur ungmenni, hefur ekki verið endurnýjað þrátt fyrir að skotför sjáist þar enn. Þess í stað hefur það verið gert að eins konar safni eða minningarstað um hryðjuverkið. Breivik taldi sig þurfa að verja Noreg gegn „íslamsvæðingu“ og vonaðist til þess að voðaverkin myndu vekja fólk til meðvitundar um „hættuna“. Sjálfur var hann dæmdur í 21 árs fangelsi, sem hægt er að framlengja meðan enn þykir stafa hætta af honum. Hann afplánar dóminn í einangrun í fangelsinu í Ila, skammt frá Ósló.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira