Íslendingur í Köln: „Fór heim þegar ég sá ástandið magnast upp“ Atli Ísleifsson skrifar 7. janúar 2016 16:36 Árásirnar, sem áttu sér fyrst og fremst stað fyrir utan aðallestarstöð Kölnarborgar, hafa þær vakið mikinn óhug í Þýskalandi og víðar. Vísir/AFP „Ég var mjög hissa á því að mér fannst ég bara sjá karlmenn á ferli, sérstaklega fyrir utan aðallestarstöðina. Ég fór heim þegar ég sá ástandið magnast upp,“ segir Heiðrún Arnarsdóttir sem býr í Köln og varð vitni að því ófremdarástandi sem skapaðist í miðborginni þar sem hún var á gangi um borgina á gamlárskvöld ásamt kærasta sínum. „Mennirnir drukku saman í stórum hópum. Það var mikill hávaði og við heyrðum í sírenuhljóðum nær allt kvöldið en sáum þrátt fyrir það mjög fáa lögreglumenn.“ Hún segist í samtali við Vísi hafa tekið eftir að það hafi alls ekki verið fjölskylduvæn stemning í miðborginni og nær engir að ganga um með börnin sín. „Þetta voru aðallega ölvaðir karlmenn sem skutu flugeldum í átt að fólki. Ég sá einnig menn skjóta flugeldum að dómkirkju borgarinnar.“Versnaði þegar á leið kvöldiðÁrásirnar, sem áttu sér fyrst og fremst stað fyrir utan aðallestarstöð Kölnarborgar, hafa þær vakið mikinn óhug í Þýskalandi og víðar. Lögregla segir að karlmenn af arabískum og norður-afrískum uppruna hafi þar áreitt konur kynferðislega og rænt. Þá segir að að minnsta kosti tveimur konum hafi verið nauðgað. „Ég sá þessa dæmigerðu áfengishegðun eiga sér stað. Til að byrja með fannst mér þetta ekki svo óhugnanlegt þar sem maður er vanur svona hegðun í miðbæ Reykjavíkur. Klukkan var heldur ekki orðin svo margt þegar við vorum þarna á ferli, en ástandið versnaði svo þegar leið á kvöldið,“ segir Heiðrún. Hún segir að þó að hátt í hundrað konur hafi tilkynnt um árásir til lögreglu þá trúi hún að árásirnar hafi í raun verið mun fleiri. „Stór hluti þeirra kvenna sem verða fyrir árás, koma kannski aldrei til með að tilkynna það eða leggja fram kæru.“Vísir/AFPBýr sjálf í hverfi innan um fjölda þjóðernishópaHeiðrún segist hafa rætt árásirnar við múslimska vinkonu sína og hún hafi sagt henni að samkvæmt menningu Tyrkja og annarra múslimaríkja sé gamlársdagur ekki opinber hátíðardagur og að það tíðkist ekki að konur fari út og skemmti sér. „Ég bý sjálf í hverfi þar sem fólk af mörgum ólíkum þjóðernum búa og mér hefur aldrei fundist ég finna fyrir óöryggi. Þetta er ekki fólk sem ógnar mér í daglegu lífi, en þetta kvöld voru mennirnir of drukknir, með læti, skjótandi flugeldum á fólkið. Það virtust ekki vera neinar reglur.“ Hún segist ekki hafa séð marga lögreglumenn á ferli þetta kvöld, en að vanalega sjái hún til að mynda vopnaða lögreglumenn fyrir utan bakarí á hádegi á þriðjudegi. „Ég sá heldur ekki eina einustu konu við aðallestarstöðina þegar við komum þangað. Ég hugsaði því hvar þær væru, sem og vopnuðu lögreglumennirnir sem eiga að vera hérna. Það virtist ekki hafa verið nein stjórn á mannfjöldanum. Það voru þarna drukknir menn, syngjandi á erlendum tungumálum. Það var augljóst að þetta voru menn sem voru ekki Þjóðverjar.“Gengu á glerbrotum allt kvöldiðSjálf segist Heiðrún ekki hafa orðið fyrir miklu áreiti þetta kvöld. „Ég varð fyrir svokölluðu „cat-calling“ en við fórum frekar snemma heim. Ég hugsaði með mér að þetta myndi einungis versna. Við gengum á glerbrotum allt kvöldið og mér fannst óþægilegt að vera innan um fólk sem gæti allt eins tekið upp á að skjóta flugeldum á mann.“ Hún segist sjálf vera innan um Þjóðverja alla daga og að þetta mál hafi í raun ekki verið mikið rætt. „Lífið gekk bara sinn vanagang eftir áramótin en ég varð þó ekki hissa þegar ég las um árásirnar í fjölmiðlum. Þetta rataði samt þangað frekar seint. Fólk áttaði sig ekki á umfangi þessa fyrr en eftir einhverja daga. Mér fannst undarlegt að þetta hafi ekki ratað í fjölmiðla strax á nýársdag.“ Tengdar fréttir Árásirnar í Köln: Lögreglan þarf að endurskoða starfsaðferðir sínar Ralf Jaeger, innanríkisráðherra í þýska sambandslandinu Norður-Rín og Vestfalíu, segir að lögreglan verði að tryggja að það ofbeldi sem konur urðu fyrir í Köln á nýársnótt, og fleiri þýskum borgum, endurtaki sig ekki. 7. janúar 2016 08:20 Nokkur hundruð komu saman til að mótmæla árásunum í Köln Tugir kvenna urðu fyrir kynferðisárás og voru rændar í Köln á gamlárskvöld. 6. janúar 2016 09:44 Ofbeldi gegn konum í Köln vekur mikla reiði Lögreglan í Köln hefur viðurkennt margvísleg mistök í tengslum við kynferðisofbeldi sem tugir kvenna urðu fyrir á gamlársdag. Innanríkisráðherra Þýskalands krefst skýringa. Lögreglustjórinn segist ekki ætla að segja af sér. 7. janúar 2016 05:00 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
„Ég var mjög hissa á því að mér fannst ég bara sjá karlmenn á ferli, sérstaklega fyrir utan aðallestarstöðina. Ég fór heim þegar ég sá ástandið magnast upp,“ segir Heiðrún Arnarsdóttir sem býr í Köln og varð vitni að því ófremdarástandi sem skapaðist í miðborginni þar sem hún var á gangi um borgina á gamlárskvöld ásamt kærasta sínum. „Mennirnir drukku saman í stórum hópum. Það var mikill hávaði og við heyrðum í sírenuhljóðum nær allt kvöldið en sáum þrátt fyrir það mjög fáa lögreglumenn.“ Hún segist í samtali við Vísi hafa tekið eftir að það hafi alls ekki verið fjölskylduvæn stemning í miðborginni og nær engir að ganga um með börnin sín. „Þetta voru aðallega ölvaðir karlmenn sem skutu flugeldum í átt að fólki. Ég sá einnig menn skjóta flugeldum að dómkirkju borgarinnar.“Versnaði þegar á leið kvöldiðÁrásirnar, sem áttu sér fyrst og fremst stað fyrir utan aðallestarstöð Kölnarborgar, hafa þær vakið mikinn óhug í Þýskalandi og víðar. Lögregla segir að karlmenn af arabískum og norður-afrískum uppruna hafi þar áreitt konur kynferðislega og rænt. Þá segir að að minnsta kosti tveimur konum hafi verið nauðgað. „Ég sá þessa dæmigerðu áfengishegðun eiga sér stað. Til að byrja með fannst mér þetta ekki svo óhugnanlegt þar sem maður er vanur svona hegðun í miðbæ Reykjavíkur. Klukkan var heldur ekki orðin svo margt þegar við vorum þarna á ferli, en ástandið versnaði svo þegar leið á kvöldið,“ segir Heiðrún. Hún segir að þó að hátt í hundrað konur hafi tilkynnt um árásir til lögreglu þá trúi hún að árásirnar hafi í raun verið mun fleiri. „Stór hluti þeirra kvenna sem verða fyrir árás, koma kannski aldrei til með að tilkynna það eða leggja fram kæru.“Vísir/AFPBýr sjálf í hverfi innan um fjölda þjóðernishópaHeiðrún segist hafa rætt árásirnar við múslimska vinkonu sína og hún hafi sagt henni að samkvæmt menningu Tyrkja og annarra múslimaríkja sé gamlársdagur ekki opinber hátíðardagur og að það tíðkist ekki að konur fari út og skemmti sér. „Ég bý sjálf í hverfi þar sem fólk af mörgum ólíkum þjóðernum búa og mér hefur aldrei fundist ég finna fyrir óöryggi. Þetta er ekki fólk sem ógnar mér í daglegu lífi, en þetta kvöld voru mennirnir of drukknir, með læti, skjótandi flugeldum á fólkið. Það virtust ekki vera neinar reglur.“ Hún segist ekki hafa séð marga lögreglumenn á ferli þetta kvöld, en að vanalega sjái hún til að mynda vopnaða lögreglumenn fyrir utan bakarí á hádegi á þriðjudegi. „Ég sá heldur ekki eina einustu konu við aðallestarstöðina þegar við komum þangað. Ég hugsaði því hvar þær væru, sem og vopnuðu lögreglumennirnir sem eiga að vera hérna. Það virtist ekki hafa verið nein stjórn á mannfjöldanum. Það voru þarna drukknir menn, syngjandi á erlendum tungumálum. Það var augljóst að þetta voru menn sem voru ekki Þjóðverjar.“Gengu á glerbrotum allt kvöldiðSjálf segist Heiðrún ekki hafa orðið fyrir miklu áreiti þetta kvöld. „Ég varð fyrir svokölluðu „cat-calling“ en við fórum frekar snemma heim. Ég hugsaði með mér að þetta myndi einungis versna. Við gengum á glerbrotum allt kvöldið og mér fannst óþægilegt að vera innan um fólk sem gæti allt eins tekið upp á að skjóta flugeldum á mann.“ Hún segist sjálf vera innan um Þjóðverja alla daga og að þetta mál hafi í raun ekki verið mikið rætt. „Lífið gekk bara sinn vanagang eftir áramótin en ég varð þó ekki hissa þegar ég las um árásirnar í fjölmiðlum. Þetta rataði samt þangað frekar seint. Fólk áttaði sig ekki á umfangi þessa fyrr en eftir einhverja daga. Mér fannst undarlegt að þetta hafi ekki ratað í fjölmiðla strax á nýársdag.“
Tengdar fréttir Árásirnar í Köln: Lögreglan þarf að endurskoða starfsaðferðir sínar Ralf Jaeger, innanríkisráðherra í þýska sambandslandinu Norður-Rín og Vestfalíu, segir að lögreglan verði að tryggja að það ofbeldi sem konur urðu fyrir í Köln á nýársnótt, og fleiri þýskum borgum, endurtaki sig ekki. 7. janúar 2016 08:20 Nokkur hundruð komu saman til að mótmæla árásunum í Köln Tugir kvenna urðu fyrir kynferðisárás og voru rændar í Köln á gamlárskvöld. 6. janúar 2016 09:44 Ofbeldi gegn konum í Köln vekur mikla reiði Lögreglan í Köln hefur viðurkennt margvísleg mistök í tengslum við kynferðisofbeldi sem tugir kvenna urðu fyrir á gamlársdag. Innanríkisráðherra Þýskalands krefst skýringa. Lögreglustjórinn segist ekki ætla að segja af sér. 7. janúar 2016 05:00 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Árásirnar í Köln: Lögreglan þarf að endurskoða starfsaðferðir sínar Ralf Jaeger, innanríkisráðherra í þýska sambandslandinu Norður-Rín og Vestfalíu, segir að lögreglan verði að tryggja að það ofbeldi sem konur urðu fyrir í Köln á nýársnótt, og fleiri þýskum borgum, endurtaki sig ekki. 7. janúar 2016 08:20
Nokkur hundruð komu saman til að mótmæla árásunum í Köln Tugir kvenna urðu fyrir kynferðisárás og voru rændar í Köln á gamlárskvöld. 6. janúar 2016 09:44
Ofbeldi gegn konum í Köln vekur mikla reiði Lögreglan í Köln hefur viðurkennt margvísleg mistök í tengslum við kynferðisofbeldi sem tugir kvenna urðu fyrir á gamlársdag. Innanríkisráðherra Þýskalands krefst skýringa. Lögreglustjórinn segist ekki ætla að segja af sér. 7. janúar 2016 05:00