Einar Mikael töframaður hjólar í listamannalaunin: Hvetur til sniðgöngu á verkum þeirra rithöfunda sem mest hafa fengið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. janúar 2016 14:00 Einar Mikael Sverrison, betur þekktur sem Einar Mikael töframaður. Vísir/Vilhelm „Ég hvet alla Íslendinga til að sniðganga bækur þessara rithöfunda, bæði þær sem komið hafa út og þær sem koma munu út á árinu, afþakki þeir ekki listamannalaunin nú og framvegis.“ Þetta skrifar Einar Mikael Sverrison, betur þekktur sem Einar Mikael töframaður, á Facebook-síðu sína þar sem hann gagnrýnir þá rithöfunda sem hann nefnir áskrifendur að listamannalaunum en líkt og úttekt Fréttablaðsins leiddi í ljós hafa ellefu rithöfundar fengið úthlutað listamannalaunum í níu ár eða lengur á síðustu tíu árum.Sjá einnig: Fjórir rithöfundar samfleytt á listamannalaunum í áratug„Það sem vantar inn í þá tölu sem bætist við laun rithöfundanna eru tekjurnar sem þeir fá af sölu bóka og má því gera ráð fyrir að heildartalan sem bætist við milljónirnar 35 til 40 sem þeir myndu fá yrði að minnsta kosti 15 til 27 prósent ofan á. Það væru því á bilinu 4 til 10 milljónir sem hver og einn fengi,“ skrifar Einar Mikael sem segist ekki sækjast eftir styrkjum á borð við listamannalaun þrátt fyrir að vera einn af afkastamestu listamönnum landsins. Þeir listamenn sem hafa hlotið hæstu listamannalaunin undanfarin ár. Smella má á myndina til að sjá hana í stærri útgáfu.„Þeir rithöfundar sem hér um ræðir afkasta sorglega litlu miðað við þau laun og tíma sem þeir fá,“ skrifar Einar Mikael sem segist sjálfur meðal annars geta gefið út 40-50 bækur og haldið 1400 töfrasýningar fengi hann 300-500 þúsundur krónur á mánuðu næstu tíu árin.Sjá einnig: Ein bók frá Andra Snæ á síðustu tíu árumÍ pistli sínum gagnrýnir Einar Mikael að ríkið greiði út listamannalaun ár eftir ár til sömu aðila og bendir á að fjármunir ríkisins væri betur nýttir á öðrum sviðum. „Á sama tíma er heilbrigðiskerfið okkar svelt fjárhagslega, fátækt blasir við íslenskum fjölskyldum, íslenska krónan flýtur um á síðasta björgunarhringnum, elítan hirðir fiskinn okkar, vatnsréttindi eru seld úr landi, ellilífeyrisþegar eiga vart fyrir lyfjunum sínum og millistéttin er skattpínd upp í rjáfur.“Sjá einnig: Listamannalaunþegar ársins 2016Einar Mikael hvetur landsmenn alla til þess að sniðganga bækur þeirra rithöfunda sem fái listamannalaun ár eftir ár. Þá nefnir hann að Halldór Laxness hafi ekki þegið listamannalaun en rétt er að halda því til haga að Nóbelsverðlaunahafinn þáði listamannalaun um árabil. „Ég hvet alla Íslendinga til að sniðganga bækur þessara rithöfunda, bæði þær sem komið hafa út og þær sem koma munu út á árinu, afþakki þeir ekki listamannalaunin nú og framvegis.“ Pistil Einars Mikaels má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Mér þykir mjög hryggilegt að lesa um rithöfundana sem hafa verið áskrifendur að listamannalaunum síðastliðin 10 ár og...Posted by Einar Mikael töframaður on Saturday, 16 January 2016Uppfært klukkan 15:20 Fréttin uppfærð með upplýsingum um listamannalaun Halldórs Laxness. Listamannalaun Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
„Ég hvet alla Íslendinga til að sniðganga bækur þessara rithöfunda, bæði þær sem komið hafa út og þær sem koma munu út á árinu, afþakki þeir ekki listamannalaunin nú og framvegis.“ Þetta skrifar Einar Mikael Sverrison, betur þekktur sem Einar Mikael töframaður, á Facebook-síðu sína þar sem hann gagnrýnir þá rithöfunda sem hann nefnir áskrifendur að listamannalaunum en líkt og úttekt Fréttablaðsins leiddi í ljós hafa ellefu rithöfundar fengið úthlutað listamannalaunum í níu ár eða lengur á síðustu tíu árum.Sjá einnig: Fjórir rithöfundar samfleytt á listamannalaunum í áratug„Það sem vantar inn í þá tölu sem bætist við laun rithöfundanna eru tekjurnar sem þeir fá af sölu bóka og má því gera ráð fyrir að heildartalan sem bætist við milljónirnar 35 til 40 sem þeir myndu fá yrði að minnsta kosti 15 til 27 prósent ofan á. Það væru því á bilinu 4 til 10 milljónir sem hver og einn fengi,“ skrifar Einar Mikael sem segist ekki sækjast eftir styrkjum á borð við listamannalaun þrátt fyrir að vera einn af afkastamestu listamönnum landsins. Þeir listamenn sem hafa hlotið hæstu listamannalaunin undanfarin ár. Smella má á myndina til að sjá hana í stærri útgáfu.„Þeir rithöfundar sem hér um ræðir afkasta sorglega litlu miðað við þau laun og tíma sem þeir fá,“ skrifar Einar Mikael sem segist sjálfur meðal annars geta gefið út 40-50 bækur og haldið 1400 töfrasýningar fengi hann 300-500 þúsundur krónur á mánuðu næstu tíu árin.Sjá einnig: Ein bók frá Andra Snæ á síðustu tíu árumÍ pistli sínum gagnrýnir Einar Mikael að ríkið greiði út listamannalaun ár eftir ár til sömu aðila og bendir á að fjármunir ríkisins væri betur nýttir á öðrum sviðum. „Á sama tíma er heilbrigðiskerfið okkar svelt fjárhagslega, fátækt blasir við íslenskum fjölskyldum, íslenska krónan flýtur um á síðasta björgunarhringnum, elítan hirðir fiskinn okkar, vatnsréttindi eru seld úr landi, ellilífeyrisþegar eiga vart fyrir lyfjunum sínum og millistéttin er skattpínd upp í rjáfur.“Sjá einnig: Listamannalaunþegar ársins 2016Einar Mikael hvetur landsmenn alla til þess að sniðganga bækur þeirra rithöfunda sem fái listamannalaun ár eftir ár. Þá nefnir hann að Halldór Laxness hafi ekki þegið listamannalaun en rétt er að halda því til haga að Nóbelsverðlaunahafinn þáði listamannalaun um árabil. „Ég hvet alla Íslendinga til að sniðganga bækur þessara rithöfunda, bæði þær sem komið hafa út og þær sem koma munu út á árinu, afþakki þeir ekki listamannalaunin nú og framvegis.“ Pistil Einars Mikaels má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Mér þykir mjög hryggilegt að lesa um rithöfundana sem hafa verið áskrifendur að listamannalaunum síðastliðin 10 ár og...Posted by Einar Mikael töframaður on Saturday, 16 January 2016Uppfært klukkan 15:20 Fréttin uppfærð með upplýsingum um listamannalaun Halldórs Laxness.
Listamannalaun Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira