Viðskiptabann Rússa líklegra nú en áður Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 7. ágúst 2015 07:00 Þingmenn voru léttir á brún fyrir fund utanríkismálanefndar í gær áður en alvarlegu málefnin tóku við. vísir/vilhelm „Við erum að verja ákveðin prinsipp sem eru varin samkvæmt alþjóðareglum og sáttmálum og þetta er brotið af Rússum í þessu tilfelli,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra eftir fund utanríkismálanefndar Alþingis í gær. Þeir nefndarmenn sem Fréttablaðið náði tali af voru sammála um að pólitísk samstaða væri um að halda þvingunum gegn Rússlandi áfram. „Þetta snýst um það að Ísland hefur alltaf varið sig með tilvísunum í lög um slíka sáttmála og þar af leiðandi getum við ekki gefið afslátt af því prinsippi. Það gæti kæmi okkur í koll síðar meir en ég geri samt ekki lítið úr þeim vandamálum sem því fylgja,“ sagði Gunnar. Hann segir að líkurnar á því að Rússar beiti Ísland viðskiptabanni séu meiri heldur en áður en þó sé ekkert staðfest í þeim efnum þar sem íslensk stjórnvöld hafa fengið misvísandi upplýsingar frá þeim rússnesku. Gunnar segir að á fundinum hafi verið ræddar hugmyndir um hvort stjórnvöld kæmu útflutningsaðilum til aðstoðar ef af viðskiptabanni verður. Til að mynda var rætt hvort Ísland ætti að veita opinber framlög til þeirra útflutningsaðila sem hljóta skaða af líkt og önnur ríki hafa gert.Gunnar Bragi Sveinsson„Einstök ríki innan Evrópusambandsins hafa til dæmis stutt sinn sjávarútveg eða landbúnað,“ segir hann. „Norðmenn studdu sína útflytjendur bæði með tryggingum og einhverju slíku. Ég persónulega er mjög opinn fyrir því að skoða slíkt.“ Rússar hafa hótað því að beita Ísland viðskiptaþvingunum þar sem Ísland er í hópi ríkja ásamt Evrópusambandinu sem hafa beitt Rússland þvingunaraðgerðum vegna ágangs þeirra gagnvart Úkraínu. Þrátt fyrir að aðgerðir Evrópusambandsins séu víðtækar er hlutverk Íslands takmarkað að sögn Gunnars. „Þetta eru þvinganir sem snúa að ferðafrelsi, fjármagnsflutningum, vopnaviðskiptum, fjárfestingum og fleira. Það er eitt íslenskt fyrirtæki sem hefur selt búnað í olíuiðnaðinn og þess háttar. Það fellur undir þessa skilgreiningu. Þegar kemur að endurnýjun á þeirra samningi þá gæti það haft einhver áhrif. Það er eina dæmið um bein áhrif þvingananna á Ísland.“ Alþingi Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
„Við erum að verja ákveðin prinsipp sem eru varin samkvæmt alþjóðareglum og sáttmálum og þetta er brotið af Rússum í þessu tilfelli,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra eftir fund utanríkismálanefndar Alþingis í gær. Þeir nefndarmenn sem Fréttablaðið náði tali af voru sammála um að pólitísk samstaða væri um að halda þvingunum gegn Rússlandi áfram. „Þetta snýst um það að Ísland hefur alltaf varið sig með tilvísunum í lög um slíka sáttmála og þar af leiðandi getum við ekki gefið afslátt af því prinsippi. Það gæti kæmi okkur í koll síðar meir en ég geri samt ekki lítið úr þeim vandamálum sem því fylgja,“ sagði Gunnar. Hann segir að líkurnar á því að Rússar beiti Ísland viðskiptabanni séu meiri heldur en áður en þó sé ekkert staðfest í þeim efnum þar sem íslensk stjórnvöld hafa fengið misvísandi upplýsingar frá þeim rússnesku. Gunnar segir að á fundinum hafi verið ræddar hugmyndir um hvort stjórnvöld kæmu útflutningsaðilum til aðstoðar ef af viðskiptabanni verður. Til að mynda var rætt hvort Ísland ætti að veita opinber framlög til þeirra útflutningsaðila sem hljóta skaða af líkt og önnur ríki hafa gert.Gunnar Bragi Sveinsson„Einstök ríki innan Evrópusambandsins hafa til dæmis stutt sinn sjávarútveg eða landbúnað,“ segir hann. „Norðmenn studdu sína útflytjendur bæði með tryggingum og einhverju slíku. Ég persónulega er mjög opinn fyrir því að skoða slíkt.“ Rússar hafa hótað því að beita Ísland viðskiptaþvingunum þar sem Ísland er í hópi ríkja ásamt Evrópusambandinu sem hafa beitt Rússland þvingunaraðgerðum vegna ágangs þeirra gagnvart Úkraínu. Þrátt fyrir að aðgerðir Evrópusambandsins séu víðtækar er hlutverk Íslands takmarkað að sögn Gunnars. „Þetta eru þvinganir sem snúa að ferðafrelsi, fjármagnsflutningum, vopnaviðskiptum, fjárfestingum og fleira. Það er eitt íslenskt fyrirtæki sem hefur selt búnað í olíuiðnaðinn og þess háttar. Það fellur undir þessa skilgreiningu. Þegar kemur að endurnýjun á þeirra samningi þá gæti það haft einhver áhrif. Það er eina dæmið um bein áhrif þvingananna á Ísland.“
Alþingi Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira