Nadal og Venus óvænt úr leik í Ástralíu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. janúar 2016 09:15 Nadal gengur hér niðurlútur af velli. Vísir/Getty Rafael Nadal tapaði í morgun fyrir Fernando Verdasco og er óvænt úr leik strax í fyrstu umferð á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. Báðir eru Spánverjar. Um maraþonviðureign var að ræða en hún tók fjórar klukkustundir og 40 mínútur. Nadal tapaði fyrsta settinu, 6-7, en vann næstu tvö, 6-4 og 6-3. Svo náði Verdasco að jafna metin, 7-6, áður en hann kláraði oddasettið af miklu öryggi, 6-2. „Ég spilaði ótrúlega í fimmta settinu,“ sagði Verdasco í morgun. „Ég veit ekki hvernig ég fór að þessu. Ég lokaði augunum mínum og allt gekk upp.“ Nadal var raðað inn sem fimmta sterkasta keppanda mótsins en af þeim 32 sem var raðað inn samkvæmt styrkleikalista eru nú þegar fimm úr leik. Novak Djokovic, Roger Federer og Andy Murray eru allir komnir áfram í næstu umferð án teljandi vandræða.Venus Williams er úr leik.Vísir/GettyVenus líka úr leik Venus Williams féll úr leik í nótt er hún mætti hinni bresku Johanna Konta sem gerði sér lítið fyrir og vann örugglega, 6-4 og 6-2. Þetta er afar óvænt hjá Venus sem hefur unnið sjö risamót á ferlinum og var raðað inn í mótið sem áttunda sterkasta keppandanum. Hún var þó með þykkar umbúðir á vinstra læri og náði sér aldrei á strik í viðureigninni, enda greinilega að stríða við meiðsli. Konta er 24 ára gömul og komst í 16-manna úrslitin á Opna bandaríska meistaramótinu í fyrra. Þó nokkur óvænt úrslit hafa átt sér stað í kvennaflokki en á fyrsta keppnisdeginum í gær féllu sjö af 32 sterkustu keppendum mótsins úr leik en þeirra á meðal var hin danska Caroline Wozniacki sem tapaði fyrir Yulia Putintseva frá Kasakstan. Serena Williams er komin áfram eftir sigur á Camila Giorgi frá Ítalíu, 6-4 og 7-5, og þá vann Maria Sharapova öruggan sigur í sinni viðureign. Tennis Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Sjá meira
Rafael Nadal tapaði í morgun fyrir Fernando Verdasco og er óvænt úr leik strax í fyrstu umferð á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. Báðir eru Spánverjar. Um maraþonviðureign var að ræða en hún tók fjórar klukkustundir og 40 mínútur. Nadal tapaði fyrsta settinu, 6-7, en vann næstu tvö, 6-4 og 6-3. Svo náði Verdasco að jafna metin, 7-6, áður en hann kláraði oddasettið af miklu öryggi, 6-2. „Ég spilaði ótrúlega í fimmta settinu,“ sagði Verdasco í morgun. „Ég veit ekki hvernig ég fór að þessu. Ég lokaði augunum mínum og allt gekk upp.“ Nadal var raðað inn sem fimmta sterkasta keppanda mótsins en af þeim 32 sem var raðað inn samkvæmt styrkleikalista eru nú þegar fimm úr leik. Novak Djokovic, Roger Federer og Andy Murray eru allir komnir áfram í næstu umferð án teljandi vandræða.Venus Williams er úr leik.Vísir/GettyVenus líka úr leik Venus Williams féll úr leik í nótt er hún mætti hinni bresku Johanna Konta sem gerði sér lítið fyrir og vann örugglega, 6-4 og 6-2. Þetta er afar óvænt hjá Venus sem hefur unnið sjö risamót á ferlinum og var raðað inn í mótið sem áttunda sterkasta keppandanum. Hún var þó með þykkar umbúðir á vinstra læri og náði sér aldrei á strik í viðureigninni, enda greinilega að stríða við meiðsli. Konta er 24 ára gömul og komst í 16-manna úrslitin á Opna bandaríska meistaramótinu í fyrra. Þó nokkur óvænt úrslit hafa átt sér stað í kvennaflokki en á fyrsta keppnisdeginum í gær féllu sjö af 32 sterkustu keppendum mótsins úr leik en þeirra á meðal var hin danska Caroline Wozniacki sem tapaði fyrir Yulia Putintseva frá Kasakstan. Serena Williams er komin áfram eftir sigur á Camila Giorgi frá Ítalíu, 6-4 og 7-5, og þá vann Maria Sharapova öruggan sigur í sinni viðureign.
Tennis Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Sjá meira