Tvær þjóðir í einu landi Árni Páll Árnason skrifar 15. janúar 2016 07:00 Ríkisstjórn ríka fólksins gerir það ekki endasleppt. Nýjasta framlag hennar er frumvarp sem gerir ráð fyrir að efnuðustu einstaklingarnir fái að taka erlend lán, en ekki aðrir. Verði það að lögum mun þjóðin öll bera kerfisáhættuna af slíkum lánveitingum, en lántakendurnir einir njóta ávinningsins. Þau borgaralegu réttindi að fá að taka lán í þeim gjaldmiðli sem bestu kjörin veitir verða þannig bundin við ríkasta fólkið. Það er kaldhæðnislegt að þessi nýja flokkun réttinda eftir efnastöðu fólks skuli lögleidd réttum hundrað árum eftir að numið var úr lögum að einungis efnuðustu borgarar landsins mættu kjósa. Það er áhyggjuefni að gjaldmiðill landsins sé svo veikburða að hann þoli ekki að fólk velji sér lánaform og eigi frjáls viðskipti með gjaldmiðla. En það er engu að síður staðreyndin. Lánveitingar í erlendum gjaldmiðli til aðila sem ekki hafa tekjur í sama gjaldmiðli valda kerfisáhættu og sú áhætta getur, eins og dæmin sanna, rústað gjaldeyrismarkaðnum og keyrt upp verðbólgu og þar með öll verðtryggð og óverðtryggð lán heimilanna. Þessa áhættu munum við öll bera, verði frumvarpið að lögum en hin auðuga forréttindastétt mun ein njóta hagræðis af lágum erlendum vöxtum. Leiðin úr höftum og háum vöxtum er nýr gjaldmiðill en ekki aukin réttindi ríkra umfram aðra.Hverjum er þjónað? Nú þegar njóta stærstu fyrirtækin þess að geta fengið lán á alþjóðlegum kjörum en minni fyrirtæki eru bundin við krónuna og ofurvexti hennar. Venjuleg smáfyrirtæki greiða nú vexti sem einungis skipulögð glæpastarfsemi þarf að greiða í nálægum löndum. Nú vill ríkisstjórnin festa þessa skiptingu enn frekar í sessi. Í Sovétríkjunum var líka til forréttindastétt sem fékk að versla í dollarabúðum og almenningur sem var bundinn við rúblu sem hvergi var hægt að eiga viðskipti með utan landsteinanna. Hliðstæðan við krónuhagkerfið er orðið sláandi. Krónan býr því óhjákvæmilega til tvær þjóðir í landinu: Forréttindahóp sem er laus við neikvæðar afleiðingar hennar og býr áhyggjulaus við alþjóðleg viðskiptakjör og venjulegt fólk sem ber verðtrygginguna, ofurvextina – sem sagt allan kostnaðinn og áhættuna. Við sjáum nú hvorri þjóðinni ríkisstjórnin þjónar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn ríka fólksins gerir það ekki endasleppt. Nýjasta framlag hennar er frumvarp sem gerir ráð fyrir að efnuðustu einstaklingarnir fái að taka erlend lán, en ekki aðrir. Verði það að lögum mun þjóðin öll bera kerfisáhættuna af slíkum lánveitingum, en lántakendurnir einir njóta ávinningsins. Þau borgaralegu réttindi að fá að taka lán í þeim gjaldmiðli sem bestu kjörin veitir verða þannig bundin við ríkasta fólkið. Það er kaldhæðnislegt að þessi nýja flokkun réttinda eftir efnastöðu fólks skuli lögleidd réttum hundrað árum eftir að numið var úr lögum að einungis efnuðustu borgarar landsins mættu kjósa. Það er áhyggjuefni að gjaldmiðill landsins sé svo veikburða að hann þoli ekki að fólk velji sér lánaform og eigi frjáls viðskipti með gjaldmiðla. En það er engu að síður staðreyndin. Lánveitingar í erlendum gjaldmiðli til aðila sem ekki hafa tekjur í sama gjaldmiðli valda kerfisáhættu og sú áhætta getur, eins og dæmin sanna, rústað gjaldeyrismarkaðnum og keyrt upp verðbólgu og þar með öll verðtryggð og óverðtryggð lán heimilanna. Þessa áhættu munum við öll bera, verði frumvarpið að lögum en hin auðuga forréttindastétt mun ein njóta hagræðis af lágum erlendum vöxtum. Leiðin úr höftum og háum vöxtum er nýr gjaldmiðill en ekki aukin réttindi ríkra umfram aðra.Hverjum er þjónað? Nú þegar njóta stærstu fyrirtækin þess að geta fengið lán á alþjóðlegum kjörum en minni fyrirtæki eru bundin við krónuna og ofurvexti hennar. Venjuleg smáfyrirtæki greiða nú vexti sem einungis skipulögð glæpastarfsemi þarf að greiða í nálægum löndum. Nú vill ríkisstjórnin festa þessa skiptingu enn frekar í sessi. Í Sovétríkjunum var líka til forréttindastétt sem fékk að versla í dollarabúðum og almenningur sem var bundinn við rúblu sem hvergi var hægt að eiga viðskipti með utan landsteinanna. Hliðstæðan við krónuhagkerfið er orðið sláandi. Krónan býr því óhjákvæmilega til tvær þjóðir í landinu: Forréttindahóp sem er laus við neikvæðar afleiðingar hennar og býr áhyggjulaus við alþjóðleg viðskiptakjör og venjulegt fólk sem ber verðtrygginguna, ofurvextina – sem sagt allan kostnaðinn og áhættuna. Við sjáum nú hvorri þjóðinni ríkisstjórnin þjónar.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar