Possessjón, obsessjón bolti Óttar Guðmundsson skrifar 2. janúar 2016 07:00 Fyrir hartnær 1000 árum var sama tungumál talað um alla Norður-Evrópu. Grannþjóðirnar fóru snemma að einfalda hlutina, breyta málfræðinni og sleppa flókinni fallbeygingu. Íslendingar sitja enn uppi með þetta erfiða tungumál með skrítnum stigbeygingum og fjórum föllum. Á liðnum öldum hafa margir lagt til að þessu tungumáli yrði breytt til alþjóðlegra horfs. Menn hafa þó þrjóskast við og spólað áfram í úreltum fallbeygingum allt fram á þennan dag. Með stórauknum flóttamannastraumi, ferðamennsku og alþjóðavæðingu eykst þörfin á því að tungumálið verði fært til nútímahorfs. Margir hafa skynjað þetta og lagt sig alla fram við að breyta tungumálinu og laga það að enskri heimstungu. Engir hafa þó verið eins framsæknir við þetta og þeir á íþróttadeild Stöðvar 2. Menn hafa skilið að íslenskan er úrelt fyrirbæri sem þarf að hanna upp á nýtt með því að skjóta inn enskum orðum og orðasamböndum sem víðast. Þetta er mjög til bóta og eykur skilning barna og unglinga á íþróttum. Íþróttafréttamenn eiga heiður skilinn fyrir að vera hættir að reyna að tala íslensku heldur gefa enskunni lausan tauminn. Fremstur meðal jafningja á íþróttadeildinni er Arnar Gunnlaugsson Skagamaður. Hann er farinn að tala framtíðartungumál þjóðarinnar, ensk-íslensku, langt á undan sinni samtíð. Arnar fær móðurmálsverðlaun ársins fyrir viðleitni sína að færa íslenskuna fram á veg til nýrra landvinninga. Hann velur venjulega enskt orð þótt íslenska orðið virðist mun auðveldara og nærtækara. Um daginn lýsti hann einum framkvæmdastjóra í knattspyrnu þannig að hann væri „með obsessjón fyrir possessjón bolta“. Og bætti við: „Þess vegna er hann losing the dressing room.“ Jónas Hallgrímsson hefði ekki getað sagt þetta betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun
Fyrir hartnær 1000 árum var sama tungumál talað um alla Norður-Evrópu. Grannþjóðirnar fóru snemma að einfalda hlutina, breyta málfræðinni og sleppa flókinni fallbeygingu. Íslendingar sitja enn uppi með þetta erfiða tungumál með skrítnum stigbeygingum og fjórum föllum. Á liðnum öldum hafa margir lagt til að þessu tungumáli yrði breytt til alþjóðlegra horfs. Menn hafa þó þrjóskast við og spólað áfram í úreltum fallbeygingum allt fram á þennan dag. Með stórauknum flóttamannastraumi, ferðamennsku og alþjóðavæðingu eykst þörfin á því að tungumálið verði fært til nútímahorfs. Margir hafa skynjað þetta og lagt sig alla fram við að breyta tungumálinu og laga það að enskri heimstungu. Engir hafa þó verið eins framsæknir við þetta og þeir á íþróttadeild Stöðvar 2. Menn hafa skilið að íslenskan er úrelt fyrirbæri sem þarf að hanna upp á nýtt með því að skjóta inn enskum orðum og orðasamböndum sem víðast. Þetta er mjög til bóta og eykur skilning barna og unglinga á íþróttum. Íþróttafréttamenn eiga heiður skilinn fyrir að vera hættir að reyna að tala íslensku heldur gefa enskunni lausan tauminn. Fremstur meðal jafningja á íþróttadeildinni er Arnar Gunnlaugsson Skagamaður. Hann er farinn að tala framtíðartungumál þjóðarinnar, ensk-íslensku, langt á undan sinni samtíð. Arnar fær móðurmálsverðlaun ársins fyrir viðleitni sína að færa íslenskuna fram á veg til nýrra landvinninga. Hann velur venjulega enskt orð þótt íslenska orðið virðist mun auðveldara og nærtækara. Um daginn lýsti hann einum framkvæmdastjóra í knattspyrnu þannig að hann væri „með obsessjón fyrir possessjón bolta“. Og bætti við: „Þess vegna er hann losing the dressing room.“ Jónas Hallgrímsson hefði ekki getað sagt þetta betur.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun