Andlegt erfiði Magnús Guðmundsson skrifar 18. janúar 2016 07:00 Aldrei hefir verið samin svo ómerkileg bók, að hún hafi ekki kostað meira andlegt erfiði en stjórn heillar togaraútgerðar í tíu ár. Og aldrei hefir verið gefin út svo góð bók á Íslandi, að ritlaun höfundarins hafi numið meiru en einum þrítugasta hluta af árskaupi lélegs útgerðarstjóra.“ Þessi orð Þórbergs Þórðarsonar í Bréfi til Láru eru að verða aldar gömul. Þórbergur tók djúpt í árinni, ýkti, ögraði og gerði allt vitlaust en kjarnaði óumflýjanlegan sannleika: Það er andlega erfitt að skrifa bókmenntir og skapa list. Þetta andlega erfiði hefur aldrei verið vel launað á Íslandi en þjóðin hefur þó borið gæfu til þess að virkja þessa atvinnugrein og löngum uppskorið ríkulega. Bókmenntir eru þjóðhagslega arðbær og andlega eflandi atvinnugrein og listamannalaun því ekki styrkjakerfi heldur fjárfestingarkerfi þar sem launum er úthlutað með árangurskröfu í farteskinu. Kerfið er gagnsætt og opið, sambærilegt t.d. við Rannís, og mikill ávinningur væri efalítið fólginn í því að taka upp sambærileg kerfi innan annarra atvinnugreina s.s. landbúnaðar, ferðamannaiðnaðar og sjávarútvegs svo dæmi sé tekið. En nú sem oft áður virðist deilt um hver eigi að starfa á launum innan greinarinnar, eða með öðrum orðum: Í hvaða höfundum eigum við að fjárfesta? Við eigum að fjárfesta í góðum höfundum. Höfundum sem eru vænlegir til þess að skila okkur þeim ávinningi sem við vonumst eftir; efla tungumálið, skerpa hugsun, gagnrýna okkur og veita okkur innblástur, snerta í okkur hjartað og gera okkur að betri manneskjum. Þetta er mikil krafa sem erfitt er að standa undir enda getur það tekið höfund langan tíma og mikla æfingu að ná slíkum árangri. Árangri sem er ekki talinn í blaðsíðum. Verkin eru fjölbreyttari og flóknari en svo og verkefni höfunda í nútíma samfélagi mun viðameiri en að sitja við skriftir. Núverandi kerfi við úthlutun listamannalauna var á sínum tíma mikið framfaraskref frá þeirri pólitísku úthlutun sem var áður við lýði. Stjórnir fagfélaga listamanna leggja á herðar sérfræðinga að sitja í úthlutunarnefndum og meta þar með faglegum hætti þær umsóknir sem berast hverju sinni. Listamennirnir sem sitja í þessum stjórnum verða auðvitað að geta sótt um innan síns sambands þar sem viðkomandi eru ekki starfandi sem stéttarfélagsstjórnir heldur sem listamenn. Það eru því þungar og alvarlegar þær ásakanir að stjórn Rithöfundasambandsins hafi með einhverjum hætti hlutast til um niðurstöðu úthlutunarnefndarinnar. Allt eru þetta þó málsmetandi höfundar sem hafa skilað þjóðinni góðri ávöxtun með sínum verkum enda virðist vera lítill fótur fyrir þessum þungu ásökunum. Stjórn RSÍ hefur þó brugðist við með því að leggja fram athyglisverðar hugmyndir um að dreifa enn frekar ábyrgðinni og auka enn meira á gagnsæið. Mættu margar atvinnugreinar taka sér þetta til fyrirmyndar. Hitt er annað mál að á meðan fjárfestingarkostir í bókmenntum eru eins vanmetnir og raun ber vitni þá er sjóðurinn einfaldlega of lítill og tækifærið þannig vannýtt, enda óúthlutað til höfunda sem geta skilað góðum verkum. Þess er því óskandi að ráðamenn taki nú ærlega við sér og sjái til þess að bókmenntaþjóðin geti áfram staðið undir nafni okkur öllum til hagsbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Listamannalaun Magnús Guðmundsson Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Aldrei hefir verið samin svo ómerkileg bók, að hún hafi ekki kostað meira andlegt erfiði en stjórn heillar togaraútgerðar í tíu ár. Og aldrei hefir verið gefin út svo góð bók á Íslandi, að ritlaun höfundarins hafi numið meiru en einum þrítugasta hluta af árskaupi lélegs útgerðarstjóra.“ Þessi orð Þórbergs Þórðarsonar í Bréfi til Láru eru að verða aldar gömul. Þórbergur tók djúpt í árinni, ýkti, ögraði og gerði allt vitlaust en kjarnaði óumflýjanlegan sannleika: Það er andlega erfitt að skrifa bókmenntir og skapa list. Þetta andlega erfiði hefur aldrei verið vel launað á Íslandi en þjóðin hefur þó borið gæfu til þess að virkja þessa atvinnugrein og löngum uppskorið ríkulega. Bókmenntir eru þjóðhagslega arðbær og andlega eflandi atvinnugrein og listamannalaun því ekki styrkjakerfi heldur fjárfestingarkerfi þar sem launum er úthlutað með árangurskröfu í farteskinu. Kerfið er gagnsætt og opið, sambærilegt t.d. við Rannís, og mikill ávinningur væri efalítið fólginn í því að taka upp sambærileg kerfi innan annarra atvinnugreina s.s. landbúnaðar, ferðamannaiðnaðar og sjávarútvegs svo dæmi sé tekið. En nú sem oft áður virðist deilt um hver eigi að starfa á launum innan greinarinnar, eða með öðrum orðum: Í hvaða höfundum eigum við að fjárfesta? Við eigum að fjárfesta í góðum höfundum. Höfundum sem eru vænlegir til þess að skila okkur þeim ávinningi sem við vonumst eftir; efla tungumálið, skerpa hugsun, gagnrýna okkur og veita okkur innblástur, snerta í okkur hjartað og gera okkur að betri manneskjum. Þetta er mikil krafa sem erfitt er að standa undir enda getur það tekið höfund langan tíma og mikla æfingu að ná slíkum árangri. Árangri sem er ekki talinn í blaðsíðum. Verkin eru fjölbreyttari og flóknari en svo og verkefni höfunda í nútíma samfélagi mun viðameiri en að sitja við skriftir. Núverandi kerfi við úthlutun listamannalauna var á sínum tíma mikið framfaraskref frá þeirri pólitísku úthlutun sem var áður við lýði. Stjórnir fagfélaga listamanna leggja á herðar sérfræðinga að sitja í úthlutunarnefndum og meta þar með faglegum hætti þær umsóknir sem berast hverju sinni. Listamennirnir sem sitja í þessum stjórnum verða auðvitað að geta sótt um innan síns sambands þar sem viðkomandi eru ekki starfandi sem stéttarfélagsstjórnir heldur sem listamenn. Það eru því þungar og alvarlegar þær ásakanir að stjórn Rithöfundasambandsins hafi með einhverjum hætti hlutast til um niðurstöðu úthlutunarnefndarinnar. Allt eru þetta þó málsmetandi höfundar sem hafa skilað þjóðinni góðri ávöxtun með sínum verkum enda virðist vera lítill fótur fyrir þessum þungu ásökunum. Stjórn RSÍ hefur þó brugðist við með því að leggja fram athyglisverðar hugmyndir um að dreifa enn frekar ábyrgðinni og auka enn meira á gagnsæið. Mættu margar atvinnugreinar taka sér þetta til fyrirmyndar. Hitt er annað mál að á meðan fjárfestingarkostir í bókmenntum eru eins vanmetnir og raun ber vitni þá er sjóðurinn einfaldlega of lítill og tækifærið þannig vannýtt, enda óúthlutað til höfunda sem geta skilað góðum verkum. Þess er því óskandi að ráðamenn taki nú ærlega við sér og sjái til þess að bókmenntaþjóðin geti áfram staðið undir nafni okkur öllum til hagsbóta.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun