ÍBV komst í kvöld á toppinn í Olís-deild kvenna eftir öruggan 17 marka sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ en þetta var fyrsti leikurinn í fimmtándu umferðinni.
Eyjakonur komust einu stigi upp fyrir Gróttu en Gróttuliðið getur endurheimt toppsætið með sigri á Stjörnunni í Garðabænum á morgun.
Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum að Varmá í kvöld og náði þessum myndir hér fyrir ofan.
Þetta var fjórði deildarsigur Eyjaliðsins í röð en liðið er búið að vinna alla leiki sína nema tvo leiki á fjórum dögum í kringum mánaðarmótin október og nóvember þegar liðið var undir gríðarlegu álagi vegna leikja og ferðalaga í kringum Evrópukeppni.
Afturelding - ÍBV 22-39 (10-22)
Mörk Aftureldingar: Telma Rut Frímannsdóttir 6, Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir 4, Vigdís Brandsdóttir 3, Dagný Huld Birgisdóttir 3, Magnea Rós Svansdóttir 2, Erla Mjöll Tómasdóttir 2, Sara Lind Stefánsdóttir 1, Alda Björk Egilsdóttir 1.
Mörk ÍBV: Greta Kavaliuskaite 9, Vera Lopes 8, Telma Silva Amado 4, Ester Óskarsdóttir 4, Sandra Dís Sigurðardóttir 3, Díana Dögg Magnúsdóttir 3, Kristrún Ósk Hlynsdóttir 2, Sandra Gísladóttir 2, Sirrý Rúnarsdóttir 2, Ásta Björt Júlíusdóttir 1, Bergey Alexandersdóttir 1.
Eyjakonur á toppinn eftir sigur í Mosfellsbænum | Myndir
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Benoný Breki áfram á skotskónum
Enski boltinn



„Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“
Enski boltinn

