Minningarathöfnin á Anfield um fórnarlömbin 96 á Hillsborugh sem til stendur að halda í apríl verður sú síðasta.
Fórnarlambanna hefur verið minnst á Anfield nánast árlega frá slysinu hræðilega 15. apríl 1989.
Fjölskyldur fórnarlambanna hafa samþykkt að næsta minningarathöfn verði sú síðasta nú þegar 27 ár eru liðin frá slysinu.
Dánardómstjórinn sem er yfir réttarrannsókninni mun síðar í þessum mánuði fara yfir sönnunargögn í málinu.
„Hin 96 mun aldrei gleymast. Þessi síðasta minningarathöfn mun gefa fjölskyldunum einhverjar málalyktir,“ segir Margaret Aspinall, forstöðukona stuðningshóp fjölskyldna fórnarlambanna, í viðtali við BBC.
Aspinall átti 18 ára son sem lést á Hillsborough. „Stuðningshópurinn vill þakka öllum fyrir stuðninginn við fjölskyldurnar undanfarin 27 ár og einnig þakka öllum þeim sem hafa komið á minningarathafnirnar undanfarin ár,“ segir hún.