Með jöfnuð að leiðarljósi Katrín Jakobsdóttir skrifar 18. janúar 2016 07:00 Síðastliðið ár var viðburðaríkt á alþjóðavísu. Nægir þar að nefna flóttamannastrauminn og loftslagsbreytingar sem við sjáum þegar merki um í veðurfari og umræðu um þessi risavöxnu viðfangsefni. Ójöfnuður er iðulega ein undirrót stríðsátaka sem valda því að fólk flýr heimili sín og leitar að friðsamlegra umhverfi. Öll gögn sýna að gríðarlegur ójöfnuður er milli heimshluta en líka innan einstakra landa. Ójöfnuðurinn veldur átökum og valdabaráttu. Ójöfnuður kemur líka við sögu þegar rætt er um loftslagsbreytingar en fátækari þjóðir hafa mun síðri möguleika en ríkari svæði á að takast á við afleiðingar þeirra. Eigi að síður er það svo að fátækustu þjóðirnar bera einna minnsta ábyrgð á loftslagsbreytingum þótt afleiðingarnar skelli á þeim af fullum þunga. Alþjóðastofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa um nokkurra ára skeið bent á ójöfnuð sem vaxandi vandamál. Íhaldssamar stofnanir benda einnig á þau hagrænu vandamál sem fylgja ójöfnuði. OECD sendi til dæmis frá sér skýrslu í desember 2014 þar sem aðildarríki voru hvött til að endurskoða skattkerfi sín út frá sjónarmiðum jafnaðar þar sem aukinn jöfnuður hefði jákvæð áhrif á hagsæld. Jöfnuður snýst um það hvernig við skiptum þeim gæðum sem við höfum úr að spila. Með skynsamlegri og sjálfbærri atvinnustefnu getum við gert sem mest úr þeim gæðum án þess að skaða umhverfið. Síðan er hægt að skipta þeim með jöfnuð og sanngirni að leiðarljósi og beita skattkerfi og velferðarkerfi til að tryggja ákveðinn jöfnuð í samfélaginu. Hversu langt er gengið er hápólitísk spurning og snýst um hægri og vinstri. Margir stjórnmálamenn vilja hvorki skilgreina sig til hægri né vinstri. Þá er hættan sú að þeir skili auðu þegar kemur að stóru úrlausnarefnunum framundan þar sem baráttan um auðlindir mun harðna og skipting gæðanna verður æ stærra viðfangsefni. Víða erlendis má sjá nýja strauma í stjórnmálum og þeir liggja ekki á miðjunni. Einnig á Íslandi er mikilvægt að stjórnmálaöflin taki skýra afstöðu til þessara mikilvægustu spurningu samtímans. Þörfin er rík fyrir skýra vinstristefnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðið ár var viðburðaríkt á alþjóðavísu. Nægir þar að nefna flóttamannastrauminn og loftslagsbreytingar sem við sjáum þegar merki um í veðurfari og umræðu um þessi risavöxnu viðfangsefni. Ójöfnuður er iðulega ein undirrót stríðsátaka sem valda því að fólk flýr heimili sín og leitar að friðsamlegra umhverfi. Öll gögn sýna að gríðarlegur ójöfnuður er milli heimshluta en líka innan einstakra landa. Ójöfnuðurinn veldur átökum og valdabaráttu. Ójöfnuður kemur líka við sögu þegar rætt er um loftslagsbreytingar en fátækari þjóðir hafa mun síðri möguleika en ríkari svæði á að takast á við afleiðingar þeirra. Eigi að síður er það svo að fátækustu þjóðirnar bera einna minnsta ábyrgð á loftslagsbreytingum þótt afleiðingarnar skelli á þeim af fullum þunga. Alþjóðastofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa um nokkurra ára skeið bent á ójöfnuð sem vaxandi vandamál. Íhaldssamar stofnanir benda einnig á þau hagrænu vandamál sem fylgja ójöfnuði. OECD sendi til dæmis frá sér skýrslu í desember 2014 þar sem aðildarríki voru hvött til að endurskoða skattkerfi sín út frá sjónarmiðum jafnaðar þar sem aukinn jöfnuður hefði jákvæð áhrif á hagsæld. Jöfnuður snýst um það hvernig við skiptum þeim gæðum sem við höfum úr að spila. Með skynsamlegri og sjálfbærri atvinnustefnu getum við gert sem mest úr þeim gæðum án þess að skaða umhverfið. Síðan er hægt að skipta þeim með jöfnuð og sanngirni að leiðarljósi og beita skattkerfi og velferðarkerfi til að tryggja ákveðinn jöfnuð í samfélaginu. Hversu langt er gengið er hápólitísk spurning og snýst um hægri og vinstri. Margir stjórnmálamenn vilja hvorki skilgreina sig til hægri né vinstri. Þá er hættan sú að þeir skili auðu þegar kemur að stóru úrlausnarefnunum framundan þar sem baráttan um auðlindir mun harðna og skipting gæðanna verður æ stærra viðfangsefni. Víða erlendis má sjá nýja strauma í stjórnmálum og þeir liggja ekki á miðjunni. Einnig á Íslandi er mikilvægt að stjórnmálaöflin taki skýra afstöðu til þessara mikilvægustu spurningu samtímans. Þörfin er rík fyrir skýra vinstristefnu.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar