Minnsti bróðir Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 19. janúar 2016 07:00 Engar samræmdar vinnu- eða verklagsreglur eru til hjá lögreglunni þegar grunur kemur upp um ofbeldi gegn fötluðu fólki. Fréttablaðið greindi frá þessu á laugardag en Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, lagði fram fyrirspurn til innanríkisráðherra sem svarað var fyrir helgi. Svo mikið verk þarf að vinna áður en hægt er að halda því fram að öryggi og réttarvernd fatlaðs fólks sé tryggt að formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar telur að þörf sé á sérstakri neyðaráætlun til úrbóta. Þroskahjálp samþykkti sérstaka áætlun um vernd fatlaðs fólks gegn misnotkun og ofbeldi á landsþingi sínu í október. Þar voru lögreglu- og dómsmálayfirvöld sérstaklega hvött til að setja sér skýrar verklagsreglur um hvernig bæta megi réttarvernd fatlaðs fólks. Eitt lögregluembætti hefur sett sér sínar eigin reglur við rannsókn kynferðisbrota þar sem brotaþoli er með þroskahömlun. Það er lögreglustjórinn á Suðurlandi sem gerði það að eigin frumkvæði. „Svarið við fyrirspurn minni vekur kannski fyrst og fremst spurningar um það hvort þekking þeirra sem rannsaka og dæma í málum er varða ofbeldi gegn fötluðu fólki sé nægjanlega góð,“ sagði Steinunn í samtali við Fréttablaðið. Róbert R. Spanó, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, skrifaði grein í Fréttablaðið í byrjun árs þar sem hann ræddi meðal annars um þörf á endurmenntun dómara. Hann sagði dómarastarfið sérfræðistarf og dómara þurfa að kunna lögin. Lögin hins vegar taki sífelldum breytingum og oft séu nýjar réttarreglur undir áhrifum af breyttum samfélagsviðhorfum og kenningum. Ofbeldi sem beinist gegn fötluðu fólki er þekkt og viðurkennt vandamál um allan heim. Fólk sem er fatlað er eins mismunandi og við hin og glímir við mismikla fötlun. Það er hins vegar þekkt að þeir sem beita ofbeldi velja oft að ráðast gegn þeim sem ekki fá borið hönd fyrir höfuð sér og þar eru fatlaðir í meiri hættu en aðrir. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks frá árinu 2007 leggur mikla áherslu á skyldur ríkja til að verja fatlað fólk fyrir ofbeldi. Íslenska ríkið skrifaði undir þennan samning og vinnur nú að fullgildingu hans sem þýðir að tryggja verður að öll lög og stjórnsýsluframkvæmd uppfylli kröfur og skilyrði sem hann mælir fyrir um. Í samningnum er lögð sérstök áhersla á að stjórnvöld tryggi fötluðu fólki aðgang að réttarkerfinu og vernd réttarkerfisins til jafns við aðra, meðal annars með því að laga málsmeðferð alla að þörfum þess. Ljóst er á dæmum sem liggja fyrir að fatlaðir, og þá sérstaklega fatlaðar konur, hafa ekki sama aðgang að réttarkerfinu og aðrir. Og það má óttast að þeir sem ekki hafa stigið fram og sagt sögur sínar í fjölmiðlum séu hið minnsta fyrir hendi og líklega margir. Þörfin á samræmdum reglum um ofbeldismál gegn fötluðum er mikil og jafn mikil er þörfin á menntun þeirra sem með slík mál fara. Hinn hátt í áratugar gamli samningur Sameinuðu þjóðanna sem enn hefur ekki verið fullgiltur öskrar á stjórnvöld að muna eftir sér. Alþingi kemur einmitt saman í dag. Vert væri að huga að þessu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Engar samræmdar vinnu- eða verklagsreglur eru til hjá lögreglunni þegar grunur kemur upp um ofbeldi gegn fötluðu fólki. Fréttablaðið greindi frá þessu á laugardag en Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, lagði fram fyrirspurn til innanríkisráðherra sem svarað var fyrir helgi. Svo mikið verk þarf að vinna áður en hægt er að halda því fram að öryggi og réttarvernd fatlaðs fólks sé tryggt að formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar telur að þörf sé á sérstakri neyðaráætlun til úrbóta. Þroskahjálp samþykkti sérstaka áætlun um vernd fatlaðs fólks gegn misnotkun og ofbeldi á landsþingi sínu í október. Þar voru lögreglu- og dómsmálayfirvöld sérstaklega hvött til að setja sér skýrar verklagsreglur um hvernig bæta megi réttarvernd fatlaðs fólks. Eitt lögregluembætti hefur sett sér sínar eigin reglur við rannsókn kynferðisbrota þar sem brotaþoli er með þroskahömlun. Það er lögreglustjórinn á Suðurlandi sem gerði það að eigin frumkvæði. „Svarið við fyrirspurn minni vekur kannski fyrst og fremst spurningar um það hvort þekking þeirra sem rannsaka og dæma í málum er varða ofbeldi gegn fötluðu fólki sé nægjanlega góð,“ sagði Steinunn í samtali við Fréttablaðið. Róbert R. Spanó, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, skrifaði grein í Fréttablaðið í byrjun árs þar sem hann ræddi meðal annars um þörf á endurmenntun dómara. Hann sagði dómarastarfið sérfræðistarf og dómara þurfa að kunna lögin. Lögin hins vegar taki sífelldum breytingum og oft séu nýjar réttarreglur undir áhrifum af breyttum samfélagsviðhorfum og kenningum. Ofbeldi sem beinist gegn fötluðu fólki er þekkt og viðurkennt vandamál um allan heim. Fólk sem er fatlað er eins mismunandi og við hin og glímir við mismikla fötlun. Það er hins vegar þekkt að þeir sem beita ofbeldi velja oft að ráðast gegn þeim sem ekki fá borið hönd fyrir höfuð sér og þar eru fatlaðir í meiri hættu en aðrir. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks frá árinu 2007 leggur mikla áherslu á skyldur ríkja til að verja fatlað fólk fyrir ofbeldi. Íslenska ríkið skrifaði undir þennan samning og vinnur nú að fullgildingu hans sem þýðir að tryggja verður að öll lög og stjórnsýsluframkvæmd uppfylli kröfur og skilyrði sem hann mælir fyrir um. Í samningnum er lögð sérstök áhersla á að stjórnvöld tryggi fötluðu fólki aðgang að réttarkerfinu og vernd réttarkerfisins til jafns við aðra, meðal annars með því að laga málsmeðferð alla að þörfum þess. Ljóst er á dæmum sem liggja fyrir að fatlaðir, og þá sérstaklega fatlaðar konur, hafa ekki sama aðgang að réttarkerfinu og aðrir. Og það má óttast að þeir sem ekki hafa stigið fram og sagt sögur sínar í fjölmiðlum séu hið minnsta fyrir hendi og líklega margir. Þörfin á samræmdum reglum um ofbeldismál gegn fötluðum er mikil og jafn mikil er þörfin á menntun þeirra sem með slík mál fara. Hinn hátt í áratugar gamli samningur Sameinuðu þjóðanna sem enn hefur ekki verið fullgiltur öskrar á stjórnvöld að muna eftir sér. Alþingi kemur einmitt saman í dag. Vert væri að huga að þessu.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun